Sport

Svona lítur síðasti dagurinn út á heimsleikunum í CrossFit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín Tanja verður í eldlínunni í dag.
Katrín Tanja verður í eldlínunni í dag. MYND/TWITTER
Síðasti dagurinn á heimsleikunum í CrossFit fer fram í dag en leikarnir fara fram í í Madison, höfuðborg Wisconsin-fylkis í Bandaríkjunum.

Björgvin Karl Guðmundsson er í þriðja sætinu fyrir síðasta daginn, Katrín Tanja Davíðsdóttir í því fimmta og Þuríður Erla Helgadóttir í því níunda.

Keppni dagsins hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma og í morgun var tilkynnt að þrjár æfingar verða á dagskránni í dag.

Fyrsta æfingin verður tilkynnt klukkan 14.00, æfing tvö klukkan 17.00 og sú þriðja og síðasta klukkan 19.15. Æfingarnar má sjá með því að smella hér.

Reiknað er með að leikunum ljúki upp úr klukkan 21.30 og þá verður skorið úr hver stendur uppi sem sigurvegari.

Fylgst verður með leikunum í beinni útsendingu á Vísi sem og Stöð 2 Sport 3 en íslensku keppendurnir eru klárir í slaginn ef marka má Instagram-færslur þeirra.



 
 
 
View this post on Instagram
Fighting with everything I got.  One last day. Let’s go. xxx // Video: @nobullproject

A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 3, 2019 at 6:12pm PDT





 
 
 
View this post on Instagram
Thank you for all the support LET’S GO DAY 4 #smallbutmighty #crossfitgames

A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) on Aug 3, 2019 at 7:42pm PDT






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×