Júlímánuður 2019 mældist sá heitasti í sögunni, frá því að mælingar hófust, að því er kemur fram á vef loftslagsstofnunar Evrópusambandsins.
Þar kemur fram að allir mánuðir ársins 2019 hafa verið með þeim heitari í sögunni. Meðalhiti júlímánaðar í ár er 0,04 gráðum hærri en fyrra met sem er frá árinu 2016.
Hitamet voru slegin í fjölda borga í Evrópu í sumar. Þá hefur hitinn norðan við heimskautsbaug verið óvenju hár í ár. Um 160 milljarðar tonna af yfirborðsíss Grænlandsjökuls bráðnaði í síðasta mánuði.
Árin 2015 til 2018 séu þau heitustu í sögunni frá upphafi mælinga og stefnir allt í að árið 2019 muni koma til með að slá þau met.
Vísindamaður sagði á vef CNN að það sé ekki vísindalega sannað að hlýnunin stafi af loftslagsbreytingum. Hlýnunin sé hins vegar raunveruleg og mun koma til með að versna í framtíðinni verði ekki gripið til róttækra aðgerða. Tíminn sé að renna út.
Júlí heitastur frá upphafi mælinga
Gígja Hilmarsdóttir skrifar
