Sjálfstæðismenn safna undirskriftum gegn 3. orkupakkanum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 11:47 Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. Vísir/Hanna „Þetta snýst í raun og veru bara um það að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu innan flokksins um það hvort þetta sé vilji flokksmanna eða ekki.“ Þetta segir Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, sem hratt af stað undirskriftasöfnun í morgun á meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna á landinu þar sem þess er krafist að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins efni til atkvæðagreiðslu innan flokksins um þriðja orkupakkann. Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. Þó verða að minnsta kosti 300 félagsmenn sem skrifa nafn sitt við beiðnina að koma úr hverju kjördæmi. „Ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum að það hefur verið talsverð óánægja og óeining innan flokksins um þetta mál. Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Kári í samtali við fréttastofu. „Innleiðing þriðja orkupakkans sem fyrirhuguð er af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur þegar leitt til harðra deilna innan Sjálfstæðisflokksins, enda ríkir um málið mikil og djúpstæð óeining í okkar röðum. Hér er ætlunin að safna tilskildum fjölda undirskrifta og knýja með því fram atkvæðagreiðslu um málið,“ segir í lýsingu á undirskriftasöfnuninni. Aðspurður hvaða tilfinningu hann hafi fyrir því hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði svarar Jón Kári: „Ég skal segja þér bara alveg eins og er. Ég hef í sjálfu sér enga tilfinningu fyrir því aðra en þá að ég finn fyrir ofboðslega miklum stuðningi nú strax í þessari svokölluðu grasrót en ég svo sem veit ekki hver útkoman verður. Þetta er rétt að fara af stað.“Þú vilt fá að vita hver afstaða flokksins er í raun og veru en ertu ekki að bíða eftir einhverri tiltekinni niðurstöðu?„Auðvitað geri ég mér vonir um að þetta gangi vel, þessari kosningar fari fram og orkupakkanum verði hafnað. Til þess eru refirnir skornir.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Átök fylgja pólitík Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri fólgin í þrengri stöðu ferðaþjónustunnar eftir fallWOW air. Hún segir Reykjavíkurbréfin ekki hafa mikil áhrif á sig. 13. júlí 2019 09:00 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
„Þetta snýst í raun og veru bara um það að ná fram lýðræðislegri niðurstöðu innan flokksins um það hvort þetta sé vilji flokksmanna eða ekki.“ Þetta segir Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi, sem hratt af stað undirskriftasöfnun í morgun á meðal flokksbundinna Sjálfstæðismanna á landinu þar sem þess er krafist að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins efni til atkvæðagreiðslu innan flokksins um þriðja orkupakkann. Með framtakinu nýtir Jón Kári sér 6. grein skipulagsreglna flokksins sem kveður á um að miðstjórn Sjálfstæðisflokksins skuli boða til atkvæðagreiðslu ef að minnsta kosti fimm þúsund flokksbundnir félagar óska eftir því. Þó verða að minnsta kosti 300 félagsmenn sem skrifa nafn sitt við beiðnina að koma úr hverju kjördæmi. „Ég held að það hafi ekki farið fram hjá neinum að það hefur verið talsverð óánægja og óeining innan flokksins um þetta mál. Það liggur í augum uppi,“ segir Jón Kári í samtali við fréttastofu. „Innleiðing þriðja orkupakkans sem fyrirhuguð er af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur þegar leitt til harðra deilna innan Sjálfstæðisflokksins, enda ríkir um málið mikil og djúpstæð óeining í okkar röðum. Hér er ætlunin að safna tilskildum fjölda undirskrifta og knýja með því fram atkvæðagreiðslu um málið,“ segir í lýsingu á undirskriftasöfnuninni. Aðspurður hvaða tilfinningu hann hafi fyrir því hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar yrði svarar Jón Kári: „Ég skal segja þér bara alveg eins og er. Ég hef í sjálfu sér enga tilfinningu fyrir því aðra en þá að ég finn fyrir ofboðslega miklum stuðningi nú strax í þessari svokölluðu grasrót en ég svo sem veit ekki hver útkoman verður. Þetta er rétt að fara af stað.“Þú vilt fá að vita hver afstaða flokksins er í raun og veru en ertu ekki að bíða eftir einhverri tiltekinni niðurstöðu?„Auðvitað geri ég mér vonir um að þetta gangi vel, þessari kosningar fari fram og orkupakkanum verði hafnað. Til þess eru refirnir skornir.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Átök fylgja pólitík Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri fólgin í þrengri stöðu ferðaþjónustunnar eftir fallWOW air. Hún segir Reykjavíkurbréfin ekki hafa mikil áhrif á sig. 13. júlí 2019 09:00 Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Átök fylgja pólitík Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir tækifæri fólgin í þrengri stöðu ferðaþjónustunnar eftir fallWOW air. Hún segir Reykjavíkurbréfin ekki hafa mikil áhrif á sig. 13. júlí 2019 09:00
Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur funda um þinglok Þeir Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hafa í morgun fundað um þinglok. 18. júní 2019 11:13