Þyrla Landhelgisgæslunnar var á leið að Skógafossi vegna umferðarslyss þar á tólfta tímanum í dag þegar hún var afboðuð og í staðinn send að sækja slasaðan vélsleðamann á Eyjafjallajökul. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Þyrlan var kölluð út á tólfta tímanum vegna slyssins við Skógafoss og var rétt ókomin á staðinn þegar hitt útkallið barst.
Hún var þannig í næsta nágrenni við vélsleðaslysið og var því snögg á vettvang. Þyrlan lenti á jöklinum laust eftir klukkan 12 og flutti vélsleðamanninn á Landspítalann í Fossvogi.
