Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 23:28 Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. Vísir/Sunna Sæmundsdóttir „Ástandið er svart. Þeir eru bara svo margir komnir svo langt og búið að fjara svo mikið undan þeim.“ Þetta segir Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis í Garði í samtali við fréttastofu en hann er staddur ásamt fjölda björgunarsveitarmanna og lögreglu við Útskálakirkju í Garði. Unnið er að því að reyna að bjarga lífi um fimmtíu grindhvala sem óttast er að gætu strandað í fjörunni. Heimamenn hafa hjálpað til við björgunaraðgerðir en Ingólfur segir að þegar búið væri að ná nokkrum hvölum á flot biðu þeir eftir hinum og lentu aftur í vandræðum. „Þeir bíða eftir restinni af fjölskyldunni og þá fjarar bara undan þeim,“ útskýrir Ingólfur. Ingólfur segir að sjávarlíffræðingur hefði sagt að ekki væri ráðlegt að hreyfa mikið við þeim þótt gott væri að bleyta þá. Því hafi björgunarsveitarmenn gripið til þess ráðs að biðja almenning og fjölmiðla um að yfirgefa fjörunna. Sýkingarhætta sé af dýrunum og sjórinn orðinn rauður af blóði. Verið er að koma með stjórnstöðvarbíl úr Reykjavík fyrir aðgerðarstjórn á staðinn og ljóst er að björgunaraðgerðirnar muni að minnsta kosti standa fram á morgun. „Það nýjasta er að við erum að fá meiri mannskap á staðinn. Alls staðar frá höfuðborginni. Það eru margir í burtu þannig að það þarf að kalla út margar sveitir.“ Björgunarsveitir á Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld vegna hvalavöðu í vandræðum. Hann segist ekki bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvað er hægt að halda lífinu í þeim lengi“. Uppfært klukkan 00:08. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður okkar á vettvangi, segir að björgunarsveitirnar hefðu allar mætt laust fyrir miðnætti og nú væru björgunarsveitarmenn í óða önn að reyna að bleyta dýrin og nota til þess teppi og tuskur og hella vatsfötum yfir dýrin. Markmiðið er að halda hvölunum rökum í alla nótt en hækkun verður ekki á yfirborði sjávar fyrr en í fyrramálið. Heimamenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðunum í fjörunni fyrr í kvöld þurfa að vera vakandi fyrir einkennum á borð við roða í augum og kláða því sýkingarhætta er af dýrunum. Kalla þurfti út björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sunna SæmundsdóttirLjóst er að björgunaraðgerðir munu standa yfir langt fram á nótt.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Ástandið er svart. Þeir eru bara svo margir komnir svo langt og búið að fjara svo mikið undan þeim.“ Þetta segir Ingólfur Einar Sigurjónsson, formaður björgunarsveitarinnar Ægis í Garði í samtali við fréttastofu en hann er staddur ásamt fjölda björgunarsveitarmanna og lögreglu við Útskálakirkju í Garði. Unnið er að því að reyna að bjarga lífi um fimmtíu grindhvala sem óttast er að gætu strandað í fjörunni. Heimamenn hafa hjálpað til við björgunaraðgerðir en Ingólfur segir að þegar búið væri að ná nokkrum hvölum á flot biðu þeir eftir hinum og lentu aftur í vandræðum. „Þeir bíða eftir restinni af fjölskyldunni og þá fjarar bara undan þeim,“ útskýrir Ingólfur. Ingólfur segir að sjávarlíffræðingur hefði sagt að ekki væri ráðlegt að hreyfa mikið við þeim þótt gott væri að bleyta þá. Því hafi björgunarsveitarmenn gripið til þess ráðs að biðja almenning og fjölmiðla um að yfirgefa fjörunna. Sýkingarhætta sé af dýrunum og sjórinn orðinn rauður af blóði. Verið er að koma með stjórnstöðvarbíl úr Reykjavík fyrir aðgerðarstjórn á staðinn og ljóst er að björgunaraðgerðirnar muni að minnsta kosti standa fram á morgun. „Það nýjasta er að við erum að fá meiri mannskap á staðinn. Alls staðar frá höfuðborginni. Það eru margir í burtu þannig að það þarf að kalla út margar sveitir.“ Björgunarsveitir á Suðurnesjum og frá höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út á tíunda tímanum í kvöld vegna hvalavöðu í vandræðum. Hann segist ekki bjartsýnn á framhaldið. „Ég veit ekki hvað er hægt að halda lífinu í þeim lengi“. Uppfært klukkan 00:08. Sunna Sæmundsdóttir, fréttamaður okkar á vettvangi, segir að björgunarsveitirnar hefðu allar mætt laust fyrir miðnætti og nú væru björgunarsveitarmenn í óða önn að reyna að bleyta dýrin og nota til þess teppi og tuskur og hella vatsfötum yfir dýrin. Markmiðið er að halda hvölunum rökum í alla nótt en hækkun verður ekki á yfirborði sjávar fyrr en í fyrramálið. Heimamenn sem tóku þátt í björgunaraðgerðunum í fjörunni fyrr í kvöld þurfa að vera vakandi fyrir einkennum á borð við roða í augum og kláða því sýkingarhætta er af dýrunum. Kalla þurfti út björgunarsveitir frá höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sunna SæmundsdóttirLjóst er að björgunaraðgerðir munu standa yfir langt fram á nótt.Vísir/Sunna Sæmundsdóttir
Björgunarsveitir Dýr Suðurnesjabær Tengdar fréttir Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21