Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2019 16:51 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna Vísir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir álagningu sendingargjalda á erlendar sendingar og segir gjaldtöku Póstsins setja öðrum ríkisfyrirtækjum slæmt fordæmi. Rætt var við Breka um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði Breki samtökin hafa efasemdir um það að gjaldtakan standist EES-samninginn. Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. Gjaldinu var ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga og bæta rekstrarstöðu Póstsins. Neytendasamtökin gagnrýndu gjaldtökuna „Þegar þessi lög voru sett þá sendu Neytendasamtökin inn umsögn þar sem við gagnrýndum þetta harðlega. Reyndar í undirbúningi laganna og meðferð nefndarinnar þá stóðum við allavega alltaf í þeirri meiningu að þetta ætti bara við um sendingar frá Kína,“ sagði Breki en að endingu var gjaldið bæði lagt á sendingar sem eiga uppruna sinn utan og innan Evrópu. „Í dag sendum við fyrirspurn til Íslandspósts þar sem við báðum um greiningu á því hvert tap þeirra væri af þessum sendingum eftir löndum, því að eitt af því sem við gagnrýndum á sínum tíma var einmitt þetta að það liggur ekki fyrir nein greining á því hvar þetta meinta tap á sér stað. Þegar það liggur ekkert fyrir þá er þetta í rauninni bara eins og opinn tékki og setur alveg ákaflega slæmt fordæmi í rekstri ríkisfyrirtækja, að fyrirtæki geti þá bara með óskilgreindu tapi varpað kostnaði yfir á herðar neytenda.“ Breki sagði jafnframt að samtökin telji að gjaldtakan gæti mögulega verið ólögmæt: „Við reyndar höfum líka efasemdir um að þetta hreinlega standist EES samninginn, þ.e.a.s. að þetta séu þá ákveðnar tæknilegar viðskiptahömlur gegn erlendum verslunum. Ein af röksemdunum fyrir þessum lögum og þessari gjaldtökuheimild var einmitt að vernda íslenska verslun. Þá erum við að tala um í raun og veru ígildi tollamúra.“ Breki sagði að neytendur þyrftu svo alltaf að borga brúsann á endanum. Íslandspóstur Neytendur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir álagningu sendingargjalda á erlendar sendingar og segir gjaldtöku Póstsins setja öðrum ríkisfyrirtækjum slæmt fordæmi. Rætt var við Breka um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði Breki samtökin hafa efasemdir um það að gjaldtakan standist EES-samninginn. Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. Gjaldinu var ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga og bæta rekstrarstöðu Póstsins. Neytendasamtökin gagnrýndu gjaldtökuna „Þegar þessi lög voru sett þá sendu Neytendasamtökin inn umsögn þar sem við gagnrýndum þetta harðlega. Reyndar í undirbúningi laganna og meðferð nefndarinnar þá stóðum við allavega alltaf í þeirri meiningu að þetta ætti bara við um sendingar frá Kína,“ sagði Breki en að endingu var gjaldið bæði lagt á sendingar sem eiga uppruna sinn utan og innan Evrópu. „Í dag sendum við fyrirspurn til Íslandspósts þar sem við báðum um greiningu á því hvert tap þeirra væri af þessum sendingum eftir löndum, því að eitt af því sem við gagnrýndum á sínum tíma var einmitt þetta að það liggur ekki fyrir nein greining á því hvar þetta meinta tap á sér stað. Þegar það liggur ekkert fyrir þá er þetta í rauninni bara eins og opinn tékki og setur alveg ákaflega slæmt fordæmi í rekstri ríkisfyrirtækja, að fyrirtæki geti þá bara með óskilgreindu tapi varpað kostnaði yfir á herðar neytenda.“ Breki sagði jafnframt að samtökin telji að gjaldtakan gæti mögulega verið ólögmæt: „Við reyndar höfum líka efasemdir um að þetta hreinlega standist EES samninginn, þ.e.a.s. að þetta séu þá ákveðnar tæknilegar viðskiptahömlur gegn erlendum verslunum. Ein af röksemdunum fyrir þessum lögum og þessari gjaldtökuheimild var einmitt að vernda íslenska verslun. Þá erum við að tala um í raun og veru ígildi tollamúra.“ Breki sagði að neytendur þyrftu svo alltaf að borga brúsann á endanum.
Íslandspóstur Neytendur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50
Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18
Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00