Rúnar Páll: Eigum langt í land Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 21:48 Úr leiknum í kvöld. vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var hrikalega ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir tap liðsins gegn Espanyol í kvöld. „Verkefnið var stórt fyrir okkur en ég var hrikalega ánægður með frammistöðu liðsins í dag. Við náðum að fara aðeins á þá og pressa þá aðeins og við héldum boltanum ágætlega,“ sagði Rúnar. „Við gerðum það sem var lagt upp með og strákarnir stóðu sig vel en í mörkunum er okkur bara refsað fyrir þau mistök sem við gerum. Þeir eru bara heilt yfir betri en við í fótbolta en við sýndum karakter og það var gaman og mikilvægt fyrir okkur að ná að skora.“ Hann var sammála því að það hafi verið svekkjandi þegar Hilmar Árni klúðraði vítinu. „Auðvitað var það svekkjandi en svona er þetta bara. Hilmar er mannlegur og getur klikkað á vítaspyrnum eins og allir aðrir. Það hefði verið skemmtilegra að komast í 1-1 og sjá hvernig leikurinn hefði þróast þá.“ Rúnar segir það alveg klárt mál að þessar Evrópuferðir þjappi liðinu saman og hjálpi þeim í komandi baráttu í deildinni. „Alveg klárt mál. Þetta þrýstir okkur vel saman og gefur okkur byr undir báða vængi. Þetta er gríðarlega skemmtilegt og þéttir liðsheildina mikið.“ Rúnar sagði að lokum að það þurfi margt sem þurfi að breytast ef íslensk lið ætli sér að ná lengra í Evrópukeppni. „Það væri voðalega gaman að hafa fulla atvinnumennsku og lengra tímabil og eitthvað slíkt en það er bara svo margt sem þarf að breytast í umhverfinu okkar til að því verði. Ekki bara að leikmenn verði á hærri launum og hafi þetta að atvinnu allan daginn,“ sagði Rúnar Páll. „Ég held að umgjörðin hjá félögunum sé bara ábótavant og allt í kringum lið, bæði markaðsetning og stjórn þar að segja þeir sem vinna í kringum félagið. Aðbúnaður og annað slíkt, þetta þarf allt að haldast í hendur og því miður eigum við ennþá langt í land þegar kemur að þessu.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var hrikalega ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir tap liðsins gegn Espanyol í kvöld. „Verkefnið var stórt fyrir okkur en ég var hrikalega ánægður með frammistöðu liðsins í dag. Við náðum að fara aðeins á þá og pressa þá aðeins og við héldum boltanum ágætlega,“ sagði Rúnar. „Við gerðum það sem var lagt upp með og strákarnir stóðu sig vel en í mörkunum er okkur bara refsað fyrir þau mistök sem við gerum. Þeir eru bara heilt yfir betri en við í fótbolta en við sýndum karakter og það var gaman og mikilvægt fyrir okkur að ná að skora.“ Hann var sammála því að það hafi verið svekkjandi þegar Hilmar Árni klúðraði vítinu. „Auðvitað var það svekkjandi en svona er þetta bara. Hilmar er mannlegur og getur klikkað á vítaspyrnum eins og allir aðrir. Það hefði verið skemmtilegra að komast í 1-1 og sjá hvernig leikurinn hefði þróast þá.“ Rúnar segir það alveg klárt mál að þessar Evrópuferðir þjappi liðinu saman og hjálpi þeim í komandi baráttu í deildinni. „Alveg klárt mál. Þetta þrýstir okkur vel saman og gefur okkur byr undir báða vængi. Þetta er gríðarlega skemmtilegt og þéttir liðsheildina mikið.“ Rúnar sagði að lokum að það þurfi margt sem þurfi að breytast ef íslensk lið ætli sér að ná lengra í Evrópukeppni. „Það væri voðalega gaman að hafa fulla atvinnumennsku og lengra tímabil og eitthvað slíkt en það er bara svo margt sem þarf að breytast í umhverfinu okkar til að því verði. Ekki bara að leikmenn verði á hærri launum og hafi þetta að atvinnu allan daginn,“ sagði Rúnar Páll. „Ég held að umgjörðin hjá félögunum sé bara ábótavant og allt í kringum lið, bæði markaðsetning og stjórn þar að segja þeir sem vinna í kringum félagið. Aðbúnaður og annað slíkt, þetta þarf allt að haldast í hendur og því miður eigum við ennþá langt í land þegar kemur að þessu.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Fleiri fréttir Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Sjá meira