Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 23:28 Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. Vísir/Sunna Sæmundsdóttir „Ástandið er svart. Þeir eru bara svo margir komnir svo langt og búið að fjara svo mikið undan þeim.“ Þetta segir Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis í Garði í samtali við fréttastofu en hann er staddur ásamt fjölda björgunarsveitarmanna og lögreglu við Útskálakirkju í Garði. Unnið er að því að reyna að bjarga lífi um fimmtíu grindhvala sem óttast er að gætu strandað í fjörunni. Heimamenn hafa hjálpað til við björgunaraðgerðir en Ingólfur segir að þegar búið væri að ná nokkrum hvölum á flot biðu þeir eftir hinum og lentu aftur í vandræðum. „Þeir bíða eftir restinni af fjölskyldunni og þá fjarar bara undan þeim,“ útskýrir Ingólfur. Ingólfur segir að sjávarlíffræðingur hefði sagt að ekki væri ráðlegt að hreyfa mikið við þeim þótt gott væri að bleyta þá. Því hafi björgunarsveitarmenn gripið til þess ráðs að biðja almenning og fjölmiðla um að yfirgefa fjörunna. Sýkingarhætta sé af dýrunum og sjórinn orðinn rauður af blóði. Verið er að koma með stjórnstöðvarbíl úr Reykjavík fyrir aðgerðarstjórn á staðinn og ljóst er að björgunaraðgerðirnar muni að minnsta kosti standa fram á morgun. „Það nýjasta er að við erum að fá meiri mannskap á staðinn. Alls staðar frá höfuðborginni. Það eru margir í burtu þannig að það þarf að kalla út margar sveitir.“ Björgunarsveitir á Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld vegna hvalavöðu í vandræðum. Hann segist ekki bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvað er hægt að halda lífinu í þeim lengi“. Uppfært klukkan 00:08. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður okkar á vettvangi, segir að björgunarsveitirnar hefðu allar mætt laust fyrir miðnætti og nú væru björgunarsveitarmenn í óða önn að reyna að bleyta dýrin og nota til þess teppi og tuskur og hella vatsfötum yfir dýrin. Markmiðið er að halda hvölunum rökum í alla nótt en hækkun verður ekki á yfirborði sjávar fyrr en í fyrramálið. Heimamenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðunum í fjörunni fyrr í kvöld þurfa að vera vakandi fyrir einkennum á borð við roða í augum og kláða því sýkingarhætta er af dýrunum. Kalla þurfti út björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sunna SæmundsdóttirLjóst er að björgunaraðgerðir munu standa yfir langt fram á nótt.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
„Ástandið er svart. Þeir eru bara svo margir komnir svo langt og búið að fjara svo mikið undan þeim.“ Þetta segir Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis í Garði í samtali við fréttastofu en hann er staddur ásamt fjölda björgunarsveitarmanna og lögreglu við Útskálakirkju í Garði. Unnið er að því að reyna að bjarga lífi um fimmtíu grindhvala sem óttast er að gætu strandað í fjörunni. Heimamenn hafa hjálpað til við björgunaraðgerðir en Ingólfur segir að þegar búið væri að ná nokkrum hvölum á flot biðu þeir eftir hinum og lentu aftur í vandræðum. „Þeir bíða eftir restinni af fjölskyldunni og þá fjarar bara undan þeim,“ útskýrir Ingólfur. Ingólfur segir að sjávarlíffræðingur hefði sagt að ekki væri ráðlegt að hreyfa mikið við þeim þótt gott væri að bleyta þá. Því hafi björgunarsveitarmenn gripið til þess ráðs að biðja almenning og fjölmiðla um að yfirgefa fjörunna. Sýkingarhætta sé af dýrunum og sjórinn orðinn rauður af blóði. Verið er að koma með stjórnstöðvarbíl úr Reykjavík fyrir aðgerðarstjórn á staðinn og ljóst er að björgunaraðgerðirnar muni að minnsta kosti standa fram á morgun. „Það nýjasta er að við erum að fá meiri mannskap á staðinn. Alls staðar frá höfuðborginni. Það eru margir í burtu þannig að það þarf að kalla út margar sveitir.“ Björgunarsveitir á Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld vegna hvalavöðu í vandræðum. Hann segist ekki bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvað er hægt að halda lífinu í þeim lengi“. Uppfært klukkan 00:08. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður okkar á vettvangi, segir að björgunarsveitirnar hefðu allar mætt laust fyrir miðnætti og nú væru björgunarsveitarmenn í óða önn að reyna að bleyta dýrin og nota til þess teppi og tuskur og hella vatsfötum yfir dýrin. Markmiðið er að halda hvölunum rökum í alla nótt en hækkun verður ekki á yfirborði sjávar fyrr en í fyrramálið. Heimamenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðunum í fjörunni fyrr í kvöld þurfa að vera vakandi fyrir einkennum á borð við roða í augum og kláða því sýkingarhætta er af dýrunum. Kalla þurfti út björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sunna SæmundsdóttirLjóst er að björgunaraðgerðir munu standa yfir langt fram á nótt.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir
Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21