Hagnaður Íslandsbanka lækkaði um þriðjung Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2019 16:26 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir þó að ágætis gangur hafi verið í rekstri bankans á fyrri helmingi ársins. Fréttablaðið/Ernir Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum Íslandsbanka eru helstu ástæður þess að hagnaður bankans dróst saman á milli ára. Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var 4,7 milljarðar króna, samanborið við 7,1 milljarð á fyrri helmingi síðasta árs. Það gerir um þriðjungs samdrátt frá fyrra ári. Að sama skapi dróst arðsemi eigin fjár Íslandsbanka saman á sama tímabili, fór úr 8,2 prósentum í 5,4 prósent. Þrátt fyrir þetta var „ágætur gangur í rekstri Íslandsbanka“ á fyrri hluta þessa árs, að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. Þannig hafi þjónustutekjur bankans aukist um 14 prósent og vaxtatekjur um 9,4 prósent. Þá sé kostnaðarhlutfall móðurfélagsins um 55 prósent, sem Birna segir í takt við markmið bankans. „Þetta er jákvætt og endurspeglar vinnu undanfarinna mánaða við að auka tekjur og draga úr kostnaði en samsvarandi hlutfall fyrir samstæðu er 62%. Útlánavöxtur hefur haldist stöðugur og mælist eignasafn bankans sterkt í alþjóðlegum samanburði,“ segir Birna.Sjá einnig: Horfur úr stöðugum í neikvæðar Að sama skapi hafi lausafjárhlutföll bankans hækkað frá áramótum - „og eru vel yfir innri mörkum og kröfum eftirlitsaðila auk þess sem eiginfjárhlutföll eru við langtímamarkmið bankans,“ að sögn Birnu. „Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum í kjölfar versnandi efnahagsástands og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum bankans draga hinsvegar niður afkomu samstæðu sem skilaði 4,7 milljarða króna hagnaði á fyrri árshelmingi 2019 en það er lækkun miðað við sama tímabil í fyrra,“ bætir bankastjórinn þó við. Nánar má fræðast um uppgjör Íslandsbanka fyrir fyrri helming þessa árs í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15 Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52 Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Sjá meira
Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum Íslandsbanka eru helstu ástæður þess að hagnaður bankans dróst saman á milli ára. Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var 4,7 milljarðar króna, samanborið við 7,1 milljarð á fyrri helmingi síðasta árs. Það gerir um þriðjungs samdrátt frá fyrra ári. Að sama skapi dróst arðsemi eigin fjár Íslandsbanka saman á sama tímabili, fór úr 8,2 prósentum í 5,4 prósent. Þrátt fyrir þetta var „ágætur gangur í rekstri Íslandsbanka“ á fyrri hluta þessa árs, að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. Þannig hafi þjónustutekjur bankans aukist um 14 prósent og vaxtatekjur um 9,4 prósent. Þá sé kostnaðarhlutfall móðurfélagsins um 55 prósent, sem Birna segir í takt við markmið bankans. „Þetta er jákvætt og endurspeglar vinnu undanfarinna mánaða við að auka tekjur og draga úr kostnaði en samsvarandi hlutfall fyrir samstæðu er 62%. Útlánavöxtur hefur haldist stöðugur og mælist eignasafn bankans sterkt í alþjóðlegum samanburði,“ segir Birna.Sjá einnig: Horfur úr stöðugum í neikvæðar Að sama skapi hafi lausafjárhlutföll bankans hækkað frá áramótum - „og eru vel yfir innri mörkum og kröfum eftirlitsaðila auk þess sem eiginfjárhlutföll eru við langtímamarkmið bankans,“ að sögn Birnu. „Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum í kjölfar versnandi efnahagsástands og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum bankans draga hinsvegar niður afkomu samstæðu sem skilaði 4,7 milljarða króna hagnaði á fyrri árshelmingi 2019 en það er lækkun miðað við sama tímabil í fyrra,“ bætir bankastjórinn þó við. Nánar má fræðast um uppgjör Íslandsbanka fyrir fyrri helming þessa árs í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15 Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52 Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Sjá meira
Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15
Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52
Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent