Stórbruni í Hafnarfirði Birgir Olgeirsson, Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. júlí 2019 04:09 Frá vettvangi brunans snemma á sjöunda tímanum í morgun. Vísir/JóiK Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst nú við mikinn eld í Fiskmarkaði Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur allt tiltækt slökkvilið verið kallað út og búist við miklu slökkvistarfi næstu tímana. Er talið að enginn hafi verið í húsinu þegar eldsins varð vart. Mikinn reyk leggur frá brunanum en slökkvilið hefur óskað eftir því að íbúar í nágrenni brunanst loki gluggum og hækki hitastigið í vistarverum sínum finni þeir reykjarlykt.Guðmundur Halldórsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði klukkan fimm í morgun að mikill eldur hafi verið í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang í nótt. „Það var vaktmaður sem var hérna í nótt og hann sagði að það væri eldur hérna í húsinu. Hann hringdi í eigandann en það var mikill eldur á tveimur stöðum í húsinu þegar við komum,“ sagði Guðmundur.Mikinn reyk leggur frá brunanum.Vísir/JóikMikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikill að ekki sást í næsta hús. Því var allur tiltækur mannskapur ræstur út. Þegar rætt var við Guðmund hafði dregið lítillega úr eldinum og útlitið ekki eins svart og þegar fyrst var komið að. Fiskmarkaðurinn er við suðurhöfn Hafnarfjarðar en mikill eldsmatur er innanhúss.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikinn að ekki sást í næsta hús.Vísir/JóiK„Það virðist vera að við séum að ná að slá eitthvað á þetta. Við höfum fengið krabba til að opna þakið og sjá hvort við náum ekki að létta aðeins á þessu.“Uppfært klukkan 06:18: Enn er gríðarlegur eldur í húsinu og mikill svartur reykur stígur til himins. Á tímabili leit út fyrir að slökkvilið hefði náð tökum á eldinum en svo virðist sem hann hafi magnast upp aftur, samkvæmt upplýsingum frá vettvangi. Allt tiltækt lið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna brunans klukkan 20 mínútur yfir þrjú. Þá voru slökkviliðsmenn á bakvakt og í sumarfríi einnig kallaðir út. Veður er gott á höfuðborgarsvæðinu og hefur það komið sér vel í slökkvistarfinu. Vindátt er þó breytileg og beinir slökkvilið því þess vegna enn til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hita í húsum sínum. Mikill hiti er í húsinu en slökkviliðsmenn njóta aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra sem er á vettvangi með hitamyndavélar.Fréttin hefur verið uppfærð.Mikill eldur var í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.Vísir/JóiKRjúfa þurfti þak hússins til að komast að eldinum.Vísir/JóiKVísr/JóiKSérsveit ríkislögreglustjóra er á staðnum með hitamyndavélar.Vísir/JóikSíðast uppfærð 06:18. Hafnarfjörður Slökkvilið Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst nú við mikinn eld í Fiskmarkaði Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur allt tiltækt slökkvilið verið kallað út og búist við miklu slökkvistarfi næstu tímana. Er talið að enginn hafi verið í húsinu þegar eldsins varð vart. Mikinn reyk leggur frá brunanum en slökkvilið hefur óskað eftir því að íbúar í nágrenni brunanst loki gluggum og hækki hitastigið í vistarverum sínum finni þeir reykjarlykt.Guðmundur Halldórsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði klukkan fimm í morgun að mikill eldur hafi verið í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang í nótt. „Það var vaktmaður sem var hérna í nótt og hann sagði að það væri eldur hérna í húsinu. Hann hringdi í eigandann en það var mikill eldur á tveimur stöðum í húsinu þegar við komum,“ sagði Guðmundur.Mikinn reyk leggur frá brunanum.Vísir/JóikMikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikill að ekki sást í næsta hús. Því var allur tiltækur mannskapur ræstur út. Þegar rætt var við Guðmund hafði dregið lítillega úr eldinum og útlitið ekki eins svart og þegar fyrst var komið að. Fiskmarkaðurinn er við suðurhöfn Hafnarfjarðar en mikill eldsmatur er innanhúss.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikinn að ekki sást í næsta hús.Vísir/JóiK„Það virðist vera að við séum að ná að slá eitthvað á þetta. Við höfum fengið krabba til að opna þakið og sjá hvort við náum ekki að létta aðeins á þessu.“Uppfært klukkan 06:18: Enn er gríðarlegur eldur í húsinu og mikill svartur reykur stígur til himins. Á tímabili leit út fyrir að slökkvilið hefði náð tökum á eldinum en svo virðist sem hann hafi magnast upp aftur, samkvæmt upplýsingum frá vettvangi. Allt tiltækt lið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna brunans klukkan 20 mínútur yfir þrjú. Þá voru slökkviliðsmenn á bakvakt og í sumarfríi einnig kallaðir út. Veður er gott á höfuðborgarsvæðinu og hefur það komið sér vel í slökkvistarfinu. Vindátt er þó breytileg og beinir slökkvilið því þess vegna enn til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hita í húsum sínum. Mikill hiti er í húsinu en slökkviliðsmenn njóta aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra sem er á vettvangi með hitamyndavélar.Fréttin hefur verið uppfærð.Mikill eldur var í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.Vísir/JóiKRjúfa þurfti þak hússins til að komast að eldinum.Vísir/JóiKVísr/JóiKSérsveit ríkislögreglustjóra er á staðnum með hitamyndavélar.Vísir/JóikSíðast uppfærð 06:18.
Hafnarfjörður Slökkvilið Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira