„Ég er bara að reyna vinna mína vinnu“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 15:30 Seðlabanki Íslands stefndi Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins. Málið var tekið fyrir í dag. Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Bankinn stefndi blaðamanninum til að reyna fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál hnekkt. Samkvæmt honum ber bankanum að afhenda blaðamanninum samning sem var gerður við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi á meðan hún sótti nám við Harvard-háskóla. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann eftir námið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslu upp á annan tug milljóna króna. Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt framgöngu bankans. „Þessi vinnubrögð bankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem á ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Að mati Blaðamannafélags Íslands er ólíðandi að blaðamenn þurfi að standa í langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri til að fá upplýsingar frá opinberum aðilum sem þeir eiga rétt á að fá samkvæmt upplýsingalögum," segir í yfirlýsingu blaðamannafélagsins.Við fyrirtökuna í dag sagði Ari það vera súrrealískt að vera mættur fyrir dóm vegna málsins. „Ég er bara að reyna að vinna mína vinnu og tel að þessar upplýsingar eigi erindi við almenning. Seðlabankinn er ekki á sama máli. Þeir eru búnir að senda frá sér þrjú sett af röksemdum. Það er búið að hrekja fyrstu tvær og nú er sú þriðja komin fyrir dómstóla," segir hann. „Fyrsta röksemdin var að seðlabankinn þyrfti ekki að svara fyrir málefni bankans. Seinni röksemdin laut að persónulegum málum og núna er þess krafist að við birtum forsögu málsins," segir hann og bætir við að það hafi nú þegar verið gert. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, og fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu gagnrýnir framgöngu seðlabankans harðlega á Facebook-síðu sinni. „Alveg er það galið að opinber stofnun stefni blaðamanni fyrir dóm fyrir það eitt að vinna vinnuna sína og biðja um upplýsingar. Opinber stjórnsýsla á að starfa eftir þeirri almennu reglu að allt sé uppi á borðum og gögn opinber," segir Kolbeinn.Ari segist ætla að halda málinu til streitu og bíður enn eftir gögnum. „Að sjálfsögðu ætla ég að gera það. Ég er með mjög góðan stuðning og yfirmenn sem eru tilbúnir að borga fyrir lögfræðikostnað. Ég er mjög heppinn með það," segir Ari. Í yfirlýsingu sem Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, sendi fréttastofu segir að seðlabankinn hafi með þessu sýnt af sér þöggunartilburði. Þá virðist sem svo að umræddur styrkur, sem bankinn veitti Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, hafi verið veglegur starfslokasamningur á kostnað skattgreiðenda. „Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns," segir í yfirlýsingu Ólafar.Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins.Yfirlýsing Ólafar Skaftadóttur, ritstjóra Fréttablaðsins í heild:Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Um er að ræða styrki og laun í námsleyfi meðan þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins sótti dýrt nám í Bandaríkjunum sem bankinn greiddi fyrir. Starfsmaðurinn kom ekki aftur til starfa fyrir bankann, þannig að svo virðist sem um hafi verið að ræða veglegan starfslokasamning embættismanns á kostnað skattgreiðenda.Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns.Fréttablaðið mun halda áfram að fjalla um hvers kyns mál sem kunna upp að koma í Seðlabankanum og varða almenning, þrátt fyrir þöggunartilburði. Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57 Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Mál Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Bankinn stefndi blaðamanninum til að reyna fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál hnekkt. Samkvæmt honum ber bankanum að afhenda blaðamanninum samning sem var gerður við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans, um styrk og laun í námsleyfi á meðan hún sótti nám við Harvard-háskóla. Ingibjörg kom ekki aftur til starfa fyrir bankann eftir námið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um að ræða greiðslu upp á annan tug milljóna króna. Blaðamannafélag Íslands hefur fordæmt framgöngu bankans. „Þessi vinnubrögð bankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum sem á ekki að viðgangast hjá opinberum stofnunum. Að mati Blaðamannafélags Íslands er ólíðandi að blaðamenn þurfi að standa í langvinnum, dýrum og tímafrekum málarekstri til að fá upplýsingar frá opinberum aðilum sem þeir eiga rétt á að fá samkvæmt upplýsingalögum," segir í yfirlýsingu blaðamannafélagsins.Við fyrirtökuna í dag sagði Ari það vera súrrealískt að vera mættur fyrir dóm vegna málsins. „Ég er bara að reyna að vinna mína vinnu og tel að þessar upplýsingar eigi erindi við almenning. Seðlabankinn er ekki á sama máli. Þeir eru búnir að senda frá sér þrjú sett af röksemdum. Það er búið að hrekja fyrstu tvær og nú er sú þriðja komin fyrir dómstóla," segir hann. „Fyrsta röksemdin var að seðlabankinn þyrfti ekki að svara fyrir málefni bankans. Seinni röksemdin laut að persónulegum málum og núna er þess krafist að við birtum forsögu málsins," segir hann og bætir við að það hafi nú þegar verið gert. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri Grænna, og fyrrverandi blaðamaður á Fréttablaðinu gagnrýnir framgöngu seðlabankans harðlega á Facebook-síðu sinni. „Alveg er það galið að opinber stofnun stefni blaðamanni fyrir dóm fyrir það eitt að vinna vinnuna sína og biðja um upplýsingar. Opinber stjórnsýsla á að starfa eftir þeirri almennu reglu að allt sé uppi á borðum og gögn opinber," segir Kolbeinn.Ari segist ætla að halda málinu til streitu og bíður enn eftir gögnum. „Að sjálfsögðu ætla ég að gera það. Ég er með mjög góðan stuðning og yfirmenn sem eru tilbúnir að borga fyrir lögfræðikostnað. Ég er mjög heppinn með það," segir Ari. Í yfirlýsingu sem Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, sendi fréttastofu segir að seðlabankinn hafi með þessu sýnt af sér þöggunartilburði. Þá virðist sem svo að umræddur styrkur, sem bankinn veitti Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, hafi verið veglegur starfslokasamningur á kostnað skattgreiðenda. „Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns," segir í yfirlýsingu Ólafar.Ólöf Skaftadóttir, ritstjóri Fréttablaðsins.Yfirlýsing Ólafar Skaftadóttur, ritstjóra Fréttablaðsins í heild:Seðlabankinn stefnir nú blaðamanni Fréttablaðsins fyrir dóm til að freista þess að kæfa umfjöllun hans um launakjör og hlunnindi sem seðlabankastjóri hefur veitt starfsmönnum í efsta lagi bankans. Um er að ræða styrki og laun í námsleyfi meðan þáverandi framkvæmdastjóri gjaldeyriseftirlitsins sótti dýrt nám í Bandaríkjunum sem bankinn greiddi fyrir. Starfsmaðurinn kom ekki aftur til starfa fyrir bankann, þannig að svo virðist sem um hafi verið að ræða veglegan starfslokasamning embættismanns á kostnað skattgreiðenda.Það er bagalegt að fjölmiðlar þurfi að standa undir dýrum málarekstri til að fá upplýsingar sem sannarlega varða almenning fram í dagsljósið. Í þessu tilfelli finnst forsvarsmönnum bankans réttlætanlegt að leita á náðir dómstóla til að forðast skýringu á því að skattgreiðendur borgi háar fjárhæðir fyrir starfslok embættismanns.Fréttablaðið mun halda áfram að fjalla um hvers kyns mál sem kunna upp að koma í Seðlabankanum og varða almenning, þrátt fyrir þöggunartilburði.
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57 Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Fordæma stefnu Seðlabankans á hendur blaðamanni Seðlabanki Íslands hefur stefnt blaðamanni Fréttablaðsins vegna fyrirspurnar hans um innri mál bankans. Blaðamannafélag Íslands segir vinnubrögð Seðlabankans bera keim af leyndarhyggju og kúgunartilburðum. Úrskurðarnefnd upplýsingamála hefur kveðið á um að bankanum beri að afhenda gögnin sem um ræðir. 1. ágúst 2019 17:57
Vinnubrögð SÍ beri keim af kúgunartilburðum Dómsmál Blaðamannafélag Íslands fordæmir fráleita tilraun Seðlabanka Íslands til að þagga niður mál sem tengist launakjörum og hlunnindum sem bankinn veitti þáverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 2. ágúst 2019 06:15