Lífið

Fer að ráðum Beyoncé fyrir Litlu hafmeyjuna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Halle Bailey til vinstri og Beyoncé til hægri.
Halle Bailey til vinstri og Beyoncé til hægri. getty/Paul Archuleta/Instagram
Halle Bailey, söng- og leikkona, segist fara eftir ráðum Beyoncé þegar kemur að undirbúningi fyrir endurgerð Litlu Hafmeyjunnar, en Halle mun fara með hlutverk Aríel í leiknu myndinni.

Halle segir í samtali við E! að hún ætli að fara eftir ráðum ofurstjörnunnar Beyoncé: að vera hún sjálf. „Einn hlutur sem við elskum við Beyoncé er að hún gefur okkur alltaf pláss til að þroskast upp á eigin spýtur og reyna að ná framförum á eigin spýtur og fljúga með eigin vængjum,“ sagði Halle.

Beyoncé fer með hlutverk ljónynjunnar Nölu í endurgerð Disney á Konungi ljónanna sem kom út í sumar.

Tilkynnt var um að Halle færi með hlutverk Ariel í síðasta mánuði og segist hún alsæl. „Ég er svo þakklát og finnst ég mjög lánsöm.“

Söngvarinn Harry Styles hefur verið orðaður við hlutverk Eiríks, prinsins í myndinni, en Halle segir það ekki þurfa að vera: „Hver sem er gæti farið með hlutverkið. Það er fullt af myndarlegum strákum þarna úti, fullt af góðhjörtuðum mönnum.“

Einnig hafa borist fregnir um að Jacob Tremblay muni fara með hlutverk Flumbra og Awkwafina með hlutverk Skutuls. Þá hefur heyrst að Mellissa McCarthy muni leika illmennið Úrsúlu.


Tengdar fréttir

Harry Styles orðaður við Litlu Hafmeyjuna

Breski söngvarinn og leikarinn Harry Styles sem var áður á meðal meðlima hljómsveitarinnar One Direction er talinn líklegur til þess að hreppa hlutverki Eiríks prins Danmerkur í leikinni endurgerð Disney á Litlu Hafmeyjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×