Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 11:03 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Fréttablaðið/Anton Brink Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. Mikilvægt sé að borgin standi sig betur í samráði og upplýsingagjöf til fyrirtækjaeigenda í nágrenni umfangsmikilla framkvæmda. Eigendur Dills sögðu í gær að framkvæmdir á Hverfisgötu hefðu reynst rekstrinum afar erfiðar og átt þátt í falli staðarins.Martraðarkenndar framkvæmdir Fregnir af lokun Dills bárust í fyrradag og í gærmorgun varð ljóst að Mikkeller & Friends og Systur, sem deildu húsnæði með Dill, hefðu einnig sungið sitt síðasta. Heimildir Vísis herma að þungur rekstur Mikkeller & Friends og Systur hafi að endingu orðið báðum stöðum að falli en sömu eigendur stóðu að báðum stöðum.Sjá einnig: Erfiður vetur sem varð að martröð Gunnar Karl Gíslason einn eigenda staðanna sagði í samskiptum við Vísi í gær að gatnaframkvæmdirnar á Hverfisgötu hefðu einnig reynst rekstrinum erfiðar og lýsti framkvæmdunum raunar sem „martröð“. Framkvæmdirnar hafa sett svip á götuna undanfarna mánuði, með tilheyrandi raski á umferð akandi og gangandi vegfarenda.Frá framkvæmdunum á Vegamótastíg í fyrra.Vísir/Einar ÁrnasonÞá er þetta ekki í fyrsta sinn sem eigendur í veitingageiranum tengja framkvæmdir við erfiðleika í rekstri. Í byrjun september í fyrra tilkynnti eigandi veitinga- og skemmtistaðarins Vegamóta að staðnum yrði lokað. Hann sagði ástæðuna vera tíma- og plássfrekar framkvæmdir fyrir framan staðinn við Vegamótastíg og sagði það ámælisvert að borgaryfirvöld gætu farið í slíkar framkvæmdir án þess að hafa samráð við atvinnurekendur og fyrirtæki við götuna.Snýst um upplýsingagjöf og samvinnu Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, ræddi framkvæmdir borgarinnar í samhengi við lokun Dills, Systur og Mikkeller & Friends í Reykjavík síðdegis í gær. Hún sagði að mikil eftirsjá yrði af Dill en borgin gæti dregið lærdóm af málinu. „Já, það er alltaf eitthvað sem má betur fara. Og sérstaklega samráð við verslunareigendur og veitingahúsaeigendur, það varðar upplýsingagjöf hjá okkur, borginni, í tengslum við þessa framkvæmd og framkvæmdir almennt.“Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/ReykjavíkurborgSigurborg benti á að umfangsmikil framkvæmd á borð við þessa sé dýr og þar af leiðandi á fjárfestingaáætlun og undirbúin yfir veturinn. Hún sé svo boðin út um vorið og framkvæmdir standa yfir um sumarið. Þannig viti borgaryfirvöld oft af framkvæmdum áður en farið er í samráð við fyrirtækjaeigendur sem framkvæmdirnar komi til með að hafa áhrif á. Ef til vill þyrfti því að setjast fyrr niður með eigendum og upplýsa þá um framvindu mála. „Þetta snýst um upplýsingagjöf og samvinnu, þannig að við getum tryggt aðgengi að húsunum. Við reynum að sjálfsögðu að vanda okkur við þetta og setjum mjög skýrar kvaðir þegar við erum að bjóða út,“ sagði Sigurborg.Bætur og ívilnanir ólíklegar Aðspurð taldi hún þó ólíklegt að rekstraraðilar á borð við eigendur Dills gætu sótt bætur hjá borginni vegna rasks af völdum framkvæmda. Þá sá hún ekki fyrir sér að borgin gæti boðið rekstraraðilum upp á einhvers konar „ívilnanir“ til að koma til móts við þá. „Ég held nú ekki. Málið er að þetta er að sjálfsögðu ekki ein ástæða. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að fyrirtæki eða veitingahús geti ekki haldið áfram rekstri þannig að ég held að það sé ekki hægt að beintengja þetta við eina ástæðu umfram aðra,“ sagði Sigurborg. „En við erum að sjálfsögðu að gera miklu betra aðgengi fyrir gangandi með framkvæmdinni. Við erum að gera borgina fallegri og sérstaklega þennan hluta götunnar þannig að þetta verður fallegra og betra umhverfi fyrir alla þegar framkvæmdum lýkur en er mjög erfiður tími á meðan framkvæmdum stendur.“Viðtalið við Sigurborgu má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31 Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. Mikilvægt sé að borgin standi sig betur í samráði og upplýsingagjöf til fyrirtækjaeigenda í nágrenni umfangsmikilla framkvæmda. Eigendur Dills sögðu í gær að framkvæmdir á Hverfisgötu hefðu reynst rekstrinum afar erfiðar og átt þátt í falli staðarins.Martraðarkenndar framkvæmdir Fregnir af lokun Dills bárust í fyrradag og í gærmorgun varð ljóst að Mikkeller & Friends og Systur, sem deildu húsnæði með Dill, hefðu einnig sungið sitt síðasta. Heimildir Vísis herma að þungur rekstur Mikkeller & Friends og Systur hafi að endingu orðið báðum stöðum að falli en sömu eigendur stóðu að báðum stöðum.Sjá einnig: Erfiður vetur sem varð að martröð Gunnar Karl Gíslason einn eigenda staðanna sagði í samskiptum við Vísi í gær að gatnaframkvæmdirnar á Hverfisgötu hefðu einnig reynst rekstrinum erfiðar og lýsti framkvæmdunum raunar sem „martröð“. Framkvæmdirnar hafa sett svip á götuna undanfarna mánuði, með tilheyrandi raski á umferð akandi og gangandi vegfarenda.Frá framkvæmdunum á Vegamótastíg í fyrra.Vísir/Einar ÁrnasonÞá er þetta ekki í fyrsta sinn sem eigendur í veitingageiranum tengja framkvæmdir við erfiðleika í rekstri. Í byrjun september í fyrra tilkynnti eigandi veitinga- og skemmtistaðarins Vegamóta að staðnum yrði lokað. Hann sagði ástæðuna vera tíma- og plássfrekar framkvæmdir fyrir framan staðinn við Vegamótastíg og sagði það ámælisvert að borgaryfirvöld gætu farið í slíkar framkvæmdir án þess að hafa samráð við atvinnurekendur og fyrirtæki við götuna.Snýst um upplýsingagjöf og samvinnu Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, ræddi framkvæmdir borgarinnar í samhengi við lokun Dills, Systur og Mikkeller & Friends í Reykjavík síðdegis í gær. Hún sagði að mikil eftirsjá yrði af Dill en borgin gæti dregið lærdóm af málinu. „Já, það er alltaf eitthvað sem má betur fara. Og sérstaklega samráð við verslunareigendur og veitingahúsaeigendur, það varðar upplýsingagjöf hjá okkur, borginni, í tengslum við þessa framkvæmd og framkvæmdir almennt.“Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/ReykjavíkurborgSigurborg benti á að umfangsmikil framkvæmd á borð við þessa sé dýr og þar af leiðandi á fjárfestingaáætlun og undirbúin yfir veturinn. Hún sé svo boðin út um vorið og framkvæmdir standa yfir um sumarið. Þannig viti borgaryfirvöld oft af framkvæmdum áður en farið er í samráð við fyrirtækjaeigendur sem framkvæmdirnar komi til með að hafa áhrif á. Ef til vill þyrfti því að setjast fyrr niður með eigendum og upplýsa þá um framvindu mála. „Þetta snýst um upplýsingagjöf og samvinnu, þannig að við getum tryggt aðgengi að húsunum. Við reynum að sjálfsögðu að vanda okkur við þetta og setjum mjög skýrar kvaðir þegar við erum að bjóða út,“ sagði Sigurborg.Bætur og ívilnanir ólíklegar Aðspurð taldi hún þó ólíklegt að rekstraraðilar á borð við eigendur Dills gætu sótt bætur hjá borginni vegna rasks af völdum framkvæmda. Þá sá hún ekki fyrir sér að borgin gæti boðið rekstraraðilum upp á einhvers konar „ívilnanir“ til að koma til móts við þá. „Ég held nú ekki. Málið er að þetta er að sjálfsögðu ekki ein ástæða. Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að fyrirtæki eða veitingahús geti ekki haldið áfram rekstri þannig að ég held að það sé ekki hægt að beintengja þetta við eina ástæðu umfram aðra,“ sagði Sigurborg. „En við erum að sjálfsögðu að gera miklu betra aðgengi fyrir gangandi með framkvæmdinni. Við erum að gera borgina fallegri og sérstaklega þennan hluta götunnar þannig að þetta verður fallegra og betra umhverfi fyrir alla þegar framkvæmdum lýkur en er mjög erfiður tími á meðan framkvæmdum stendur.“Viðtalið við Sigurborgu má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Ballið búið á Dill Veitingastaðnum Dill við Hverfisgötu hefur verið lokað. 7. ágúst 2019 13:02 Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31 Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Mikkeller og Systur einnig lokað Öllum rekstri á Hverfisgötu 12 hefur verið hætt. 8. ágúst 2019 10:31
Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30