Líklegt að önnur bílaumboð eigi eftir að fylgja eftir með betri fjármögnunarleiðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. ágúst 2019 12:30 Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Vísir/Vilhelm Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að ný fjármögnunarleið eigi eftir að glæða markaðinn en áréttar að fólk kynni sér lánakjör vel. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um þrjátíu og átta prósent frá síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Bílagreinasambandinu. Óðinn Valdimarsson, verkefnastjóri segir þó að hafa verði í huga að síðasta ár, og ári tvö þar á undan hafi verið þau stærstu í bílasölusögunni. Í Morgunblaðinu í morgun er greint frá því að bílaumboðið BL muni bjóða viðskiptavinum sínum bílafjármögnun sem sé um helmingi ódýrari en hagstæðustu bílalán á markaðinum í dag. Frá morgundeginum stendur til boða að taka lán á föstum þriggja komma níutíu og fimm prósenta, óverðtryggðum vöxtum. Þá verða heldur engin lántökugjöld innheimt. Óðinn segir fjármögnunarleiðina ekki nýja af nálinni. „Það er í mörg ár búið að vera í boði til dæmis bílalán með núll prósent vöxtum sem byrjuðu árið 2014 og mörg bílaupboð tóku upp og sumir enn þá með en önnur ekki. Þetta er í sjálfu sér eitthvað sem var viðbúið í þessu samkeppnisumhverfi sem við erum í og er á bílamarkaðnum, segir Óðinn.Telur þú að önnur umboð eigi eftir að fylgja eftir? „Ég hef engar upplýsingar um það en mér þætti líklegt að einhver umboð mundu líkja eftir þessu að einhverju leiti allavega. Það er það sem gerðir 2014 þegar vaxtalausu lánin komu,“ segir Óðinn.Mun hafa áhrif á markaðinn Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag Íslenskra bifreiðaeigenda segir að boðuð fjármögnunarleið eigi eftir að hafa töluverð áhrif á markaðinn. „Við sjáum það að vextir á bílánum eru að lækka verulega með þessu útspili BL, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Lykil. Það er reyndar eitt sem að fólk verður að hafa í huga ef það er í bílahugleiðingum en það er að í nokkurn veginn öllum tilvikum fær fólk einhverskonar staðgreiðsluafslátt ef það hefur fjármagnið í höndunum en það er ekki í boði ef þú tekur svona lán. Engu að síður eru þetta betri kjör en hafa boðist fram að þessu,“ segir Runólfur. Runólfur segir ekki óalgengt að bílasalar bjóði 5-6% afslátt af bíl sem sé staðgreiddur. „Ef þú ert að tala um tíu milljón króna bíl, þá ert þú að tala um fimm til sex hundruð þúsund krónur og þarna stendur ekkert lántökugjald, þannig að þetta er svolítið dýrt lántökugjald ef þú hugsar að út frá því,“ segir Runólfur. Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um tæp fjörutíu prósent frá síðasta ári. Formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda telur að ný fjármögnunarleið eigi eftir að glæða markaðinn en áréttar að fólk kynni sér lánakjör vel. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman um þrjátíu og átta prósent frá síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Bílagreinasambandinu. Óðinn Valdimarsson, verkefnastjóri segir þó að hafa verði í huga að síðasta ár, og ári tvö þar á undan hafi verið þau stærstu í bílasölusögunni. Í Morgunblaðinu í morgun er greint frá því að bílaumboðið BL muni bjóða viðskiptavinum sínum bílafjármögnun sem sé um helmingi ódýrari en hagstæðustu bílalán á markaðinum í dag. Frá morgundeginum stendur til boða að taka lán á föstum þriggja komma níutíu og fimm prósenta, óverðtryggðum vöxtum. Þá verða heldur engin lántökugjöld innheimt. Óðinn segir fjármögnunarleiðina ekki nýja af nálinni. „Það er í mörg ár búið að vera í boði til dæmis bílalán með núll prósent vöxtum sem byrjuðu árið 2014 og mörg bílaupboð tóku upp og sumir enn þá með en önnur ekki. Þetta er í sjálfu sér eitthvað sem var viðbúið í þessu samkeppnisumhverfi sem við erum í og er á bílamarkaðnum, segir Óðinn.Telur þú að önnur umboð eigi eftir að fylgja eftir? „Ég hef engar upplýsingar um það en mér þætti líklegt að einhver umboð mundu líkja eftir þessu að einhverju leiti allavega. Það er það sem gerðir 2014 þegar vaxtalausu lánin komu,“ segir Óðinn.Mun hafa áhrif á markaðinn Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félag Íslenskra bifreiðaeigenda segir að boðuð fjármögnunarleið eigi eftir að hafa töluverð áhrif á markaðinn. „Við sjáum það að vextir á bílánum eru að lækka verulega með þessu útspili BL, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Lykil. Það er reyndar eitt sem að fólk verður að hafa í huga ef það er í bílahugleiðingum en það er að í nokkurn veginn öllum tilvikum fær fólk einhverskonar staðgreiðsluafslátt ef það hefur fjármagnið í höndunum en það er ekki í boði ef þú tekur svona lán. Engu að síður eru þetta betri kjör en hafa boðist fram að þessu,“ segir Runólfur. Runólfur segir ekki óalgengt að bílasalar bjóði 5-6% afslátt af bíl sem sé staðgreiddur. „Ef þú ert að tala um tíu milljón króna bíl, þá ert þú að tala um fimm til sex hundruð þúsund krónur og þarna stendur ekkert lántökugjald, þannig að þetta er svolítið dýrt lántökugjald ef þú hugsar að út frá því,“ segir Runólfur.
Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16 Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
40 prósenta samdráttur í sölu nýrra fólksbíla 40,8 prósenta samdráttur varð í sölu nýrra fólksbíla bíla í janúar og febrúar 2019 samanborið við sama tímabil árið 2018. Alls voru skráðir 1.647 nýir fólksbílar í janúar og febrúar 2019. 7. mars 2019 10:16
Bílasalan næmari fyrir umræðunni Þjóðfélagsumræðan í vetur hafði töluverð áhrif á bílasölu. Aftur á móti jókst eftirspurn eftir bílaleigubílum. 24. janúar 2019 07:00