Efast um að gjöld Póstsins á erlendar sendingar standist EES-samninginn Eiður Þór Árnason skrifar 2. ágúst 2019 16:51 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna Vísir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir álagningu sendingargjalda á erlendar sendingar og segir gjaldtöku Póstsins setja öðrum ríkisfyrirtækjum slæmt fordæmi. Rætt var við Breka um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði Breki samtökin hafa efasemdir um það að gjaldtakan standist EES-samninginn. Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. Gjaldinu var ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga og bæta rekstrarstöðu Póstsins. Neytendasamtökin gagnrýndu gjaldtökuna „Þegar þessi lög voru sett þá sendu Neytendasamtökin inn umsögn þar sem við gagnrýndum þetta harðlega. Reyndar í undirbúningi laganna og meðferð nefndarinnar þá stóðum við allavega alltaf í þeirri meiningu að þetta ætti bara við um sendingar frá Kína,“ sagði Breki en að endingu var gjaldið bæði lagt á sendingar sem eiga uppruna sinn utan og innan Evrópu. „Í dag sendum við fyrirspurn til Íslandspósts þar sem við báðum um greiningu á því hvert tap þeirra væri af þessum sendingum eftir löndum, því að eitt af því sem við gagnrýndum á sínum tíma var einmitt þetta að það liggur ekki fyrir nein greining á því hvar þetta meinta tap á sér stað. Þegar það liggur ekkert fyrir þá er þetta í rauninni bara eins og opinn tékki og setur alveg ákaflega slæmt fordæmi í rekstri ríkisfyrirtækja, að fyrirtæki geti þá bara með óskilgreindu tapi varpað kostnaði yfir á herðar neytenda.“ Breki sagði jafnframt að samtökin telji að gjaldtakan gæti mögulega verið ólögmæt: „Við reyndar höfum líka efasemdir um að þetta hreinlega standist EES samninginn, þ.e.a.s. að þetta séu þá ákveðnar tæknilegar viðskiptahömlur gegn erlendum verslunum. Ein af röksemdunum fyrir þessum lögum og þessari gjaldtökuheimild var einmitt að vernda íslenska verslun. Þá erum við að tala um í raun og veru ígildi tollamúra.“ Breki sagði að neytendur þyrftu svo alltaf að borga brúsann á endanum. Íslandspóstur Neytendur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, gagnrýnir álagningu sendingargjalda á erlendar sendingar og segir gjaldtöku Póstsins setja öðrum ríkisfyrirtækjum slæmt fordæmi. Rætt var við Breka um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær og sagði Breki samtökin hafa efasemdir um það að gjaldtakan standist EES-samninginn. Frá og með 3. júní síðastliðnum hefur svokallað sendingargjald verið innheimt af Póstinum vegna sendinga frá útlöndum. Nýja gjaldið, sem lagðist ofan á önnur innflutningsgjöld, var lagt á erlendar sendingar í kjölfar þess að Alþingi samþykkti viðauka við póstlög sem heimilaði gjaldtökuna. Gjaldinu var ætlað að standa undir kostnaði við dreifingu erlendra sendinga og bæta rekstrarstöðu Póstsins. Neytendasamtökin gagnrýndu gjaldtökuna „Þegar þessi lög voru sett þá sendu Neytendasamtökin inn umsögn þar sem við gagnrýndum þetta harðlega. Reyndar í undirbúningi laganna og meðferð nefndarinnar þá stóðum við allavega alltaf í þeirri meiningu að þetta ætti bara við um sendingar frá Kína,“ sagði Breki en að endingu var gjaldið bæði lagt á sendingar sem eiga uppruna sinn utan og innan Evrópu. „Í dag sendum við fyrirspurn til Íslandspósts þar sem við báðum um greiningu á því hvert tap þeirra væri af þessum sendingum eftir löndum, því að eitt af því sem við gagnrýndum á sínum tíma var einmitt þetta að það liggur ekki fyrir nein greining á því hvar þetta meinta tap á sér stað. Þegar það liggur ekkert fyrir þá er þetta í rauninni bara eins og opinn tékki og setur alveg ákaflega slæmt fordæmi í rekstri ríkisfyrirtækja, að fyrirtæki geti þá bara með óskilgreindu tapi varpað kostnaði yfir á herðar neytenda.“ Breki sagði jafnframt að samtökin telji að gjaldtakan gæti mögulega verið ólögmæt: „Við reyndar höfum líka efasemdir um að þetta hreinlega standist EES samninginn, þ.e.a.s. að þetta séu þá ákveðnar tæknilegar viðskiptahömlur gegn erlendum verslunum. Ein af röksemdunum fyrir þessum lögum og þessari gjaldtökuheimild var einmitt að vernda íslenska verslun. Þá erum við að tala um í raun og veru ígildi tollamúra.“ Breki sagði að neytendur þyrftu svo alltaf að borga brúsann á endanum.
Íslandspóstur Neytendur Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50 Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18 Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45 Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Nýr forstöðumaður hjá Póstinum Georg Haraldsson mun taka við starfi forstöðumanns Stafrænnar þjónustu hjá Íslandspósti í lok sumars, en hann mun stýra þróun og stefnumörkun á stafrænum þjónustuleiðum fyrirtækisins. 15. júlí 2019 10:50
Byrja að innheimta allt að 600 króna sendingargjald 3. júní Frá og með 3. júní næstkomandi mun svokallað sendingargjald verða innheimt af sendingum frá útlöndum. 17. maí 2019 15:18
Flýta frumvarpi um erlendar sendingar Frumvarpi um erlendar póstsendingar er flýtt í gegnum Alþingi til að reyna að stöðva tap Íslandspósts. Umsagnaraðilar gera alvarlegar athugasemdir við frumvarpið. 13. apríl 2019 07:45
Pósturinn fái ekki lán og neyðarláni breytt í hlutafé Rekstrarvandi Íslandspósts er talinn of alvarlegur til að unnt sé að leysa hann með frekari lánveitingum. 14. mars 2019 09:00