Hagnaður Íslandsbanka lækkaði um þriðjung Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2019 16:26 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, segir þó að ágætis gangur hafi verið í rekstri bankans á fyrri helmingi ársins. Fréttablaðið/Ernir Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum Íslandsbanka eru helstu ástæður þess að hagnaður bankans dróst saman á milli ára. Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var 4,7 milljarðar króna, samanborið við 7,1 milljarð á fyrri helmingi síðasta árs. Það gerir um þriðjungs samdrátt frá fyrra ári. Að sama skapi dróst arðsemi eigin fjár Íslandsbanka saman á sama tímabili, fór úr 8,2 prósentum í 5,4 prósent. Þrátt fyrir þetta var „ágætur gangur í rekstri Íslandsbanka“ á fyrri hluta þessa árs, að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. Þannig hafi þjónustutekjur bankans aukist um 14 prósent og vaxtatekjur um 9,4 prósent. Þá sé kostnaðarhlutfall móðurfélagsins um 55 prósent, sem Birna segir í takt við markmið bankans. „Þetta er jákvætt og endurspeglar vinnu undanfarinna mánaða við að auka tekjur og draga úr kostnaði en samsvarandi hlutfall fyrir samstæðu er 62%. Útlánavöxtur hefur haldist stöðugur og mælist eignasafn bankans sterkt í alþjóðlegum samanburði,“ segir Birna.Sjá einnig: Horfur úr stöðugum í neikvæðar Að sama skapi hafi lausafjárhlutföll bankans hækkað frá áramótum - „og eru vel yfir innri mörkum og kröfum eftirlitsaðila auk þess sem eiginfjárhlutföll eru við langtímamarkmið bankans,“ að sögn Birnu. „Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum í kjölfar versnandi efnahagsástands og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum bankans draga hinsvegar niður afkomu samstæðu sem skilaði 4,7 milljarða króna hagnaði á fyrri árshelmingi 2019 en það er lækkun miðað við sama tímabil í fyrra,“ bætir bankastjórinn þó við. Nánar má fræðast um uppgjör Íslandsbanka fyrir fyrri helming þessa árs í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar. Íslenskir bankar Tengdar fréttir Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15 Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52 Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum Íslandsbanka eru helstu ástæður þess að hagnaður bankans dróst saman á milli ára. Hagnaður Íslandsbanka eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2019 var 4,7 milljarðar króna, samanborið við 7,1 milljarð á fyrri helmingi síðasta árs. Það gerir um þriðjungs samdrátt frá fyrra ári. Að sama skapi dróst arðsemi eigin fjár Íslandsbanka saman á sama tímabili, fór úr 8,2 prósentum í 5,4 prósent. Þrátt fyrir þetta var „ágætur gangur í rekstri Íslandsbanka“ á fyrri hluta þessa árs, að sögn Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka. Þannig hafi þjónustutekjur bankans aukist um 14 prósent og vaxtatekjur um 9,4 prósent. Þá sé kostnaðarhlutfall móðurfélagsins um 55 prósent, sem Birna segir í takt við markmið bankans. „Þetta er jákvætt og endurspeglar vinnu undanfarinna mánaða við að auka tekjur og draga úr kostnaði en samsvarandi hlutfall fyrir samstæðu er 62%. Útlánavöxtur hefur haldist stöðugur og mælist eignasafn bankans sterkt í alþjóðlegum samanburði,“ segir Birna.Sjá einnig: Horfur úr stöðugum í neikvæðar Að sama skapi hafi lausafjárhlutföll bankans hækkað frá áramótum - „og eru vel yfir innri mörkum og kröfum eftirlitsaðila auk þess sem eiginfjárhlutföll eru við langtímamarkmið bankans,“ að sögn Birnu. „Neikvæðar virðisbreytingar á útlánum í kjölfar versnandi efnahagsástands og áframhaldandi taprekstur hjá einu af dótturfélögum bankans draga hinsvegar niður afkomu samstæðu sem skilaði 4,7 milljarða króna hagnaði á fyrri árshelmingi 2019 en það er lækkun miðað við sama tímabil í fyrra,“ bætir bankastjórinn þó við. Nánar má fræðast um uppgjör Íslandsbanka fyrir fyrri helming þessa árs í tilkynningu bankans til Kauphallarinnar.
Íslenskir bankar Tengdar fréttir Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15 Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52 Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00 Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Samstarf Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Fleiri fréttir Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Sjá meira
Lausafjárstaðan fer enn versnandi Lausafjáreignir viðskiptabankanna hafa haldið áfram að dragast saman á undanförnum mánuðum. Forstöðumaður greiningardeildar Arion banka segir hertar kröfur draga úr getu bankanna til þess að auka útlán á sama tíma og hagkerfið þurfi á auknu lánsfé að halda. 3. júlí 2019 08:15
Afkoma Landsbankans jákvæð um 11,1 milljarð "Tekjur bankans voru hærri og kostnaður lægri en gert var ráð fyrir og ljóst er að grunnreksturinn er traustur og skilar góðri arðsemi,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans um uppgjör bankans fyrir fyrri helming ársins 2019. 25. júlí 2019 18:52
Horfur úr stöðugum í neikvæðar Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. 24. júlí 2019 08:00