Uppfært: Svar ráðherra varðandi kostnað vegna Landsréttarmálsins sent á skrifstofu Alþingis Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2019 14:47 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. vísir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni eftir svari við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. Aðstoðarmaður ráðherra segir að svar við fyrirspurninni hafi verið sent skrifstofu Alþingis fyrri hluta júlí. Helga Vala lagði fyrirspurnina fram í mars og segist síðan hafa margítrekað fyrirspurnina en nú sé liðinn á fimmti mánuður og ekkert bóli á svari. „Hefur dómsmálaráðherra svarað fyrirspurnum mínum um kostnað okkar, skattgreiðenda, af Landsréttarklúðri sjálfstæðisflokksins? Fyrirspurnum sem lagðar voru fram í mars og margítrekaðar og svar sagt liggja fyrir í maí? Nei, einmitt ekki,“ segir Helga Vala í færslu á Facebook. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að fyrirspurninni hafi verið svarað fyrri hluta júlí. Biðin skýrist væntanlega af því að sumarfrí hafi verið á Alþingi og því hafi svarið ekki enn verið birt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að það kunni vel að vera að svarið hafi borist skrifstofu Alþingis á meðan sumarfríi stóð. Svör séu birt með vissu millibili, safnað saman, og reikna megi með einni útbýtingu áður en þing kemur saman í lok mánaðar til að ræða þriðja orkupakkann. Þegar Helga Vala var upplýst um þetta sagðist hún fagna því að svarið væri komið og fróðlegt væri að sjá hver kostnaðurinn á bak við Landsréttarmálið væri. Sigríður Á. Andersen við afsögn hennar.Vísir/Vilhelm Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. Þórdís Kolbrún tók í mars við stöðu dómsmálaráðherra en fyrir gegndi hún stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Helga Vala sagðist í júní hafa fengið þau svör frá Þórdísi Kolbrúnu í maí að von væri á svari í vikunni á eftir.Fréttin var uppfærð klukkan 16:51 með upplýsingum frá aðstoðarmanni ráðherra og forseta Alþingis. Frétt og fyrirsögn hefur verið breytt í samræmi við þær upplýsingar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er orðin langþreytt á bið sinni eftir svari við fyrirspurn til Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra varðandi kostnað skattgreiðenda vegna Landsréttarmálsins svonefnda. Aðstoðarmaður ráðherra segir að svar við fyrirspurninni hafi verið sent skrifstofu Alþingis fyrri hluta júlí. Helga Vala lagði fyrirspurnina fram í mars og segist síðan hafa margítrekað fyrirspurnina en nú sé liðinn á fimmti mánuður og ekkert bóli á svari. „Hefur dómsmálaráðherra svarað fyrirspurnum mínum um kostnað okkar, skattgreiðenda, af Landsréttarklúðri sjálfstæðisflokksins? Fyrirspurnum sem lagðar voru fram í mars og margítrekaðar og svar sagt liggja fyrir í maí? Nei, einmitt ekki,“ segir Helga Vala í færslu á Facebook. „Getur verið að ég fái ekki svarið því það er verið að bíða eftir nýjum dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokks og sú sem þar situr vill bara alls ekki fá þennan skít á sig?“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að fyrirspurninni hafi verið svarað fyrri hluta júlí. Biðin skýrist væntanlega af því að sumarfrí hafi verið á Alþingi og því hafi svarið ekki enn verið birt. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir í samtali við Vísi að það kunni vel að vera að svarið hafi borist skrifstofu Alþingis á meðan sumarfríi stóð. Svör séu birt með vissu millibili, safnað saman, og reikna megi með einni útbýtingu áður en þing kemur saman í lok mánaðar til að ræða þriðja orkupakkann. Þegar Helga Vala var upplýst um þetta sagðist hún fagna því að svarið væri komið og fróðlegt væri að sjá hver kostnaðurinn á bak við Landsréttarmálið væri. Sigríður Á. Andersen við afsögn hennar.Vísir/Vilhelm Eins og frægt er orðið gerði Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, fjórar breytingar á lista hæfisnefndar við skipan Landsréttardómara. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður hefði brotið lög við skipan dómara við Landsrétt og sagði að lokum af sér. Þórdís Kolbrún tók í mars við stöðu dómsmálaráðherra en fyrir gegndi hún stöðu ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Helga Vala sagðist í júní hafa fengið þau svör frá Þórdísi Kolbrúnu í maí að von væri á svari í vikunni á eftir.Fréttin var uppfærð klukkan 16:51 með upplýsingum frá aðstoðarmanni ráðherra og forseta Alþingis. Frétt og fyrirsögn hefur verið breytt í samræmi við þær upplýsingar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent