Erfið vika framundan fyrir Sánchez sem reynir enn að mynda ríkisstjórn Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2019 16:38 Neðri deild þingsins mun fyrst kjósa um það á morgun hvort stuðningur fáist fyrir myndun ríkisstjórnar. Ef það gengur ekki eftir fær Sánchez annað tækifæri á fimmtudag. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Stór vika er framundan fyrir Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar og leiðtoga Sósíalistaflokksins, sem mun á næstu dögum leitast eftir stuðningi þingsins fyrir myndun ríkisstjórnar. Sánchez fær tvö tækifæri í vikunni til þess að tryggja sér meirihlutann í neðri deild spænska þingsins en hefur enn sem komið er enga tryggingu fyrir því að umboðið fáist. Sósíalistaflokkur hans vann flest þingsæti í kosningum sem fram fóru fyrir þremur mánuðum en náði ekki meirihluta á þinginu. Forsætisráðherrann þarf að tryggja stuðning 176 þingsæta af alls 350, en flokkur hans er með 123 sæti á þinginu. Til þess þarf Sánchez að hljóta stuðning frá vinstri flokknum Podemos og öðrum smærri flokkum. Fregnir hafa borist af því að viðræður Sánchez við Podemos hafi farið vel af stað en ef forsætisráðherrann nær ekki að tryggja sér stuðning meirihluta þingsins í vikunni eru taldar líkur á því að kallað verði til nýrra þingkosninga. Ef tilraunir Sánchez takast ekki í þessari viku mun hann fá tvo mánuði í viðbót til að semja við aðra flokka áður en Filippus sjötti, konungur Spánar leysir upp þingið og boðar til nýrra kosninga. Þær kosningar yrðu þá þær fjórðu á síðastliðnum fjórum árum. Sánchez tók við embætti forsætisráðherra fyrir um ári síðan þegar forveri hans, íhaldsmaðurinn Mariano Rajoy, stóðst ekki vantrauststillögu í þinginu. Sánchez fór fyrir minnihlutastjórn þangað til í febrúar á þessu ári þegar katalónskir aðskilnaðarsinnar felldu fjárlagafrumvarp hans. Í kjölfarið kallaði hann til kosninga. Spánn Tengdar fréttir Vinstriflokkarnir gætu unnið kosningasigur á Spáni Kosið verður á Spáni 28. apríl. Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkur komi mönnum á þing í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis. 9. apríl 2019 13:11 Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Stór vika er framundan fyrir Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar og leiðtoga Sósíalistaflokksins, sem mun á næstu dögum leitast eftir stuðningi þingsins fyrir myndun ríkisstjórnar. Sánchez fær tvö tækifæri í vikunni til þess að tryggja sér meirihlutann í neðri deild spænska þingsins en hefur enn sem komið er enga tryggingu fyrir því að umboðið fáist. Sósíalistaflokkur hans vann flest þingsæti í kosningum sem fram fóru fyrir þremur mánuðum en náði ekki meirihluta á þinginu. Forsætisráðherrann þarf að tryggja stuðning 176 þingsæta af alls 350, en flokkur hans er með 123 sæti á þinginu. Til þess þarf Sánchez að hljóta stuðning frá vinstri flokknum Podemos og öðrum smærri flokkum. Fregnir hafa borist af því að viðræður Sánchez við Podemos hafi farið vel af stað en ef forsætisráðherrann nær ekki að tryggja sér stuðning meirihluta þingsins í vikunni eru taldar líkur á því að kallað verði til nýrra þingkosninga. Ef tilraunir Sánchez takast ekki í þessari viku mun hann fá tvo mánuði í viðbót til að semja við aðra flokka áður en Filippus sjötti, konungur Spánar leysir upp þingið og boðar til nýrra kosninga. Þær kosningar yrðu þá þær fjórðu á síðastliðnum fjórum árum. Sánchez tók við embætti forsætisráðherra fyrir um ári síðan þegar forveri hans, íhaldsmaðurinn Mariano Rajoy, stóðst ekki vantrauststillögu í þinginu. Sánchez fór fyrir minnihlutastjórn þangað til í febrúar á þessu ári þegar katalónskir aðskilnaðarsinnar felldu fjárlagafrumvarp hans. Í kjölfarið kallaði hann til kosninga.
Spánn Tengdar fréttir Vinstriflokkarnir gætu unnið kosningasigur á Spáni Kosið verður á Spáni 28. apríl. Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkur komi mönnum á þing í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis. 9. apríl 2019 13:11 Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Vinstriflokkarnir gætu unnið kosningasigur á Spáni Kosið verður á Spáni 28. apríl. Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkur komi mönnum á þing í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis. 9. apríl 2019 13:11
Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39
Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33