Видар Кьяртанссон перешёл из «Ростова» в «Рубин» на правах аренды!
Добро пожаловать!
Подробнееhttps://t.co/tGwvBToFVgpic.twitter.com/x6dgKKkDgN
— «Рубин» Казань (@fcrk) July 20, 2019
Félagaskiptin hafa legið í loftinu síðustu daga. Í gær birti Rubin Kazan m.a. mynd af Viðari á sinni fyrstu æfingu með liðinu.
Viðar yfirgaf Hammarby fyrr í vikunni eftir fimm mánaða lánsdvöl hjá sænska félaginu. Hann skoraði sjö mörk í 15 leikjum með Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni.
Næsti leikur Rubin Kazan er gegn Dinamo Moskvu á morgun. Liðið gerði jafntefli, 1-1, við Lokomotiv Moskvu í 1. umferð rússnesku úrvalsdeildarinnar.
Hjá Rubin Kazan mun Viðar leika í treyju númer átta. Hann er annar Íslendingurinn sem leikur með liðinu. Ragnar lék 13 leiki með Rubin Kazan fyrri hluta tímabilsins 2017-18. Hann var þá í láni frá Fulham.