Lífið

Ron Burgundy tók yfir bandarísku spjallþáttasenuna

Andri Eysteinsson skrifar
Ron Burgundy ásamt Jimmy Fallon.
Ron Burgundy ásamt Jimmy Fallon. Getty/NBC
Fréttaþulurinn frá San Diego, Ron Burgundy sem þekktur er úr kvikmyndunum Anchorman: The Legend of Ron Burgundy og Anchorman 2: The Legend Continues sem komu út árin 2004 og 2013, var gestur Conan O‘Brien í spjallþættinum CONAN sem sýndur var á sjónvarpsstöðinni TBS.

Aðdáendur Burgundy sem misstu af honum hjá Conan gátu þó séð hann grínast í öllum helstu spjallþáttastjórnendum Bandaríkjanna.





Burgundy, sem leikinn er af Will Ferrell, mætti til James Corden í The Late Late Show, Jimmy Fallon í The Tonight Show, Jimmy Kimmel í Jimmy Kimmel Live!, Seth Meyers í Late Night with Seth Meyers og svo mætti Burgundy til Stephen Colbert í The Late Show.

Ferrell í gervi fréttamannsins litríka hélt á öllum stöðum stutt uppistand áður en hann settist við hlið þáttastjórnenda og ræddi við þá um heima og geima.

Nú hefst bráðlega önnur þáttaröð hlaðvarpsins The Ron Burgundy Podcast og má leiða líkur að því að einkaviðtal Burgundy við alla þáttastjórnendurna tengist því sterkum böndum.

Hjá Stephen Colbert greindi Ron Burgundy frá því að hann hafi spilað golf með Donald Trump, Bandaríkjaforseta og spilaði 90 höggum undir pari. Hjá Jimmy Fallon greindi hann frá því að uppáhalds gestur hans í hlaðvarpinu hafi verið ástralska söngkonan Kylie Minogue en hjá Conan O‘Brien sagði hann að í annarri þáttaröð hlaðvarpsins verði ýmislegt afhjúpað, til að mynda að öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz væri í raun og veru fjöldamorðingi.

Hjá James Corden hann hins vegar kynntur fyrir hinum ýmsu dýrum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×