Segir að Vesturverk hafi heimild til að gera úrbætur á vegi sem liggur um Seljanes Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. júlí 2019 12:30 Birna Lárusdóttir er upplýsingafulltrúi Vesturverks. Stöð 2 Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að fyrir hendi sé heimild til að gera úrbætur á vegi sem liggur í gegnum Seljanes vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar. Vegurinn sé landvegur en um slíka vegi er fjallað um í vegalögum.Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við frá því að talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi íhugi að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar þar sem hann segir veg, sem gera á útbætur á, liggja í gegnum einkalóð fjölskyldu hans. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir fyrirtækið hafa heimild til að gera úrbætur á veginum. „Samkvæmt þeim samningi sem Vesturverk hefur gert við Vegagerðina þá erum við veghaldarar á þessum vegi og höfum heimild til að framkvæma og lagfæra sex metrum sitt hvorum megin við vegstæðið og það er í rauninni bara það verkefni sem við erum að ráðast í, minni háttar lagfæringar á veginum sem fyrir er,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. Þá hafi vegurinn verið gerður að landvegi í kring um árið 2004. „Og eftir það er lýtur hann bara sömu reglum og aðrir landvegir,“ sagði Birna. Hún segir lagfæringar á veginum minniháttar og því bragarbót á þeim vegi sem fyrir er. „Ég held að landeigendur að Seljanesi þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að við séum að taka undir okkur neitt meira en vegurinn gerir í raun í dag. Þetta eru fyrst og fremst vegbætur. Vesturverki er auðvitað mjög í mun að fylgja öllum þeim lögum og reglum og ferlum sem gilda um framkvæmdir af þessum toga. Við höfum gert það til þessa og munum gera það áfram,“ Sagði Birna.Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunnar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53 Segir landeigendur íhuga að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar Hann segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans 20. júlí 2019 19:15 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir að fyrir hendi sé heimild til að gera úrbætur á vegi sem liggur í gegnum Seljanes vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar. Vegurinn sé landvegur en um slíka vegi er fjallað um í vegalögum.Í kvöldfréttum Stöðvar2 í gær greindum við frá því að talsmaður hluta landeiganda að Seljanesi íhugi að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar þar sem hann segir veg, sem gera á útbætur á, liggja í gegnum einkalóð fjölskyldu hans. Upplýsingafulltrúi Vesturverks segir fyrirtækið hafa heimild til að gera úrbætur á veginum. „Samkvæmt þeim samningi sem Vesturverk hefur gert við Vegagerðina þá erum við veghaldarar á þessum vegi og höfum heimild til að framkvæma og lagfæra sex metrum sitt hvorum megin við vegstæðið og það er í rauninni bara það verkefni sem við erum að ráðast í, minni háttar lagfæringar á veginum sem fyrir er,“ sagði Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi Vesturverks. Þá hafi vegurinn verið gerður að landvegi í kring um árið 2004. „Og eftir það er lýtur hann bara sömu reglum og aðrir landvegir,“ sagði Birna. Hún segir lagfæringar á veginum minniháttar og því bragarbót á þeim vegi sem fyrir er. „Ég held að landeigendur að Seljanesi þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að við séum að taka undir okkur neitt meira en vegurinn gerir í raun í dag. Þetta eru fyrst og fremst vegbætur. Vesturverki er auðvitað mjög í mun að fylgja öllum þeim lögum og reglum og ferlum sem gilda um framkvæmdir af þessum toga. Við höfum gert það til þessa og munum gera það áfram,“ Sagði Birna.Svæði við Hvalárósa.Mynd/Tómas Guðbjartsson
Árneshreppur Deilur um Hvalárvirkjun Orkumál Umhverfismál Tengdar fréttir Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57 Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunnar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53 Segir landeigendur íhuga að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar Hann segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans 20. júlí 2019 19:15 Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Íhugar að leggjast á jarðýturnar til að mótmæla fyrirhuguðum framkvæmdum Hvalárvirkjunar Öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við virkjunina hefur verið hafnað 20. júlí 2019 12:57
Elísabetu og Hrafni hótað vegna Hvalárvirkjunnar: „Villdi að þið sistkini væruð bæði dauð“ Hrafn Jökulsson segist ekki kippa sér mikið upp við þær hótanir sem honum og Elísabetu, systur hans, hafa borist. 21. júlí 2019 10:53
Segir landeigendur íhuga að leita réttar síns vegna fyrirhugaðra framkvæmda Hvalárvirkjunar Hann segir að stór partur vegaframkvæmda, sem ráðast á í vegna Hvalárvirkjunar, sé á einkalandi fjölskyldu hans 20. júlí 2019 19:15
Hafna öllum kröfum um stöðvun framkvæmda við Hvalárvirkjun Eigendur jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi lýsa yfir miklum vonbrigðum vegna ákvörðunarinnar. 19. júlí 2019 17:30