Á göngu Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 08:30 Nútímamaðurinn kallar yfir sig alls kyns böl með kæruleysislegu líferni sínu. Hann kann sér ekki hóf og hámar í sig mat með þeim afleiðingum að hann tútnar út. Þannig er offita böl víða um heim, ekki síst meðal barna og unglinga. Þennan vanda má ekki alltaf ræða því um leið og ákveðnir einstaklingar heyra orðið offita rísa þeir upp og æpa: Fitusmánun! Það gól breytir samt ekki óþægilegum staðreyndum. Nútímamaðurinn er latur við að hreyfa sig. Það er segin saga að ef hann getur komist hjá því að ganga stekkur hann upp í bíl sinn sem hann ann hugástum. Hann er síðan háður alls kyns tækjum og tólum og fyllist gríðarlegum aðskilnaðarkvíða gleymi hann að taka með sér ástvin sinn, símann. Þar sem nútímamaðurinn sækir alla jafna ekki í frið og ró þá er ekkert einkennilegt að hann skuli þjást af streitu, kvíða og þunglyndi og leggist reglulega undir sæng til að vorkenna sjálfum sér sárlega – og taki síðan töflu til að ná að festa blund. Með reglulegu millibili vara læknar og sérfræðingar við hættunum af öllum þeim lífsstílstengdu sjúkdómum sem herja á nútímamanninn í velferðarsamfélagi. Þeir eru iðnir við að benda á að margt meinið megi laga með aðeins skárra líferni en á þá er ekki nægilega hlustað. Maðurinn hefur nefnilega sérstaklega mikla hæfileika til að gera sér lífið erfitt, án þess að átta sig á því. Leiðir sem hann telur í skammsýni vera þær auðveldustu og þægilegustu teyma hann í þveröfuga átt. Ef hann á nóg að borða þá borðar hann of mikið. Ef hann þarf að komast á milli staða fer hann á bílnum, það hvarflar ekki að honum að ganga því það tekur svo mikinn tíma. Hann eyðir ógrynni af tíma í snjalltækjum og á fjölda vina á Facebook sem hann hittir nær aldrei. Á sumum svokallaðra vina sinna þar kann hann lítil sem engin skil. Hann vill bara hafa sem flesta þarna svo hann geti safnað lækum og sannfærst um eigið ágæti. Skrýtið samt að hann skuli telja allt þetta uppskrift að hamingju. Margt í samtíma okkar er vanmetið. Eitt af því eru göngutúrar. Ef einhver skyldi hafa gleymt því skal rifjað upp að þeir fara þannig fram að einstaklingur gengur um leið og hann virðir fyrir sér umhverfið og horfir jafnvel til himins. Hann finnur hvernig þreyta hverfur og nýjar hugmyndir kvikna. Honum líður alveg ljómandi og víst er að hann þarf enga töflu til að festa svefn um kvöldið. Temji hann sér þennan lífsstíl og gæti um leið hófs í mataræði og helli ekki í sig áfengi eða seilist í dóp þá er ansi ólíklegt að hann muni þjást af fimm krónískum sjúkdómum um og eftir sjötugt, eins og hendir svo marga. Gríski læknirinn Hippókrates, sem kallaður er faðir læknisfræðinnar, mun hafa sagt að ganga væri besta meðalið. Hann lést um 377 fyrir Krist, en nútímalæknar munu varla geta haldið því fram að þarna hafi lærifaðir þeirra verið á villigötum. Einnig þeir mæla með hreyfingu því hún bætir heilsu, kveikir nýjar hugmyndir og lyftir andanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Nútímamaðurinn kallar yfir sig alls kyns böl með kæruleysislegu líferni sínu. Hann kann sér ekki hóf og hámar í sig mat með þeim afleiðingum að hann tútnar út. Þannig er offita böl víða um heim, ekki síst meðal barna og unglinga. Þennan vanda má ekki alltaf ræða því um leið og ákveðnir einstaklingar heyra orðið offita rísa þeir upp og æpa: Fitusmánun! Það gól breytir samt ekki óþægilegum staðreyndum. Nútímamaðurinn er latur við að hreyfa sig. Það er segin saga að ef hann getur komist hjá því að ganga stekkur hann upp í bíl sinn sem hann ann hugástum. Hann er síðan háður alls kyns tækjum og tólum og fyllist gríðarlegum aðskilnaðarkvíða gleymi hann að taka með sér ástvin sinn, símann. Þar sem nútímamaðurinn sækir alla jafna ekki í frið og ró þá er ekkert einkennilegt að hann skuli þjást af streitu, kvíða og þunglyndi og leggist reglulega undir sæng til að vorkenna sjálfum sér sárlega – og taki síðan töflu til að ná að festa blund. Með reglulegu millibili vara læknar og sérfræðingar við hættunum af öllum þeim lífsstílstengdu sjúkdómum sem herja á nútímamanninn í velferðarsamfélagi. Þeir eru iðnir við að benda á að margt meinið megi laga með aðeins skárra líferni en á þá er ekki nægilega hlustað. Maðurinn hefur nefnilega sérstaklega mikla hæfileika til að gera sér lífið erfitt, án þess að átta sig á því. Leiðir sem hann telur í skammsýni vera þær auðveldustu og þægilegustu teyma hann í þveröfuga átt. Ef hann á nóg að borða þá borðar hann of mikið. Ef hann þarf að komast á milli staða fer hann á bílnum, það hvarflar ekki að honum að ganga því það tekur svo mikinn tíma. Hann eyðir ógrynni af tíma í snjalltækjum og á fjölda vina á Facebook sem hann hittir nær aldrei. Á sumum svokallaðra vina sinna þar kann hann lítil sem engin skil. Hann vill bara hafa sem flesta þarna svo hann geti safnað lækum og sannfærst um eigið ágæti. Skrýtið samt að hann skuli telja allt þetta uppskrift að hamingju. Margt í samtíma okkar er vanmetið. Eitt af því eru göngutúrar. Ef einhver skyldi hafa gleymt því skal rifjað upp að þeir fara þannig fram að einstaklingur gengur um leið og hann virðir fyrir sér umhverfið og horfir jafnvel til himins. Hann finnur hvernig þreyta hverfur og nýjar hugmyndir kvikna. Honum líður alveg ljómandi og víst er að hann þarf enga töflu til að festa svefn um kvöldið. Temji hann sér þennan lífsstíl og gæti um leið hófs í mataræði og helli ekki í sig áfengi eða seilist í dóp þá er ansi ólíklegt að hann muni þjást af fimm krónískum sjúkdómum um og eftir sjötugt, eins og hendir svo marga. Gríski læknirinn Hippókrates, sem kallaður er faðir læknisfræðinnar, mun hafa sagt að ganga væri besta meðalið. Hann lést um 377 fyrir Krist, en nútímalæknar munu varla geta haldið því fram að þarna hafi lærifaðir þeirra verið á villigötum. Einnig þeir mæla með hreyfingu því hún bætir heilsu, kveikir nýjar hugmyndir og lyftir andanum.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun