Stórbruni í Hafnarfirði Birgir Olgeirsson, Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. júlí 2019 04:09 Frá vettvangi brunans snemma á sjöunda tímanum í morgun. Vísir/JóiK Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst nú við mikinn eld í Fiskmarkaði Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur allt tiltækt slökkvilið verið kallað út og búist við miklu slökkvistarfi næstu tímana. Er talið að enginn hafi verið í húsinu þegar eldsins varð vart. Mikinn reyk leggur frá brunanum en slökkvilið hefur óskað eftir því að íbúar í nágrenni brunanst loki gluggum og hækki hitastigið í vistarverum sínum finni þeir reykjarlykt.Guðmundur Halldórsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði klukkan fimm í morgun að mikill eldur hafi verið í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang í nótt. „Það var vaktmaður sem var hérna í nótt og hann sagði að það væri eldur hérna í húsinu. Hann hringdi í eigandann en það var mikill eldur á tveimur stöðum í húsinu þegar við komum,“ sagði Guðmundur.Mikinn reyk leggur frá brunanum.Vísir/JóikMikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikill að ekki sást í næsta hús. Því var allur tiltækur mannskapur ræstur út. Þegar rætt var við Guðmund hafði dregið lítillega úr eldinum og útlitið ekki eins svart og þegar fyrst var komið að. Fiskmarkaðurinn er við suðurhöfn Hafnarfjarðar en mikill eldsmatur er innanhúss.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikinn að ekki sást í næsta hús.Vísir/JóiK„Það virðist vera að við séum að ná að slá eitthvað á þetta. Við höfum fengið krabba til að opna þakið og sjá hvort við náum ekki að létta aðeins á þessu.“Uppfært klukkan 06:18: Enn er gríðarlegur eldur í húsinu og mikill svartur reykur stígur til himins. Á tímabili leit út fyrir að slökkvilið hefði náð tökum á eldinum en svo virðist sem hann hafi magnast upp aftur, samkvæmt upplýsingum frá vettvangi. Allt tiltækt lið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna brunans klukkan 20 mínútur yfir þrjú. Þá voru slökkviliðsmenn á bakvakt og í sumarfríi einnig kallaðir út. Veður er gott á höfuðborgarsvæðinu og hefur það komið sér vel í slökkvistarfinu. Vindátt er þó breytileg og beinir slökkvilið því þess vegna enn til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hita í húsum sínum. Mikill hiti er í húsinu en slökkviliðsmenn njóta aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra sem er á vettvangi með hitamyndavélar.Fréttin hefur verið uppfærð.Mikill eldur var í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.Vísir/JóiKRjúfa þurfti þak hússins til að komast að eldinum.Vísir/JóiKVísr/JóiKSérsveit ríkislögreglustjóra er á staðnum með hitamyndavélar.Vísir/JóikSíðast uppfærð 06:18. Hafnarfjörður Slökkvilið Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins berst nú við mikinn eld í Fiskmarkaði Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Samkvæmt slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hefur allt tiltækt slökkvilið verið kallað út og búist við miklu slökkvistarfi næstu tímana. Er talið að enginn hafi verið í húsinu þegar eldsins varð vart. Mikinn reyk leggur frá brunanum en slökkvilið hefur óskað eftir því að íbúar í nágrenni brunanst loki gluggum og hækki hitastigið í vistarverum sínum finni þeir reykjarlykt.Guðmundur Halldórsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði klukkan fimm í morgun að mikill eldur hafi verið í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang í nótt. „Það var vaktmaður sem var hérna í nótt og hann sagði að það væri eldur hérna í húsinu. Hann hringdi í eigandann en það var mikill eldur á tveimur stöðum í húsinu þegar við komum,“ sagði Guðmundur.Mikinn reyk leggur frá brunanum.Vísir/JóikMikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikill að ekki sást í næsta hús. Því var allur tiltækur mannskapur ræstur út. Þegar rætt var við Guðmund hafði dregið lítillega úr eldinum og útlitið ekki eins svart og þegar fyrst var komið að. Fiskmarkaðurinn er við suðurhöfn Hafnarfjarðar en mikill eldsmatur er innanhúss.Mikinn svartan reyk lagði frá húsinu þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang, svo mikinn að ekki sást í næsta hús.Vísir/JóiK„Það virðist vera að við séum að ná að slá eitthvað á þetta. Við höfum fengið krabba til að opna þakið og sjá hvort við náum ekki að létta aðeins á þessu.“Uppfært klukkan 06:18: Enn er gríðarlegur eldur í húsinu og mikill svartur reykur stígur til himins. Á tímabili leit út fyrir að slökkvilið hefði náð tökum á eldinum en svo virðist sem hann hafi magnast upp aftur, samkvæmt upplýsingum frá vettvangi. Allt tiltækt lið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna brunans klukkan 20 mínútur yfir þrjú. Þá voru slökkviliðsmenn á bakvakt og í sumarfríi einnig kallaðir út. Veður er gott á höfuðborgarsvæðinu og hefur það komið sér vel í slökkvistarfinu. Vindátt er þó breytileg og beinir slökkvilið því þess vegna enn til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hita í húsum sínum. Mikill hiti er í húsinu en slökkviliðsmenn njóta aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra sem er á vettvangi með hitamyndavélar.Fréttin hefur verið uppfærð.Mikill eldur var í öðrum enda hússins þegar slökkviliðsmenn komu á vettvang.Vísir/JóiKRjúfa þurfti þak hússins til að komast að eldinum.Vísir/JóiKVísr/JóiKSérsveit ríkislögreglustjóra er á staðnum með hitamyndavélar.Vísir/JóikSíðast uppfærð 06:18.
Hafnarfjörður Slökkvilið Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Sjá meira