Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. júlí 2019 21:00 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Formaður Neytendasamtakanna vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug. Hann telur skilmálana dæmi um ósanngjarna viðskiptahætti en framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Undanfarið hafa neytendasamtökin gagnrýnt svokallaða mætingarskyldu í flug, eða no show reglu. Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. „Og þetta þykir okkur vera ósanngjarnir skilmálar. Reyndar hafa fallið dómar í Evrópu gegn Iberia, KLM og Air France þar sem þessir skilmálar eru dæmdir ósanngjarnir,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Þá telur hann skilmálana ganga gegn 36.gr. samningalaga um ósanngjarna viðskiptahætti. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. „Og hins vegar hefur þetta haft með það að gera með hvaða flugfélögum hvert flugfélag starfar. Hvernig verið er að tengja saman ferðir mismunandi flugfélaga og svo framvegis þannig þetta hefur líka með reglur þeirra allra að gera þegar þau starfa saman,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs. Breki segir slíka reglu ekki tíðkast í neinum öðrum viðskiptum og vill hann að sjá breytingar á. „Ég vil að Icelandair felli niður þessa ósanngjörnu skilmála,“ sagði Breki. „Þetta er mál sem við höfum verið með í skoðun í svolítinn tíma. Það er að verða töluverð þróun gagnvart þessu máli alþjóðlega sem við fylgjumst grannt með og viljum auðvitað bara gera hið rétta í þessu,“ sagði Birna Ósk. „Og við hvetjum alla sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur því við viljum fá úr því skorið hvort þetta sé lögmætt eða ekki,“ sagði Breki. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Formaður Neytendasamtakanna vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug. Hann telur skilmálana dæmi um ósanngjarna viðskiptahætti en framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Undanfarið hafa neytendasamtökin gagnrýnt svokallaða mætingarskyldu í flug, eða no show reglu. Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. „Og þetta þykir okkur vera ósanngjarnir skilmálar. Reyndar hafa fallið dómar í Evrópu gegn Iberia, KLM og Air France þar sem þessir skilmálar eru dæmdir ósanngjarnir,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Þá telur hann skilmálana ganga gegn 36.gr. samningalaga um ósanngjarna viðskiptahætti. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair segir málið snúast um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. „Og hins vegar hefur þetta haft með það að gera með hvaða flugfélögum hvert flugfélag starfar. Hvernig verið er að tengja saman ferðir mismunandi flugfélaga og svo framvegis þannig þetta hefur líka með reglur þeirra allra að gera þegar þau starfa saman,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs. Breki segir slíka reglu ekki tíðkast í neinum öðrum viðskiptum og vill hann að sjá breytingar á. „Ég vil að Icelandair felli niður þessa ósanngjörnu skilmála,“ sagði Breki. „Þetta er mál sem við höfum verið með í skoðun í svolítinn tíma. Það er að verða töluverð þróun gagnvart þessu máli alþjóðlega sem við fylgjumst grannt með og viljum auðvitað bara gera hið rétta í þessu,“ sagði Birna Ósk. „Og við hvetjum alla sem hafa lent í þessu að hafa samband við okkur því við viljum fá úr því skorið hvort þetta sé lögmætt eða ekki,“ sagði Breki.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira