Fótbolti

Þriðji sigur Arnórs og Harðar í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin og félagar í vörn CSKA Moskvu hafa haldið hreinu í síðustu tveimur deildarleikjum.
Hörður Björgvin og félagar í vörn CSKA Moskvu hafa haldið hreinu í síðustu tveimur deildarleikjum. vísir/getty
CSKA Moskva lagði Rubin Kazan að velli, 0-1, í 4. umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar í dag.

Þetta var þriðji sigur CSKA Moskvu í röð. Liðið er í 2. sæti deildarinnar með níu stig, einu stigi á eftir toppliði Zenit.

Að venju voru Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon í byrjunarliði CSKA Moskvu. Arnór var tekinn af velli á 68. mínútu en Hörður Björgvin lék allan leikinn.

Fedor Chalov skoraði eina mark leiksins fjórum mínútum fyrir hálfleik. Hann skoraði einnig sigurmark CSKA gegn Lokomotiv í Moskvuslag um síðustu helgi.

Viðar Örn Kjartansson lék allan tímann í framlínu Rubin Kazan. Hann skoraði sigurmark liðsins gegn Akhmat Grozny í síðustu umferð.

Rubin Kazan er í 8. sæti deildarinnar með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×