Hagnaður Íslandsbanka lækkaði um þriðjung Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2019 16:26 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir þó að ágætis gangur hafi verið í rekstri bankans á fyrri helmingi ársins. Fréttablaðið/Ernir Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum Íslandsbanka eru helstu ástæður þess að hagnaður bankans dróst saman á milli ára. Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var 4,7 milljarðar króna, samanborið við 7,1 milljarð á fyrri helmingi síðasta árs. Það gerir um þriðjungs samdrátt frá fyrra ári. Að sama skapi dróst arðsemi eigin fjár Íslandsbanka saman á sama tímabili, fór úr 8,2 prósentum í 5,4 prósent. Þrátt fyrir þetta var „ágætur gangur í rekstri Íslandsbanka“ á fyrri hluta þessa árs, að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. Þannig hafi þjónustutekjur bankans aukist um 14 prósent og vaxtatekjur um 9,4 prósent. Þá sé kostnaðarhlutfall móðurfélagsins um 55 prósent, sem Birna segir í takt við markmið bankans. „Þetta er jákvætt og endurspeglar vinnu undanfarinna mánaða við að auka tekjur og draga úr kostnaði en samsvarandi hlutfall fyrir samstæðu er 62%. Útlánavöxtur hefur haldist stöðugur og mælist eignasafn bankans sterkt í alþjóðlegum samanburði,“ segir Birna.Sjá einnig: Horfur úr stöðugum í neikvæðar Að sama skapi hafi lausafjárhlutföll bankans hækkað frá áramótum - „og eru vel yfir innri mörkum og kröfum eftirlitsaðila auk þess sem eiginfjárhlutföll eru við langtímamarkmið bankans,“ að sögn Birnu. „Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum í kjölfar versnandi efnahagsástands og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum bankans draga hinsvegar niður afkomu samstæðu sem skilaði 4,7 milljarða króna hagnaði á fyrri árshelmingi 2019 en það er lækkun miðað við sama tímabil í fyrra,“ bætir bankastjórinn þó við. Nánar má fræðast um uppgjör Íslandsbanka fyrir fyrri helming þessa árs í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15 Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52 Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00 Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum Íslandsbanka eru helstu ástæður þess að hagnaður bankans dróst saman á milli ára. Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var 4,7 milljarðar króna, samanborið við 7,1 milljarð á fyrri helmingi síðasta árs. Það gerir um þriðjungs samdrátt frá fyrra ári. Að sama skapi dróst arðsemi eigin fjár Íslandsbanka saman á sama tímabili, fór úr 8,2 prósentum í 5,4 prósent. Þrátt fyrir þetta var „ágætur gangur í rekstri Íslandsbanka“ á fyrri hluta þessa árs, að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. Þannig hafi þjónustutekjur bankans aukist um 14 prósent og vaxtatekjur um 9,4 prósent. Þá sé kostnaðarhlutfall móðurfélagsins um 55 prósent, sem Birna segir í takt við markmið bankans. „Þetta er jákvætt og endurspeglar vinnu undanfarinna mánaða við að auka tekjur og draga úr kostnaði en samsvarandi hlutfall fyrir samstæðu er 62%. Útlánavöxtur hefur haldist stöðugur og mælist eignasafn bankans sterkt í alþjóðlegum samanburði,“ segir Birna.Sjá einnig: Horfur úr stöðugum í neikvæðar Að sama skapi hafi lausafjárhlutföll bankans hækkað frá áramótum - „og eru vel yfir innri mörkum og kröfum eftirlitsaðila auk þess sem eiginfjárhlutföll eru við langtímamarkmið bankans,“ að sögn Birnu. „Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum í kjölfar versnandi efnahagsástands og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum bankans draga hinsvegar niður afkomu samstæðu sem skilaði 4,7 milljarða króna hagnaði á fyrri árshelmingi 2019 en það er lækkun miðað við sama tímabil í fyrra,“ bætir bankastjórinn þó við. Nánar má fræðast um uppgjör Íslandsbanka fyrir fyrri helming þessa árs í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15 Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52 Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00 Mest lesið Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins Viðskipti innlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Að nýta kvíðann sem styrkleika og okkur til framdráttar Atvinnulíf Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Sjá meira
Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15
Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52
Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent