Áfallaþykkni Kolbeinn Marteinsson skrifar 8. ágúst 2019 07:45 Haustið 1995 flutti ég aftur í foreldrahús í nokkra mánuði eftir þvæling erlendis. Ég vann þennan veturinn eins og skepna til að borga skuldir og halda á ný út. Eitt hádegið fór ég í mat heim í Kópavoginn. Þar var enginn friður og mér lenti eitthvað saman við móður mína og úr varð að ég rauk út og ákvað að bíða félaga míns í Hamraborginni. Þar var skítkalt og því var ráðið að bíða í verslun Nóatúns. Þar var búið að stafla upp mannhæðarháum píramída af Sunquick-appelsínuþykkni sem væntanlega var á einhvers konar tilboði. Til að gera þessa sögu enn verri var hver flaska af þykkni inni í glerkönnu. Næsta sem gerðist var að ég gekk beint inn í appelsínuþykknispíramídann utangátta. Fyrst riðlaðist hann til á meðan ég reyndi að afstýra stórslysi og svo byrjuðu flöskurnar innan í könnunum að hrynja niður og pýramídinn féll í gólfið með háværum brothljóðum. Allt gerðist þetta óvenjuhægt fyrir augum mínum líkt og í draumi. Næst heyrði ég einhvern segja: „Já, hann gekk bara beint á þetta eins og hann væri á einhverjum lyfjum.“ Upp gaus stæk appelsínulykt úr sístækkandi sírópspolli, síhækkandi hróp og köll og fólk fór að drífa að. Við þessar aðstæður stóð ég sem lamaður og mér var heitt í framan. Við svona aðstæður er tvennt í stöðunni. Bjóða fram aðstoð eða flýja. Ég valdi seinni kostinn. Þetta hafði langvarandi afleiðingar. Ég fór ekki í verslun Nóatúns í Hamraborg í mörg ár á eftir. Og enn þann dag í dag þegar ég finn lykt af appelsínuþykkni upplifi ég aftur þessa lamandi skelfingu og heyri flöskur brotna í höfði mínu. Starfsfólk Nóatúns í Hamraborg árið 1995 bið ég afsökunar, 24 árum síðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Haustið 1995 flutti ég aftur í foreldrahús í nokkra mánuði eftir þvæling erlendis. Ég vann þennan veturinn eins og skepna til að borga skuldir og halda á ný út. Eitt hádegið fór ég í mat heim í Kópavoginn. Þar var enginn friður og mér lenti eitthvað saman við móður mína og úr varð að ég rauk út og ákvað að bíða félaga míns í Hamraborginni. Þar var skítkalt og því var ráðið að bíða í verslun Nóatúns. Þar var búið að stafla upp mannhæðarháum píramída af Sunquick-appelsínuþykkni sem væntanlega var á einhvers konar tilboði. Til að gera þessa sögu enn verri var hver flaska af þykkni inni í glerkönnu. Næsta sem gerðist var að ég gekk beint inn í appelsínuþykknispíramídann utangátta. Fyrst riðlaðist hann til á meðan ég reyndi að afstýra stórslysi og svo byrjuðu flöskurnar innan í könnunum að hrynja niður og pýramídinn féll í gólfið með háværum brothljóðum. Allt gerðist þetta óvenjuhægt fyrir augum mínum líkt og í draumi. Næst heyrði ég einhvern segja: „Já, hann gekk bara beint á þetta eins og hann væri á einhverjum lyfjum.“ Upp gaus stæk appelsínulykt úr sístækkandi sírópspolli, síhækkandi hróp og köll og fólk fór að drífa að. Við þessar aðstæður stóð ég sem lamaður og mér var heitt í framan. Við svona aðstæður er tvennt í stöðunni. Bjóða fram aðstoð eða flýja. Ég valdi seinni kostinn. Þetta hafði langvarandi afleiðingar. Ég fór ekki í verslun Nóatúns í Hamraborg í mörg ár á eftir. Og enn þann dag í dag þegar ég finn lykt af appelsínuþykkni upplifi ég aftur þessa lamandi skelfingu og heyri flöskur brotna í höfði mínu. Starfsfólk Nóatúns í Hamraborg árið 1995 bið ég afsökunar, 24 árum síðar.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar