Hlaupaleið Reykjavíkurmaraþonsins breytt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. júlí 2019 20:48 Hlaupið fer fram 24. ágúst næstkomandi. RMÍ Hlaupaleið maraþonsins í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur verið breytt umtalsvert frá hlaupi síðasta árs. Hlaupsstjóri maraþonsins segir breytingarnar hafa verið gerðar í því skyni að auka stemningu við hlaupið. Hin nýja leið er fjölbreyttari en sú gamla og verður hlaupinn hringur í stað þess að hlaupara þurfi að hlaupa sömu leiðina tvisvar í sömu átt. Breytingin felur einnig í sér að leiðin liggur nú í meira mæli í gegn um íbúagötur heldur en fyrri ár. Áfram verður hlaupið í gegn um hverfi í vesturbænum og á Seltjarnarnesi, en nú hafa hverfi á borð við Túnin, Teiga, Vogana og Laugardalinn bæst við leiðina. Þá verða síðustu kílómetrar hinnar rúmlega 42 kílómetra leiðar hlaupnir meðfram meðfram Öskjuhlíðinni, í gegnum Þingholtin, Skólavörðuholt, út á Sæbraut fram hjá Hörpu og aftur inn í Lækjargötu, en áður hafði verið hlaupið meðfram ströndinni við Seltjarnarnes.Kort af nýju hlaupaleiðinni.Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupsstjóri Reykjavíkurmaraþonsins, sagði í samtali við Vísi í kvöld að ástæða breytinganna væri ábendingar hlaupara um galla gömlu leiðarinnar. Hlauparar hafi kvartað yfir því að hafa verið einir hluta leiðarinnar. „Við ákváðum að færa brautina meira inn í íbúagötur,“ segir Jóna og bætir við að litið hafi verið til tíu kílómetra hlaupsins sem hlaupið er í gegn um fjölda íbúagatna. „Við höfum reynslu af því að þar er gríðarleg stemning. Jóna segir undirbúning við hlaup ársins hafa hafist um leið og búið hafi verið að ganga frá eftir hlaup síðasta árs. Vinnuhópur hafi verið settur saman, og samanstóð hann meðal annars af reyndum hlaupurum. Tillögum um breytingu á leiðinni hafi verið tekið vel. Með breytingunum segist Jóna vonast eftir aukinni stemningu í maraþoninu og að íbúar hinna nýju gatna fylgi eftir sið sem skapast hefur í kringum hlaupið, þar sem íbúar húsa sem hlaupið er fram hjá koma út og hvetja hlaupara til dáða. Að lokum segist Jóna gera ráð fyrir því að götulokanir í tengslum við hlaupið verði vel auglýstar, en loka þarf einhverjum götum vegna hlaupsins, sem fram fer laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Hlaup Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira
Hlaupaleið maraþonsins í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hefur verið breytt umtalsvert frá hlaupi síðasta árs. Hlaupsstjóri maraþonsins segir breytingarnar hafa verið gerðar í því skyni að auka stemningu við hlaupið. Hin nýja leið er fjölbreyttari en sú gamla og verður hlaupinn hringur í stað þess að hlaupara þurfi að hlaupa sömu leiðina tvisvar í sömu átt. Breytingin felur einnig í sér að leiðin liggur nú í meira mæli í gegn um íbúagötur heldur en fyrri ár. Áfram verður hlaupið í gegn um hverfi í vesturbænum og á Seltjarnarnesi, en nú hafa hverfi á borð við Túnin, Teiga, Vogana og Laugardalinn bæst við leiðina. Þá verða síðustu kílómetrar hinnar rúmlega 42 kílómetra leiðar hlaupnir meðfram meðfram Öskjuhlíðinni, í gegnum Þingholtin, Skólavörðuholt, út á Sæbraut fram hjá Hörpu og aftur inn í Lækjargötu, en áður hafði verið hlaupið meðfram ströndinni við Seltjarnarnes.Kort af nýju hlaupaleiðinni.Jóna Hildur Bjarnadóttir, hlaupsstjóri Reykjavíkurmaraþonsins, sagði í samtali við Vísi í kvöld að ástæða breytinganna væri ábendingar hlaupara um galla gömlu leiðarinnar. Hlauparar hafi kvartað yfir því að hafa verið einir hluta leiðarinnar. „Við ákváðum að færa brautina meira inn í íbúagötur,“ segir Jóna og bætir við að litið hafi verið til tíu kílómetra hlaupsins sem hlaupið er í gegn um fjölda íbúagatna. „Við höfum reynslu af því að þar er gríðarleg stemning. Jóna segir undirbúning við hlaup ársins hafa hafist um leið og búið hafi verið að ganga frá eftir hlaup síðasta árs. Vinnuhópur hafi verið settur saman, og samanstóð hann meðal annars af reyndum hlaupurum. Tillögum um breytingu á leiðinni hafi verið tekið vel. Með breytingunum segist Jóna vonast eftir aukinni stemningu í maraþoninu og að íbúar hinna nýju gatna fylgi eftir sið sem skapast hefur í kringum hlaupið, þar sem íbúar húsa sem hlaupið er fram hjá koma út og hvetja hlaupara til dáða. Að lokum segist Jóna gera ráð fyrir því að götulokanir í tengslum við hlaupið verði vel auglýstar, en loka þarf einhverjum götum vegna hlaupsins, sem fram fer laugardaginn 24. ágúst næstkomandi.
Hlaup Reykjavík Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Sjá meira