Ætlar að þrýsta á ráðherra í sameiningarmálum og snjómokstri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. ágúst 2019 13:43 Vindbelgarfjall í Mývatnssveit skartar sínu fegursta í sumar. Vísir/Vilhelm Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. Dagskráin hófst með ríkisstjórnarfundi í morgun og á eftir situr ríkisstjórnin fund með fulltrúum þrettán sveitarfélaga á svæðinu. Einn þeirra er Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps og gestgjafi fundarins. „Við erum mjög ánægð að þau velji Mývatnssveit til að heimsækja. Það verður gaman að taka á móti þeim og forvitinilegt að spjalla við þau í dag,“ segir Helgi. Efst á baugi í Skútustaðahreppi er möguleg sameining við Þingeyjarsveit. Ætlar Helgi að nota sinn tíma á fundinum til að ræða þau mál við ríkisstjórnina. „Okkar tími og púður fer í að skoða þau mál og vekja athygli á mikilvægi þess að ríkið styðji bæði faglega og fjárhagslega við sameiningarhugleiðingar sveitarfélaga.“ Þá ætlar Helgi líka að ræða samgöngumál, þar með talið skort á snjómokstri á Dettifossvegi sem staðið hefur ferðaþjónustuaðilum fyrir þrifum. „Þetta er þjóðhagslega mikilvægur ferðamannastaður og vandséð hvers vegna honum er ekki sinnt betur. Þarna er mjög góður nýlegur vegur að kraftmesta fossi í Evrópu, gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna. Ég myndi halda að við þyrftum að setja meiri áherslu í að sinna honum betur.“ Skútustaðahreppur Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar stendur nú yfir í Mývatnssveit. Eftir hádegi verður fundað með sveitarstjórnum á svæðinu þar sem þeim gefst tækifæri á vekja athygli á lykilmálum. Dagskráin hófst með ríkisstjórnarfundi í morgun og á eftir situr ríkisstjórnin fund með fulltrúum þrettán sveitarfélaga á svæðinu. Einn þeirra er Helgi Héðinsson, oddviti Skútustaðahrepps og gestgjafi fundarins. „Við erum mjög ánægð að þau velji Mývatnssveit til að heimsækja. Það verður gaman að taka á móti þeim og forvitinilegt að spjalla við þau í dag,“ segir Helgi. Efst á baugi í Skútustaðahreppi er möguleg sameining við Þingeyjarsveit. Ætlar Helgi að nota sinn tíma á fundinum til að ræða þau mál við ríkisstjórnina. „Okkar tími og púður fer í að skoða þau mál og vekja athygli á mikilvægi þess að ríkið styðji bæði faglega og fjárhagslega við sameiningarhugleiðingar sveitarfélaga.“ Þá ætlar Helgi líka að ræða samgöngumál, þar með talið skort á snjómokstri á Dettifossvegi sem staðið hefur ferðaþjónustuaðilum fyrir þrifum. „Þetta er þjóðhagslega mikilvægur ferðamannastaður og vandséð hvers vegna honum er ekki sinnt betur. Þarna er mjög góður nýlegur vegur að kraftmesta fossi í Evrópu, gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna. Ég myndi halda að við þyrftum að setja meiri áherslu í að sinna honum betur.“
Skútustaðahreppur Sveitarstjórnarmál Þingeyjarsveit Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira