Krabbamein fer ekki í frí Hulda Hjálmarsdóttir skrifar 22. júlí 2019 12:12 Enn eitt sumarið er runnið upp þar sem fregnir berast af fólki sem er að bíða eftir aðgerðum, deildum sé lokað og að fólk bíði lengri tíma eftir svörum. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Hvernig má það vera að á hverju ári stöndum við frammi fyrir þessari sömu staðreynd og ekkert sé gert til að bæta ástandið? Hver er ástæðan á bakvið það að loka þurfi deildum, er það í sparnaðarskyni eða fæst ekki fólk til afleysinga yfir sumartímann? Ef við stöndum frammi fyrir sömu staðreyndinni ár eftir ár þá hljótum við að geta rýnt til gagns til að gera heilbrigðiskerfið okkar starfshæft allan ársins hring. Ég vona það, trúi og tel það vera vilja okkar allra að búa við bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á allan ársins hring, sama hvenær þú þarft á henni að halda. Í vikunni birtust fréttir af konu sem var að endurgreinast og er að bíða eftir aðgerð sem ekki var hægt að flýta vegna sumarleyfa. Það að sitja heima og bíða eftir að vita hver næstu skref eru þegar þú ert með lífsógnandi sjúkdóm er hreinlega ekki boðlegt. Það er bæði erfitt líkamlega og andlega. Maður situr ekkert rólegur með kaffibollann sinn að velta fyrir sér hvenær maður verði kallaður inn í aðgerð. Það eru alls kyns hugsanir sem fara í gang. Ég geri mér grein fyrir því að vandamálið er stórt og fyrir ríkir mannekla meðal heilbrigðisstarfsfólks og krabbameinslækna en ég neita að trúa að þetta sé bara staðreynd sem verði ekki hnikað. Ef við lítum fram á veginn hljótum við að geta búið þannig um að heilbrigðiskerfið okkar sé starfhæft og geti tekið á móti fólki og þjónustað sjúklinga allan ársins hring sama hvort það sé sumar eða vetur. Orð eru til alls fyrst þess vegna fórum við í Krafti af stað með vitundarvakningu nú í júlí undir slagorðunum - Krabbamein fer ekki í frí - til að sýna fram á þá þjónustu sem er í boði yfir sumartímann og hvert sé hægt að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Með umtali sem þessu erum við ekki að reyna vekja óhug hjá fólki og við vitum að það er fullt af góðu fólki á vaktinni. Við erum hins vegar að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið okkar sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er og hvernig sem viðrar. Við skorum á stjórnvöld, velferðarráðuneytið og spítalana að taka þessi mál alvarlega til skoðunar svo við stöndum ekki frammi fyrir því ár eftir ár að ekkert sé óbreytt. Við getum öll greinst með krabbamein. Krabbamein spyr ekki um stað né stund og krabbamein fer svo sannarlega ekki í frí.Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Sjá meira
Enn eitt sumarið er runnið upp þar sem fregnir berast af fólki sem er að bíða eftir aðgerðum, deildum sé lokað og að fólk bíði lengri tíma eftir svörum. Sem betur fer stöndum við ekki frammi fyrir því að krabbameinsdeildum sé lokað en á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu eins og á geðsviðinu er heilu deildunum lokað vegna sumarleyfa. Hvernig má það vera að á hverju ári stöndum við frammi fyrir þessari sömu staðreynd og ekkert sé gert til að bæta ástandið? Hver er ástæðan á bakvið það að loka þurfi deildum, er það í sparnaðarskyni eða fæst ekki fólk til afleysinga yfir sumartímann? Ef við stöndum frammi fyrir sömu staðreyndinni ár eftir ár þá hljótum við að geta rýnt til gagns til að gera heilbrigðiskerfið okkar starfshæft allan ársins hring. Ég vona það, trúi og tel það vera vilja okkar allra að búa við bestu heilbrigðisþjónustuna sem völ er á allan ársins hring, sama hvenær þú þarft á henni að halda. Í vikunni birtust fréttir af konu sem var að endurgreinast og er að bíða eftir aðgerð sem ekki var hægt að flýta vegna sumarleyfa. Það að sitja heima og bíða eftir að vita hver næstu skref eru þegar þú ert með lífsógnandi sjúkdóm er hreinlega ekki boðlegt. Það er bæði erfitt líkamlega og andlega. Maður situr ekkert rólegur með kaffibollann sinn að velta fyrir sér hvenær maður verði kallaður inn í aðgerð. Það eru alls kyns hugsanir sem fara í gang. Ég geri mér grein fyrir því að vandamálið er stórt og fyrir ríkir mannekla meðal heilbrigðisstarfsfólks og krabbameinslækna en ég neita að trúa að þetta sé bara staðreynd sem verði ekki hnikað. Ef við lítum fram á veginn hljótum við að geta búið þannig um að heilbrigðiskerfið okkar sé starfhæft og geti tekið á móti fólki og þjónustað sjúklinga allan ársins hring sama hvort það sé sumar eða vetur. Orð eru til alls fyrst þess vegna fórum við í Krafti af stað með vitundarvakningu nú í júlí undir slagorðunum - Krabbamein fer ekki í frí - til að sýna fram á þá þjónustu sem er í boði yfir sumartímann og hvert sé hægt að leita en vekja um leið athygli á lokunum og mögulegri skerðingu á þjónustu. Með umtali sem þessu erum við ekki að reyna vekja óhug hjá fólki og við vitum að það er fullt af góðu fólki á vaktinni. Við erum hins vegar að vekja athygli á þessari stöðu sem kemur upp árlega sem verður ekki breytt nema við tökum saman staðreyndir málsins og rýnum til gagns svo að heilbrigðiskerfið okkar sé í stakk búið til að taka á móti fólki, hvenær ársins sem er og hvernig sem viðrar. Við skorum á stjórnvöld, velferðarráðuneytið og spítalana að taka þessi mál alvarlega til skoðunar svo við stöndum ekki frammi fyrir því ár eftir ár að ekkert sé óbreytt. Við getum öll greinst með krabbamein. Krabbamein spyr ekki um stað né stund og krabbamein fer svo sannarlega ekki í frí.Höfundur er framkvæmdastjóri Krafts
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun