Gröfur Vesturverks nálgast átakasvæðið í Árneshreppi Kristján Már Unnarsson skrifar 1. ágúst 2019 21:42 Vinnuvélar á vegum Vesturverks hafa síðustu daga unnið í norðanverðum Ingólfsfirði. Seljanes er við mynni fjarðarins að norðanverðu. Vísir/KMU. Vaxandi spenna er nú í Árneshreppi eftir því sem vinnuvélarnar nálgast jörðina Seljanes í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Sá kostur er fyrir hendi að byggja í staðinn bryggju í Ófeigsfirði en stjórnarformaður Vesturverks segir yfirvöld fremur hafa viljað nýta núverandi veglínu til að valda sem minnstum umhverfisáhrifum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku og stjórnarformaður Vesturverks, sem áformar Hvalárvirkjun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Verktakar á vegum Vesturverks vinna þessa dagana að endurbótum vegarins um Ingólfsfjörð svo hann geti nýst flutningum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Vesturverks, bendir á að aðrar leiðir hafi verið skoðaðar á fyrri stigum. „Meðal annars að byggja bryggju í Ófeigsfirði. Það er hægt að flytja stór tæki til dæmis á prömmum og þetta hefur verið gert. Sjálfur hef ég séð virkjanir erlendis þar sem þannig háttar að ekkert vegarsamband er. Þetta er hægt að gera."Séð yfir bæjarhúsin í Ófeigsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er hægt að leggja veg úr Djúpinu og yfir Ófeigsfjarðarheiði og inn á Hvalársvæðið. Það er hægt að leggja veg frá Steingrímsfjarðarheiði inn á Ófeigsfjarðarheiði. Þá leið höfum við nýtt að vetrarlagi á snjó,“ segir Ásgeir. Vinnuvélarnar eru nú í norðanverðum Ingólfsfirði. Senn líður að því að þær nálgist jörðina Seljanes en þar hafa landeigendur hótað því að koma í veg fyrir vegagerðina. Ásgeir telur að það sé minnihluti landeigenda á Seljanesi sem leggist gegn framkvæmdunum og segir að hluti landeigenda hafi lýst yfir stuðningi við þær.Frá Seljanesi. Jörðin er á nesinu milli Ófeigsfjarðar og Ingólfsfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hins vegar hafa yfirvöld beint því til okkar að reyna að nýta veginn sem fyrir liggur og þá veglínu sem þar er, eins og frekast er kostur, frekar en að fara í aðrar leiðir, sem ég var að nefna áðan, vegna þess að það myndi hafa meiri umhverfisáhrif í för með sér, og sveitarfélagið yrði þá af þeim samgöngubótum sem nú er verið að vinna að.“Frá veginum milli Ófeigsfjarðar og Seljaness. Ófeigsfjarðarbærinn í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ásgeir segir Vesturverk telja sig vera í fullum rétti til að lagfæra veginn um Seljanes og Vegagerðin sé því sammála. En hvað ef fólk leggst til dæmis fyrir vinnuvélar á Seljanesi? „Þá tel ég að það sé lögreglumál, eins og dæmin sanna. Við höfum heimildir til þess að gera þetta. Við höfum leyfi yfirvalda til þess. Og ef að fólk vill stöðva það með einhverjum slíkum ráðum þá held ég að það sé komið hinumegin við lögin,“ svarar Ásgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31 Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00 Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Vaxandi spenna er nú í Árneshreppi eftir því sem vinnuvélarnar nálgast jörðina Seljanes í vegagerð vegna Hvalárvirkjunar. Sá kostur er fyrir hendi að byggja í staðinn bryggju í Ófeigsfirði en stjórnarformaður Vesturverks segir yfirvöld fremur hafa viljað nýta núverandi veglínu til að valda sem minnstum umhverfisáhrifum. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku og stjórnarformaður Vesturverks, sem áformar Hvalárvirkjun.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Verktakar á vegum Vesturverks vinna þessa dagana að endurbótum vegarins um Ingólfsfjörð svo hann geti nýst flutningum vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Vesturverks, bendir á að aðrar leiðir hafi verið skoðaðar á fyrri stigum. „Meðal annars að byggja bryggju í Ófeigsfirði. Það er hægt að flytja stór tæki til dæmis á prömmum og þetta hefur verið gert. Sjálfur hef ég séð virkjanir erlendis þar sem þannig háttar að ekkert vegarsamband er. Þetta er hægt að gera."Séð yfir bæjarhúsin í Ófeigsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Það er hægt að leggja veg úr Djúpinu og yfir Ófeigsfjarðarheiði og inn á Hvalársvæðið. Það er hægt að leggja veg frá Steingrímsfjarðarheiði inn á Ófeigsfjarðarheiði. Þá leið höfum við nýtt að vetrarlagi á snjó,“ segir Ásgeir. Vinnuvélarnar eru nú í norðanverðum Ingólfsfirði. Senn líður að því að þær nálgist jörðina Seljanes en þar hafa landeigendur hótað því að koma í veg fyrir vegagerðina. Ásgeir telur að það sé minnihluti landeigenda á Seljanesi sem leggist gegn framkvæmdunum og segir að hluti landeigenda hafi lýst yfir stuðningi við þær.Frá Seljanesi. Jörðin er á nesinu milli Ófeigsfjarðar og Ingólfsfjarðar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Hins vegar hafa yfirvöld beint því til okkar að reyna að nýta veginn sem fyrir liggur og þá veglínu sem þar er, eins og frekast er kostur, frekar en að fara í aðrar leiðir, sem ég var að nefna áðan, vegna þess að það myndi hafa meiri umhverfisáhrif í för með sér, og sveitarfélagið yrði þá af þeim samgöngubótum sem nú er verið að vinna að.“Frá veginum milli Ófeigsfjarðar og Seljaness. Ófeigsfjarðarbærinn í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ásgeir segir Vesturverk telja sig vera í fullum rétti til að lagfæra veginn um Seljanes og Vegagerðin sé því sammála. En hvað ef fólk leggst til dæmis fyrir vinnuvélar á Seljanesi? „Þá tel ég að það sé lögreglumál, eins og dæmin sanna. Við höfum heimildir til þess að gera þetta. Við höfum leyfi yfirvalda til þess. Og ef að fólk vill stöðva það með einhverjum slíkum ráðum þá held ég að það sé komið hinumegin við lögin,“ svarar Ásgeir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31 Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00 Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Sjá meira
Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57
Hvalá í Ófeigsfirði komin á kortið sem áfangastaður Áhugi fólks á að skoða umhverfi Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum hefur stóraukist, ef marka má þann jeppafjölda sem sést hefur aka þessa torfæru leið að undanförnu. 31. júlí 2019 16:31
Verða snarruglaðir fyrir sunnan ef eitthvað á að gera fyrir Vestfirði Skiptar skoðanir eru meðal íbúa Árneshrepps um hvort Hvalárvirkjun muni styðja við heilsársbyggð í hreppnum. Íbúar upplifa deilur um virkjunina þannig að fólk fyrir sunnan vilji taka völdin af heimamönnum. 11. febrúar 2019 20:00
Vilja rannsóknir á steingervingum við Hvalá Í bréfi náttúruverndarsamtakanna til Náttúrufræðistofnunar segir að í síðustu viku hafi heimamenn í Árneshreppi fundið steingervinga í jarðlögum á svæði þar sem deiliskipulag og framkvæmdaleyfi hafa heimilað framkvæmdir á veg í tengslum við uppbyggingu Hvalárvirkjunar. 30. júlí 2019 14:13
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30