„Mögnuð sýning fyrir augu og eyru“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2019 12:46 Þessa mynd tók Róbert Marvin Gunnarsson út um svefnherbergisgluggann hjá sér á Höfn í gærkvöldi. Mynd/Róbert Marvin Gunnarsson Íbúar á Höfn í Hornafirði segja þrumuveðrið sem gekk yfir landið í gærkvöldi, og sem gætti einkum í bænum, hafa verið magnað sjónarspil. Þrumuveðrið er það mesta sem mælst hefur á Íslandi frá upphafi mælinga. Myndbönd af eldingum sem laust niður í grennd við Höfn fylgja fréttinni. 1818 eldingar voru skráðar á meðan þrumuveðrið gekk yfir en þær voru flestar á Suður- og Suðausturlandi. Veðrið stóð yfir í 24 klukkustundir og var mest frá því klukkan 18 til 23 í gærkvöldi. Jón Garðar Bjarnason, aðalvarðstjóri á Höfn, segir í samtali við Vísi að hann minnist þess ekki að hafa séð viðlíka þrumuveður og í gær. Engar tilkynningar hafi þó borist lögreglu vegna þrumuveðursins eða tjóns af völdum þess. „Þetta dundi á í töluverðan tíma, þetta voru miklar þrumur og miklar eldingar sem gengu á fyrir sunnan okkur,“ segir Jón Garðar. „Mögnuð sýning fyrir augu og eyru.“ Róbert Marvin Gunnarsson íbúi á Höfn tekur undir með Jóni Garðari. Þá hafi það fyrst og fremst verið skemmtilegt að fylgjast með þrumuveðrinu í gær. Hann tók myndina sem fylgir fréttinni út um svefnherbergisgluggann heima hjá sér á Höfn. „Ég hef verið staddur í Brasilíu í þrumuveðri og þetta var bara svipað,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Myndböndin hér að neðan tók stjúpmóðir Róberts af eldingum sem laust niður í Myllulæk rétt utan við Höfn í gærkvöldi.Klippa: Eldingar við Myllulæk Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Þrumuveðrið í nótt það mesta sem mælst hefur á Íslandi Þrumuveðrið var mest suður- og suðaustur af landinu. 30. júlí 2019 10:54 Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. 30. júlí 2019 07:30 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Íbúar á Höfn í Hornafirði segja þrumuveðrið sem gekk yfir landið í gærkvöldi, og sem gætti einkum í bænum, hafa verið magnað sjónarspil. Þrumuveðrið er það mesta sem mælst hefur á Íslandi frá upphafi mælinga. Myndbönd af eldingum sem laust niður í grennd við Höfn fylgja fréttinni. 1818 eldingar voru skráðar á meðan þrumuveðrið gekk yfir en þær voru flestar á Suður- og Suðausturlandi. Veðrið stóð yfir í 24 klukkustundir og var mest frá því klukkan 18 til 23 í gærkvöldi. Jón Garðar Bjarnason, aðalvarðstjóri á Höfn, segir í samtali við Vísi að hann minnist þess ekki að hafa séð viðlíka þrumuveður og í gær. Engar tilkynningar hafi þó borist lögreglu vegna þrumuveðursins eða tjóns af völdum þess. „Þetta dundi á í töluverðan tíma, þetta voru miklar þrumur og miklar eldingar sem gengu á fyrir sunnan okkur,“ segir Jón Garðar. „Mögnuð sýning fyrir augu og eyru.“ Róbert Marvin Gunnarsson íbúi á Höfn tekur undir með Jóni Garðari. Þá hafi það fyrst og fremst verið skemmtilegt að fylgjast með þrumuveðrinu í gær. Hann tók myndina sem fylgir fréttinni út um svefnherbergisgluggann heima hjá sér á Höfn. „Ég hef verið staddur í Brasilíu í þrumuveðri og þetta var bara svipað,“ segir Róbert í samtali við Vísi.Myndböndin hér að neðan tók stjúpmóðir Róberts af eldingum sem laust niður í Myllulæk rétt utan við Höfn í gærkvöldi.Klippa: Eldingar við Myllulæk
Hornafjörður Veður Tengdar fréttir Þrumuveðrið í nótt það mesta sem mælst hefur á Íslandi Þrumuveðrið var mest suður- og suðaustur af landinu. 30. júlí 2019 10:54 Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. 30. júlí 2019 07:30 Mest lesið Verkföll hafin í sex skólum Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Heiða Björg verður borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Þrumuveðrið í nótt það mesta sem mælst hefur á Íslandi Þrumuveðrið var mest suður- og suðaustur af landinu. 30. júlí 2019 10:54
Hundruð eldinga í nótt: „Þetta er meira eins og útlenskt þrumuveður“ Mikið þrumuveður hefur gengið yfir landið austanvert í nótt og telja eldingar líklega einhver hundruð. 30. júlí 2019 07:30