Á göngu Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. ágúst 2019 08:30 Nútímamaðurinn kallar yfir sig alls kyns böl með kæruleysislegu líferni sínu. Hann kann sér ekki hóf og hámar í sig mat með þeim afleiðingum að hann tútnar út. Þannig er offita böl víða um heim, ekki síst meðal barna og unglinga. Þennan vanda má ekki alltaf ræða því um leið og ákveðnir einstaklingar heyra orðið offita rísa þeir upp og æpa: Fitusmánun! Það gól breytir samt ekki óþægilegum staðreyndum. Nútímamaðurinn er latur við að hreyfa sig. Það er segin saga að ef hann getur komist hjá því að ganga stekkur hann upp í bíl sinn sem hann ann hugástum. Hann er síðan háður alls kyns tækjum og tólum og fyllist gríðarlegum aðskilnaðarkvíða gleymi hann að taka með sér ástvin sinn, símann. Þar sem nútímamaðurinn sækir alla jafna ekki í frið og ró þá er ekkert einkennilegt að hann skuli þjást af streitu, kvíða og þunglyndi og leggist reglulega undir sæng til að vorkenna sjálfum sér sárlega – og taki síðan töflu til að ná að festa blund. Með reglulegu millibili vara læknar og sérfræðingar við hættunum af öllum þeim lífsstílstengdu sjúkdómum sem herja á nútímamanninn í velferðarsamfélagi. Þeir eru iðnir við að benda á að margt meinið megi laga með aðeins skárra líferni en á þá er ekki nægilega hlustað. Maðurinn hefur nefnilega sérstaklega mikla hæfileika til að gera sér lífið erfitt, án þess að átta sig á því. Leiðir sem hann telur í skammsýni vera þær auðveldustu og þægilegustu teyma hann í þveröfuga átt. Ef hann á nóg að borða þá borðar hann of mikið. Ef hann þarf að komast á milli staða fer hann á bílnum, það hvarflar ekki að honum að ganga því það tekur svo mikinn tíma. Hann eyðir ógrynni af tíma í snjalltækjum og á fjölda vina á Facebook sem hann hittir nær aldrei. Á sumum svokallaðra vina sinna þar kann hann lítil sem engin skil. Hann vill bara hafa sem flesta þarna svo hann geti safnað lækum og sannfærst um eigið ágæti. Skrýtið samt að hann skuli telja allt þetta uppskrift að hamingju. Margt í samtíma okkar er vanmetið. Eitt af því eru göngutúrar. Ef einhver skyldi hafa gleymt því skal rifjað upp að þeir fara þannig fram að einstaklingur gengur um leið og hann virðir fyrir sér umhverfið og horfir jafnvel til himins. Hann finnur hvernig þreyta hverfur og nýjar hugmyndir kvikna. Honum líður alveg ljómandi og víst er að hann þarf enga töflu til að festa svefn um kvöldið. Temji hann sér þennan lífsstíl og gæti um leið hófs í mataræði og helli ekki í sig áfengi eða seilist í dóp þá er ansi ólíklegt að hann muni þjást af fimm krónískum sjúkdómum um og eftir sjötugt, eins og hendir svo marga. Gríski læknirinn Hippókrates, sem kallaður er faðir læknisfræðinnar, mun hafa sagt að ganga væri besta meðalið. Hann lést um 377 fyrir Krist, en nútímalæknar munu varla geta haldið því fram að þarna hafi lærifaðir þeirra verið á villigötum. Einnig þeir mæla með hreyfingu því hún bætir heilsu, kveikir nýjar hugmyndir og lyftir andanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Nútímamaðurinn kallar yfir sig alls kyns böl með kæruleysislegu líferni sínu. Hann kann sér ekki hóf og hámar í sig mat með þeim afleiðingum að hann tútnar út. Þannig er offita böl víða um heim, ekki síst meðal barna og unglinga. Þennan vanda má ekki alltaf ræða því um leið og ákveðnir einstaklingar heyra orðið offita rísa þeir upp og æpa: Fitusmánun! Það gól breytir samt ekki óþægilegum staðreyndum. Nútímamaðurinn er latur við að hreyfa sig. Það er segin saga að ef hann getur komist hjá því að ganga stekkur hann upp í bíl sinn sem hann ann hugástum. Hann er síðan háður alls kyns tækjum og tólum og fyllist gríðarlegum aðskilnaðarkvíða gleymi hann að taka með sér ástvin sinn, símann. Þar sem nútímamaðurinn sækir alla jafna ekki í frið og ró þá er ekkert einkennilegt að hann skuli þjást af streitu, kvíða og þunglyndi og leggist reglulega undir sæng til að vorkenna sjálfum sér sárlega – og taki síðan töflu til að ná að festa blund. Með reglulegu millibili vara læknar og sérfræðingar við hættunum af öllum þeim lífsstílstengdu sjúkdómum sem herja á nútímamanninn í velferðarsamfélagi. Þeir eru iðnir við að benda á að margt meinið megi laga með aðeins skárra líferni en á þá er ekki nægilega hlustað. Maðurinn hefur nefnilega sérstaklega mikla hæfileika til að gera sér lífið erfitt, án þess að átta sig á því. Leiðir sem hann telur í skammsýni vera þær auðveldustu og þægilegustu teyma hann í þveröfuga átt. Ef hann á nóg að borða þá borðar hann of mikið. Ef hann þarf að komast á milli staða fer hann á bílnum, það hvarflar ekki að honum að ganga því það tekur svo mikinn tíma. Hann eyðir ógrynni af tíma í snjalltækjum og á fjölda vina á Facebook sem hann hittir nær aldrei. Á sumum svokallaðra vina sinna þar kann hann lítil sem engin skil. Hann vill bara hafa sem flesta þarna svo hann geti safnað lækum og sannfærst um eigið ágæti. Skrýtið samt að hann skuli telja allt þetta uppskrift að hamingju. Margt í samtíma okkar er vanmetið. Eitt af því eru göngutúrar. Ef einhver skyldi hafa gleymt því skal rifjað upp að þeir fara þannig fram að einstaklingur gengur um leið og hann virðir fyrir sér umhverfið og horfir jafnvel til himins. Hann finnur hvernig þreyta hverfur og nýjar hugmyndir kvikna. Honum líður alveg ljómandi og víst er að hann þarf enga töflu til að festa svefn um kvöldið. Temji hann sér þennan lífsstíl og gæti um leið hófs í mataræði og helli ekki í sig áfengi eða seilist í dóp þá er ansi ólíklegt að hann muni þjást af fimm krónískum sjúkdómum um og eftir sjötugt, eins og hendir svo marga. Gríski læknirinn Hippókrates, sem kallaður er faðir læknisfræðinnar, mun hafa sagt að ganga væri besta meðalið. Hann lést um 377 fyrir Krist, en nútímalæknar munu varla geta haldið því fram að þarna hafi lærifaðir þeirra verið á villigötum. Einnig þeir mæla með hreyfingu því hún bætir heilsu, kveikir nýjar hugmyndir og lyftir andanum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun