Rúnar Páll: Eigum langt í land Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. ágúst 2019 21:48 Úr leiknum í kvöld. vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var hrikalega ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir tap liðsins gegn Espanyol í kvöld. „Verkefnið var stórt fyrir okkur en ég var hrikalega ánægður með frammistöðu liðsins í dag. Við náðum að fara aðeins á þá og pressa þá aðeins og við héldum boltanum ágætlega,“ sagði Rúnar. „Við gerðum það sem var lagt upp með og strákarnir stóðu sig vel en í mörkunum er okkur bara refsað fyrir þau mistök sem við gerum. Þeir eru bara heilt yfir betri en við í fótbolta en við sýndum karakter og það var gaman og mikilvægt fyrir okkur að ná að skora.“ Hann var sammála því að það hafi verið svekkjandi þegar Hilmar Árni klúðraði vítinu. „Auðvitað var það svekkjandi en svona er þetta bara. Hilmar er mannlegur og getur klikkað á vítaspyrnum eins og allir aðrir. Það hefði verið skemmtilegra að komast í 1-1 og sjá hvernig leikurinn hefði þróast þá.“ Rúnar segir það alveg klárt mál að þessar Evrópuferðir þjappi liðinu saman og hjálpi þeim í komandi baráttu í deildinni. „Alveg klárt mál. Þetta þrýstir okkur vel saman og gefur okkur byr undir báða vængi. Þetta er gríðarlega skemmtilegt og þéttir liðsheildina mikið.“ Rúnar sagði að lokum að það þurfi margt sem þurfi að breytast ef íslensk lið ætli sér að ná lengra í Evrópukeppni. „Það væri voðalega gaman að hafa fulla atvinnumennsku og lengra tímabil og eitthvað slíkt en það er bara svo margt sem þarf að breytast í umhverfinu okkar til að því verði. Ekki bara að leikmenn verði á hærri launum og hafi þetta að atvinnu allan daginn,“ sagði Rúnar Páll. „Ég held að umgjörðin hjá félögunum sé bara ábótavant og allt í kringum lið, bæði markaðsetning og stjórn þar að segja þeir sem vinna í kringum félagið. Aðbúnaður og annað slíkt, þetta þarf allt að haldast í hendur og því miður eigum við ennþá langt í land þegar kemur að þessu.“ Evrópudeild UEFA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar var hrikalega ánægður með frammistöðu sinna manna þrátt fyrir tap liðsins gegn Espanyol í kvöld. „Verkefnið var stórt fyrir okkur en ég var hrikalega ánægður með frammistöðu liðsins í dag. Við náðum að fara aðeins á þá og pressa þá aðeins og við héldum boltanum ágætlega,“ sagði Rúnar. „Við gerðum það sem var lagt upp með og strákarnir stóðu sig vel en í mörkunum er okkur bara refsað fyrir þau mistök sem við gerum. Þeir eru bara heilt yfir betri en við í fótbolta en við sýndum karakter og það var gaman og mikilvægt fyrir okkur að ná að skora.“ Hann var sammála því að það hafi verið svekkjandi þegar Hilmar Árni klúðraði vítinu. „Auðvitað var það svekkjandi en svona er þetta bara. Hilmar er mannlegur og getur klikkað á vítaspyrnum eins og allir aðrir. Það hefði verið skemmtilegra að komast í 1-1 og sjá hvernig leikurinn hefði þróast þá.“ Rúnar segir það alveg klárt mál að þessar Evrópuferðir þjappi liðinu saman og hjálpi þeim í komandi baráttu í deildinni. „Alveg klárt mál. Þetta þrýstir okkur vel saman og gefur okkur byr undir báða vængi. Þetta er gríðarlega skemmtilegt og þéttir liðsheildina mikið.“ Rúnar sagði að lokum að það þurfi margt sem þurfi að breytast ef íslensk lið ætli sér að ná lengra í Evrópukeppni. „Það væri voðalega gaman að hafa fulla atvinnumennsku og lengra tímabil og eitthvað slíkt en það er bara svo margt sem þarf að breytast í umhverfinu okkar til að því verði. Ekki bara að leikmenn verði á hærri launum og hafi þetta að atvinnu allan daginn,“ sagði Rúnar Páll. „Ég held að umgjörðin hjá félögunum sé bara ábótavant og allt í kringum lið, bæði markaðsetning og stjórn þar að segja þeir sem vinna í kringum félagið. Aðbúnaður og annað slíkt, þetta þarf allt að haldast í hendur og því miður eigum við ennþá langt í land þegar kemur að þessu.“
Evrópudeild UEFA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira