Ráðleggur neytendum að forðast eCommerce Ari Brynjólfsson skrifar 23. júlí 2019 08:00 Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group Ltd., hefur fundað með fulltrúum Umboðsmanns skuldara hér á landi. Vildi hann þá lítið ræða starfshætti fyrirtækisins sem býður nú skammtímalán á 53,7 prósenta vöxtum. Mynd/Kredia Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. „Það er vissulega ánægjulegt að fyrirtækið tilkynni það að það sé hætt í ólöglegri lánastarfsemi, þó það nú væri. Það er þó enn að innheimta ólögleg lán,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Smálánafyrirtækið eCommerce 2020 Aps, í eigu Kredia Group, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kynnt var nýtt skammtímalán á 53,7% vöxtum. Vextirnir eru nákvæmlega innan marka laga um heildarlántökukostnað sem má aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni ásamt stýrivöxtum Seðlabankans. Samkvæmt tilkynningunni verður hætt að veita smálán í núverandi mynd, óvíst er hvað verður um starfsemi Hraðpeninga, Kredia, 1919 og Múla, sem hafa veitt smálán í íslenskum krónum í gegnum lén í Danmörku. Hér á landi sér fyrirtækið Almenn innheimta ehf., sem skráð er á Siglufirði, um að innheimta skuldir við smálán.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.Neytendasamtökin sendu frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem skorað var á Almenna innheimtu ehf. að hætta að innheimta smálánaskuldir. Brynhildur segir að sú krafa standi, einnig í ljósi þess að dæmi séu um að innheimtufyrirtækið hefur sjálft lánað skuldurum til að greiða upp smálánið og þannig náð að eyða lagalegum vafa um skuldina. „Almenn innheimta er að innheimta ólögmætar kröfur og neita lántakendum um skýra sundurliðun á kröfum svo að það sjáist svart á hvítu hver vaxtakostnaðurinn er. Á sama tíma og þeir hóta fólki með vanskilaskráningu gefa þeir sér langan tíma til að finna út úr því hvernig krafan er tilkomin eða allt að 90 daga. Við gerum þá kröfu að fyrirtækið hætti innheimtu á þessum ólöglegu lánum í gegnum Almenna innheimtu,“ segir Brynhildur. Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group Ltd., segir í tilkynningunni að verið sé að „virða óskir og væntingar“ sem tengjast hraðri þróun á „fjártengdum vörum fyrir Norður-Evrópumarkað“. Það skal tekið fram að fyrirtækið hefur til þessa eingöngu lánað til Íslendinga og stundað markaðssetningu hér á landi, þar með talið að senda óumbeðin smáskilaboð. Smálánafyrirtæki hafa fleiri tól en vexti, til dæmis flýtigjald eða svokallaða rafbók. Samkvæmt lögum sem Alþingi setti til höfuðs smálánafyrirtækjunum árið 2013 má heildarlántökukostnaður aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni auk Seðlabankavaxta. Brynhildur er ekki sannfærð að lántökukostnaðurinn verði innan löglegra marka. „Miðað við reynsluna af þessu fyrirtæki þá getum við ekki ráðlagt neytendum að stunda viðskipti við það.“ Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Lánafyrirtækið eCommerce 2020, sem rekur smálánafyrirtækin Kredia, Hraðpeninga og fleiri, hefur lækkað vexti niður í þá hæstu leyfilegu samkvæmt lögum. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna hefur efasemdir. „Það er vissulega ánægjulegt að fyrirtækið tilkynni það að það sé hætt í ólöglegri lánastarfsemi, þó það nú væri. Það er þó enn að innheimta ólögleg lán,“ segir Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. Smálánafyrirtækið eCommerce 2020 Aps, í eigu Kredia Group, sendi frá sér fréttatilkynningu í gær þar sem kynnt var nýtt skammtímalán á 53,7% vöxtum. Vextirnir eru nákvæmlega innan marka laga um heildarlántökukostnað sem má aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni ásamt stýrivöxtum Seðlabankans. Samkvæmt tilkynningunni verður hætt að veita smálán í núverandi mynd, óvíst er hvað verður um starfsemi Hraðpeninga, Kredia, 1919 og Múla, sem hafa veitt smálán í íslenskum krónum í gegnum lén í Danmörku. Hér á landi sér fyrirtækið Almenn innheimta ehf., sem skráð er á Siglufirði, um að innheimta skuldir við smálán.Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna.Neytendasamtökin sendu frá sér tilkynningu fyrir helgi þar sem skorað var á Almenna innheimtu ehf. að hætta að innheimta smálánaskuldir. Brynhildur segir að sú krafa standi, einnig í ljósi þess að dæmi séu um að innheimtufyrirtækið hefur sjálft lánað skuldurum til að greiða upp smálánið og þannig náð að eyða lagalegum vafa um skuldina. „Almenn innheimta er að innheimta ólögmætar kröfur og neita lántakendum um skýra sundurliðun á kröfum svo að það sjáist svart á hvítu hver vaxtakostnaðurinn er. Á sama tíma og þeir hóta fólki með vanskilaskráningu gefa þeir sér langan tíma til að finna út úr því hvernig krafan er tilkomin eða allt að 90 daga. Við gerum þá kröfu að fyrirtækið hætti innheimtu á þessum ólöglegu lánum í gegnum Almenna innheimtu,“ segir Brynhildur. Ondrej Šmakal, forstjóri Kredia Group Ltd., segir í tilkynningunni að verið sé að „virða óskir og væntingar“ sem tengjast hraðri þróun á „fjártengdum vörum fyrir Norður-Evrópumarkað“. Það skal tekið fram að fyrirtækið hefur til þessa eingöngu lánað til Íslendinga og stundað markaðssetningu hér á landi, þar með talið að senda óumbeðin smáskilaboð. Smálánafyrirtæki hafa fleiri tól en vexti, til dæmis flýtigjald eða svokallaða rafbók. Samkvæmt lögum sem Alþingi setti til höfuðs smálánafyrirtækjunum árið 2013 má heildarlántökukostnaður aldrei verða hærri en 50 prósent af lánsfjárhæðinni auk Seðlabankavaxta. Brynhildur er ekki sannfærð að lántökukostnaðurinn verði innan löglegra marka. „Miðað við reynsluna af þessu fyrirtæki þá getum við ekki ráðlagt neytendum að stunda viðskipti við það.“
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Smálán Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira