Hannes hefur engar áhyggjur af útgáfunni: „Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júlí 2019 13:12 Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, hefur áður gefið út bók um Engeyingaættina. Í haust gefur hann út bók um Hannes Hólmstein Gissurarson, háskólaprófessor. samsett mynd „Karl þarf ekki samþykki mitt til að skrifa sínar bækur. Þetta er sem betur fer frjálst land. Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna.“ Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, háskólaprófessor, í skriflegu svari til fréttastofu um þær fregnir að Karl Th. Birgisson sé með bók um Hannes í pípunum. Hannes – portrett af áróðursmanni kemur út á haustmánuðum en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Sjá nánar: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Aðspurður hver tengsl Hannesar og Karls séu svarar Hannes því til að þau séu engin. „Þau eru engin, og ég held ekki, að ég hafi misst af miklu. Ég hef einstöku sinnum séð hann álengdar, þá sjaldan sem ég hef átt leið um vínstúkur miðbæjarins.“ Aðspurður hvort Karl sé óvildarmaður hans segist Hannes ekki hafa hugmynd um það. „Og satt að segja er mér alveg sama“. Hannes segir að hann hafi fyrst frétt um útgáfuna fyrir tveimur dögum.„Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt“ Hann kveðst aðspurður ekki hafa neinar áhyggjur af útgáfunni. „Ekki hinar minnstu. Ég vona, að Karl bregðist ekki sínum tveimur helstu kostnaðarmönnum, en svo skemmtilega vill til, að þeir deila báðir með mér upphafsstaf í fornafni. Raunar hafa verið sett upp um mig og mitt fólk tvö leikrit, Maður að mínu skapi í Þjóðleikhúsinu og Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu. Óttar M. Norðmann [Norðfjörð] hefur skrifað þrjá bæklinga, sem hann kallar ævisögu mína. Og Sigfús Bjartmarsson hefur ort heila ljóðabók í orðastað minn, Homo economicus. Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt,“ segir Hannes sem vildi ekki upplýsa um meinta kostnaðarmenn Karls. „Það blasir við, hverjir eru að gera hann út“.Sjálfsævisaga komi vel til greina Hannes segir að það komi vel til greina að gefa út sjálfsævisögulegt rit. Það sé frá mörgu að segja en hann tekur fram að það verði þó ekki á dagskrá alveg strax. „Það er margt sögulegt, sem ég hef séð og lifað,“ segir Hannes. Bókmenntir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
„Karl þarf ekki samþykki mitt til að skrifa sínar bækur. Þetta er sem betur fer frjálst land. Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna.“ Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, háskólaprófessor, í skriflegu svari til fréttastofu um þær fregnir að Karl Th. Birgisson sé með bók um Hannes í pípunum. Hannes – portrett af áróðursmanni kemur út á haustmánuðum en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Sjá nánar: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Aðspurður hver tengsl Hannesar og Karls séu svarar Hannes því til að þau séu engin. „Þau eru engin, og ég held ekki, að ég hafi misst af miklu. Ég hef einstöku sinnum séð hann álengdar, þá sjaldan sem ég hef átt leið um vínstúkur miðbæjarins.“ Aðspurður hvort Karl sé óvildarmaður hans segist Hannes ekki hafa hugmynd um það. „Og satt að segja er mér alveg sama“. Hannes segir að hann hafi fyrst frétt um útgáfuna fyrir tveimur dögum.„Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt“ Hann kveðst aðspurður ekki hafa neinar áhyggjur af útgáfunni. „Ekki hinar minnstu. Ég vona, að Karl bregðist ekki sínum tveimur helstu kostnaðarmönnum, en svo skemmtilega vill til, að þeir deila báðir með mér upphafsstaf í fornafni. Raunar hafa verið sett upp um mig og mitt fólk tvö leikrit, Maður að mínu skapi í Þjóðleikhúsinu og Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu. Óttar M. Norðmann [Norðfjörð] hefur skrifað þrjá bæklinga, sem hann kallar ævisögu mína. Og Sigfús Bjartmarsson hefur ort heila ljóðabók í orðastað minn, Homo economicus. Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt,“ segir Hannes sem vildi ekki upplýsa um meinta kostnaðarmenn Karls. „Það blasir við, hverjir eru að gera hann út“.Sjálfsævisaga komi vel til greina Hannes segir að það komi vel til greina að gefa út sjálfsævisögulegt rit. Það sé frá mörgu að segja en hann tekur fram að það verði þó ekki á dagskrá alveg strax. „Það er margt sögulegt, sem ég hef séð og lifað,“ segir Hannes.
Bókmenntir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Fleiri fréttir Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Bein útsending: Blaðamannafundur vegna Menningarnætur Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ Sjá meira
„Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39