Puma bauð nítján ára strák 1,8 milljarða á ári fyrir skósamning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 17:30 Augu manna verða á Zion Williamson á komandi NBA-tímabili. Getty/Cassy Athena Zion Williamson var valinn fyrstur í nýliðvali NBA-deildarinnar í sumar og hefur gengið frá nýliðasamningi við New Orleans Pelicans. Hann skrifaði líka undir fleiri fréttnæma samninga. Zion Williamson spilaði bara eitt ár með Duke háskólanum en var samt orðin eins stærsta íþróttastjarna Bandaríkjanna þegar kom að nýliðavalinu. Það vissu allir að hann yrði valinn fyrstur enda fastagestur í tilþrifapökkum bandarísku sjónvarpsstöðvanna allan veturinn. Samningur Zion Williamson og New Orleans Pelicans var ekki gerður opinber en hann fær væntanlega um 45 milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning. Flestir voru þó miklu spenntari fyrir öðrum samningi sem Zion skrifaði undir í sumar.The pursuit of Zion to sign a shoe deal resulted in some major money being offered to the No. 1 overall pick https://t.co/DRDmu6383Jpic.twitter.com/S7I5wFq1Qa — NBA on ESPN (@ESPNNBA) August 2, 2019Zion Williamson ætlaði nefnilega líka að skrifa undir nýjan skósamning og þar fékk strákurinn mörg myndarleg tilboð. Zion samdi á endanum við Jordan Brand og talaði þá um að hann vildi alltaf spila í skóm átrúnaðargoðs síns sem var Michael Jordan. Bandarískir miðlar sögðu að Zion hafi samið um að fá 75 milljónir dollara fyrir fimm ára samning sem er met. Þetta er risaupphæð og ekkert sem þarf að kvarta yfir. Það var samt strax vitað þá að Zion hefði getað fengið mun meiri pening fyrir skósamninginn en nú vita menn meira um þær tölur sem var verið að bjóða stráknum. Puma bauð þannig 15 milljónir dollara á ári, 1,8 milljarða í íslenskum krónum, með þriggja milljón dollara bónusgreiðslu í viðbót. Kínverski skóframleiðandinn Li-Ning átti síðan að hafa boðið Zion 19 milljónir dollara á ári eða 2,3 milljarða íslenskra króna.Before starting their NBA careers, both LeBron and Zion raised the bar with their first shoe deals. pic.twitter.com/qKDIZeS6Tl — SportsCenter (@SportsCenter) August 2, 2019 NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Zion Williamson var valinn fyrstur í nýliðvali NBA-deildarinnar í sumar og hefur gengið frá nýliðasamningi við New Orleans Pelicans. Hann skrifaði líka undir fleiri fréttnæma samninga. Zion Williamson spilaði bara eitt ár með Duke háskólanum en var samt orðin eins stærsta íþróttastjarna Bandaríkjanna þegar kom að nýliðavalinu. Það vissu allir að hann yrði valinn fyrstur enda fastagestur í tilþrifapökkum bandarísku sjónvarpsstöðvanna allan veturinn. Samningur Zion Williamson og New Orleans Pelicans var ekki gerður opinber en hann fær væntanlega um 45 milljónir Bandaríkjadala fyrir fjögurra ára samning. Flestir voru þó miklu spenntari fyrir öðrum samningi sem Zion skrifaði undir í sumar.The pursuit of Zion to sign a shoe deal resulted in some major money being offered to the No. 1 overall pick https://t.co/DRDmu6383Jpic.twitter.com/S7I5wFq1Qa — NBA on ESPN (@ESPNNBA) August 2, 2019Zion Williamson ætlaði nefnilega líka að skrifa undir nýjan skósamning og þar fékk strákurinn mörg myndarleg tilboð. Zion samdi á endanum við Jordan Brand og talaði þá um að hann vildi alltaf spila í skóm átrúnaðargoðs síns sem var Michael Jordan. Bandarískir miðlar sögðu að Zion hafi samið um að fá 75 milljónir dollara fyrir fimm ára samning sem er met. Þetta er risaupphæð og ekkert sem þarf að kvarta yfir. Það var samt strax vitað þá að Zion hefði getað fengið mun meiri pening fyrir skósamninginn en nú vita menn meira um þær tölur sem var verið að bjóða stráknum. Puma bauð þannig 15 milljónir dollara á ári, 1,8 milljarða í íslenskum krónum, með þriggja milljón dollara bónusgreiðslu í viðbót. Kínverski skóframleiðandinn Li-Ning átti síðan að hafa boðið Zion 19 milljónir dollara á ári eða 2,3 milljarða íslenskra króna.Before starting their NBA careers, both LeBron and Zion raised the bar with their first shoe deals. pic.twitter.com/qKDIZeS6Tl — SportsCenter (@SportsCenter) August 2, 2019
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira