Tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem hægt var að bjarga Birgir Olgeirsson skrifar 3. ágúst 2019 08:09 Frá aðgerðum í gærkvöldi. Vísir/Sunna Sæmundsdóttir Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði í gærkvöldi. Um fimmtíu hvalir strönduðu þar í gærkvöldi og tókst að losa nokkra strax í gærkvöldi en björgunarsveitarmenn voru hjá þeim hvölum sem sátu fastir í nótt á meðan beðið var eftir flóði í morgunsárið. Það byrjaði að flæða að um klukkan sex í morgun og var háflóð rétt fyrir klukkan átta í morgun. Þegar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, heyrði í viðbragðsaðilum á vettvangi í morgun hafði tekist að bjarga um helmingi þeirra hvala sem sátu fastir. Aðstoða þurfti einhverja til að ná áttum þegar tekist hafði að losa þá. Þeir sem enn sitja fastir munu vafalaust vera það þangað til byrjar að fjara út og verður staðan þá nokkuð endanleg fyrir þá að sögn Davíðs. Óttast var að margir hvalirnir sem sátu fastir myndu ekki lifa nóttina af en björgunarsveitarmenn lögðu sig fram við að halda þeim rökum með blautum teppum og tuskum ásamt því að hella vatni yfir þá úr fötum. Björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu stóðu vaktina í nótt en um sex leytið voru nokkrir hópar til viðbótar kallaðir út til að hjálpa til við að ýta hvölunum út. Staðan rétt fyrir klukkan átta í morgun var því sú að búið var að koma öllum þeim hvölum sem hægt var að bjarga á sund. Er stefnt að því að björgunarsveitarmenn á vettvangi fari að ganga frá á vettvangi og halda til síns heima. „Þetta hefur gengið vel þó þetta sé alveg hörmulegt að horfa upp á hvalina sem voru þarna,“ segir Davíð. Björgunarsveitir Dýr Lögreglumál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. 2. ágúst 2019 23:28 Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um helmingi þeirra hvala sem strönduðu í fjörunni við Útskálakirkju í Garði í gærkvöldi. Um fimmtíu hvalir strönduðu þar í gærkvöldi og tókst að losa nokkra strax í gærkvöldi en björgunarsveitarmenn voru hjá þeim hvölum sem sátu fastir í nótt á meðan beðið var eftir flóði í morgunsárið. Það byrjaði að flæða að um klukkan sex í morgun og var háflóð rétt fyrir klukkan átta í morgun. Þegar Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, heyrði í viðbragðsaðilum á vettvangi í morgun hafði tekist að bjarga um helmingi þeirra hvala sem sátu fastir. Aðstoða þurfti einhverja til að ná áttum þegar tekist hafði að losa þá. Þeir sem enn sitja fastir munu vafalaust vera það þangað til byrjar að fjara út og verður staðan þá nokkuð endanleg fyrir þá að sögn Davíðs. Óttast var að margir hvalirnir sem sátu fastir myndu ekki lifa nóttina af en björgunarsveitarmenn lögðu sig fram við að halda þeim rökum með blautum teppum og tuskum ásamt því að hella vatni yfir þá úr fötum. Björgunarsveitarmenn frá Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu stóðu vaktina í nótt en um sex leytið voru nokkrir hópar til viðbótar kallaðir út til að hjálpa til við að ýta hvölunum út. Staðan rétt fyrir klukkan átta í morgun var því sú að búið var að koma öllum þeim hvölum sem hægt var að bjarga á sund. Er stefnt að því að björgunarsveitarmenn á vettvangi fari að ganga frá á vettvangi og halda til síns heima. „Þetta hefur gengið vel þó þetta sé alveg hörmulegt að horfa upp á hvalina sem voru þarna,“ segir Davíð.
Björgunarsveitir Dýr Lögreglumál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. 2. ágúst 2019 23:28 Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Sjá meira
Reyna að bjarga fimmtíu hvölum: „Ástandið er svart“ Björgunarsveitarmenn eru í kapphlaupi við tímann og reyna að bjarga fimmtíu hvölum. 2. ágúst 2019 23:28
Hvalavaða í vandræðum við Útskálakirkju í Garði Talið er að fimmtíu hvalir séu í hvalavöðunni sem er komin ansi nærri landi og jafnvel talið að einhverjir séu strand. 2. ágúst 2019 22:21
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent