Sport

Björgvin Karl í góðum málum fyrir lokadaginn

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson.
Björgvin Karl Guðmundsson. Mynd/Instagram/bk_gudmundsson
Björgvin Karl Guðmundsson situr í 3. sæti eftir þriðja keppnisdag á heimsleikunum í CrossFit. Hann er því í góðri stöðu fyrir fjórða og síðasta keppnisdag sem fram fer á morgun. 

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 5. sæti eftir daginn og Þuríður Erla Helgadóttir er í 9. sæti.

Enn er ekkert búið að tilkynna hvaða æfingar verða á morgun eða hversu margar. Því er ekkert hægt að segja til um það hvernig þetta gæti farið og allt opið eins og er. Ef Katrín Tanja á góðan dag á morgun þá gæti vel farið svo að hún endi á verðlaunapalli. 

Vísir er með beina textalýsingu sem og beina útsendingu frá leikunum en þeir eru einnig sýndir á Stöð 2 Sport 3. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×