Meðgöngueitrun minnkar lífslíkur kvenna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. ágúst 2019 18:30 Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ýmislegt benda til þess að konum sem greinast með meðgöngueitrun sé hættara við ótímabærum dauðdaga. Konum sem greinast með meðgöngueitrun er ekki fylgt eftir að lokinni fæðingu og því áríðandi að þær hugi að lífstílstengdum þáttum. Á bilinu tvö til fimm prósent þungaðra kvenna greinast með meðgöngueitrun á hverju ári en einkenni eru hár blóðþrýstingur, útskilnaður eggjahvítuefna í þvagi og bjúgur á höndum og fótum. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir það vitað hvað sé að gerast sé meðgöngueitrun til staðar en að margt sé óljóst um það hvað valdi meðgöngueitrun í upphafi. „Það sem að virðist gerast er að mjög snemma í meðgöngunni, löngu áður en meðgöngueitrun gerir vart við sig með einkennum, að þá verður ekki eðlilegur þroski í æðakerfinu sem nærir fylgjuna,“ segir Hulda.Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans.Skjáskot/Stöð 2Gífurlegt álag er á líkama konu sem greinist með meðgöngueitrun og er hægt að mæla skemmdir sem geta orðið í æðakerfinu mörgum árum eftir greiningu. Hulda segir að rannsóknir séu í gangi, hér á landi um tilurð og eftir köst meðgöngueitrunar. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, sagði viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni að konur sem greinist með meðgöngueitrun lifi allt að tíu árum skemur en aðrar konur. Undir þetta tekur Hulda. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að konur sem fá meðgöngueitrun að þeim sé hættara við ótímabærum dauðdaga og þá oftast verið talið vera tengt hjarta og æðasjúkdómum,“ segir Hulda. Hulda segir menn ekki vera alveg sammála um hvernig fylgja eigi konum eftir sem hafa greinst og að engir verkferlar séu, til að styðjast við. Hún segir mikilvægt að fara yfir það með konum sem fá meðgöngueitrun að þær hugi að öðrum þáttum sem geta verið lífstílstengdir. Eins og að forðast að reykja, huga vel að mataræði. Ekki vera í ofþyngd, hreyfa sig vel og svo framvegis. „Við tökumst á við meðgöngueitrun alla daga hér. Þetta er einn af algengustu fylgikvillunum og einn af þeim alvarlegustu líka á köflum þó oftast sé hann frekur vægur sjúkdómur,“ segir Hulda.Er það merkilegt að árið 2019 að við séum ekki komin lengra í rannsóknum?„Já, það er merkilegt. Þetta er mjög sérstakur og óvenjulegur sjúkdómur. Hann er bara í mannfólki og ákveðnum tegundum af öpum en annars þekkist hann ekki í neinum dýrum, þannig að við getum ekki reitt okkur á einhverjar dýratilraunir nema að mjög litlu leiti til þess að finna orsakirnar,“ segir Hulda. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir ýmislegt benda til þess að konum sem greinast með meðgöngueitrun sé hættara við ótímabærum dauðdaga. Konum sem greinast með meðgöngueitrun er ekki fylgt eftir að lokinni fæðingu og því áríðandi að þær hugi að lífstílstengdum þáttum. Á bilinu tvö til fimm prósent þungaðra kvenna greinast með meðgöngueitrun á hverju ári en einkenni eru hár blóðþrýstingur, útskilnaður eggjahvítuefna í þvagi og bjúgur á höndum og fótum. Hulda Hjartardóttir yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans segir það vitað hvað sé að gerast sé meðgöngueitrun til staðar en að margt sé óljóst um það hvað valdi meðgöngueitrun í upphafi. „Það sem að virðist gerast er að mjög snemma í meðgöngunni, löngu áður en meðgöngueitrun gerir vart við sig með einkennum, að þá verður ekki eðlilegur þroski í æðakerfinu sem nærir fylgjuna,“ segir Hulda.Hulda Hjartardóttir, yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans.Skjáskot/Stöð 2Gífurlegt álag er á líkama konu sem greinist með meðgöngueitrun og er hægt að mæla skemmdir sem geta orðið í æðakerfinu mörgum árum eftir greiningu. Hulda segir að rannsóknir séu í gangi, hér á landi um tilurð og eftir köst meðgöngueitrunar. Sveinbjörn Gizurarson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands, sagði viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 í vikunni að konur sem greinist með meðgöngueitrun lifi allt að tíu árum skemur en aðrar konur. Undir þetta tekur Hulda. „Það er ýmislegt sem bendir til þess að konur sem fá meðgöngueitrun að þeim sé hættara við ótímabærum dauðdaga og þá oftast verið talið vera tengt hjarta og æðasjúkdómum,“ segir Hulda. Hulda segir menn ekki vera alveg sammála um hvernig fylgja eigi konum eftir sem hafa greinst og að engir verkferlar séu, til að styðjast við. Hún segir mikilvægt að fara yfir það með konum sem fá meðgöngueitrun að þær hugi að öðrum þáttum sem geta verið lífstílstengdir. Eins og að forðast að reykja, huga vel að mataræði. Ekki vera í ofþyngd, hreyfa sig vel og svo framvegis. „Við tökumst á við meðgöngueitrun alla daga hér. Þetta er einn af algengustu fylgikvillunum og einn af þeim alvarlegustu líka á köflum þó oftast sé hann frekur vægur sjúkdómur,“ segir Hulda.Er það merkilegt að árið 2019 að við séum ekki komin lengra í rannsóknum?„Já, það er merkilegt. Þetta er mjög sérstakur og óvenjulegur sjúkdómur. Hann er bara í mannfólki og ákveðnum tegundum af öpum en annars þekkist hann ekki í neinum dýrum, þannig að við getum ekki reitt okkur á einhverjar dýratilraunir nema að mjög litlu leiti til þess að finna orsakirnar,“ segir Hulda.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira