Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 15:06 Hlýjar nætur og hagstæð vindátt ráða mestu um hlýjan júlí mánuð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Það stefnir flest allt í að júlí mánuðurinn í ár verði sá hlýjasti sem vitað er um í Reykjavík. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur sem segir jafnt hitastig allan sólarhringinn eiga stærsta þáttinn í þessu meti. Þegar einn og hálfur sólarhringur er eftir af júlí mánuði stendur meðalhitinn í Reykjavík í 13,2 gráðum. Trausti segir það engan ofboðslega hita fljótt á litið en þó nokkur í svona langri mælingu, það er að segja yfir heilan mánuð. Hitinn á nóttunni hefur verið um 12 til 14 stig og munar þar um minna. Áður hafði meðalhiti í júlí mánuði í Reykjavík mælst 13,03 gráður árið 2010 og 1991 en einnig var fremur hlýtt í júlí árið 1936. Trausti segir hagstæða austanátt ráða miklu um þetta hitastig því þá berst hlýr vindur af landi til Reykjavíkur, ólíkt því sem gerist þegar vestan áttin dregur kalt loft frá hafi inn til borgarinnar.Á vef sínum Hungurdiskum bendir Trausti á að það stefni einnig í að mánuðurinn verði sá hlýjasti á öldinni við Faxaflóa. Kaldara hefur þó verið fyrir norðan og austan, ekki beint kalt en þó langt frá meðalhita. Á Suðurlandi og við Breiðafjörð hefur júlí mánuður verið sá næst hlýjasti og í hæsta þriðjungi einnig á Vestfjörðum og á Miðhálendinu. „Hiti í öðrum spásvæðum fellur á miðþriðjung - gróflega í meðallagi aldarinnar. Kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, hiti -0,3 stig neðan meðallags síðustu tíu ára - en það er reyndar hátt í langtímasamanburði - höfum það í huga. Á landsvísu virðist hitinn stefna á 10. til 15. hitasæti (af 140) - það munar litlu á röðinni, en er langt frá meti,“ skrifar Trausti á Hungurdiska. Reykjavík Veður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira
Það stefnir flest allt í að júlí mánuðurinn í ár verði sá hlýjasti sem vitað er um í Reykjavík. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur sem segir jafnt hitastig allan sólarhringinn eiga stærsta þáttinn í þessu meti. Þegar einn og hálfur sólarhringur er eftir af júlí mánuði stendur meðalhitinn í Reykjavík í 13,2 gráðum. Trausti segir það engan ofboðslega hita fljótt á litið en þó nokkur í svona langri mælingu, það er að segja yfir heilan mánuð. Hitinn á nóttunni hefur verið um 12 til 14 stig og munar þar um minna. Áður hafði meðalhiti í júlí mánuði í Reykjavík mælst 13,03 gráður árið 2010 og 1991 en einnig var fremur hlýtt í júlí árið 1936. Trausti segir hagstæða austanátt ráða miklu um þetta hitastig því þá berst hlýr vindur af landi til Reykjavíkur, ólíkt því sem gerist þegar vestan áttin dregur kalt loft frá hafi inn til borgarinnar.Á vef sínum Hungurdiskum bendir Trausti á að það stefni einnig í að mánuðurinn verði sá hlýjasti á öldinni við Faxaflóa. Kaldara hefur þó verið fyrir norðan og austan, ekki beint kalt en þó langt frá meðalhita. Á Suðurlandi og við Breiðafjörð hefur júlí mánuður verið sá næst hlýjasti og í hæsta þriðjungi einnig á Vestfjörðum og á Miðhálendinu. „Hiti í öðrum spásvæðum fellur á miðþriðjung - gróflega í meðallagi aldarinnar. Kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, hiti -0,3 stig neðan meðallags síðustu tíu ára - en það er reyndar hátt í langtímasamanburði - höfum það í huga. Á landsvísu virðist hitinn stefna á 10. til 15. hitasæti (af 140) - það munar litlu á röðinni, en er langt frá meti,“ skrifar Trausti á Hungurdiska.
Reykjavík Veður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka sendiherraefninu opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Sjá meira