Stígi varlega til jarðar varðandi Uber Sighvatur Arnmundsson skrifar 23. júlí 2019 06:00 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs. Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir að komi til þess að farveitur á borð við Uber hefji starfsemi í borginni þurfi að stíga varlega til jarðar. Uber geti bætt nýtingu á hverjum bíl en líka leitt til aukinnar umferðar. „Þetta er svolítið snúið mál og ekki hægt að mála þetta svart og hvítt. Borgarstjórn hefur lýst því yfir að hún styðji að fjöldatakmörkunum á leigubílum verði aflétt. Hins vegar þurfum við að stíga varlega til jarðar þegar kemur að svona fyrirtækjum eins og Uber,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Samkvæmt drögum að frumvarpi að nýjum lögum um leigubifreiðar stendur til að afnema fjöldatakmarkanir á leyfum til leigubílaaksturs. Eru slíkar takmarkanir ekki taldar samrýmast EES-samningnum. Málið er nú til frekari vinnslu hjá stjórnvöldum þar sem meðal annars er unnið úr þeim athugasemdum sem bárust meðan það var til umsagnar í samráðsgátt. Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að í frumvarpinu sé verið að setja íþyngjandi skilyrði sem komi í veg fyrir að farveitur á borð við Uber geti hafið starfsemi á Íslandi. Sigurborg segist óttast að komi til þess að Uber og sambærileg fyrirtæki hefji rekstur í Reykjavík muni það leiða til aukinnar umferðar. „Það er mjög gott að fá betri nýtingu á hverju farartæki fyrir sig en það er hins vegar ekki gott fyrir borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ef umferðin er að fara að aukast vegna tilkomu þessara fyrirtækja. Það hefur sýnt sig að það hefur gerst í öðrum borgum.“ Fyrir borgina snúist þetta um að minnka umferð til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um minni útblástur. „Þetta snýst líka um betri landnotkun. Það er praktískt fyrir okkur að hafa færri bílastæði og nýta borgina betur. Uber getur hjálpað til við þetta en getur líka aukið umferð. “ Borgin vilji fá fleiri leigubíla þar sem nýting hvers bíls sé mjög góð en huga þurfi vel að því hvernig Uber myndi þróast í borginni. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leigubílar Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Fyrsti starfsmaður Uber hættir í stjórn fyrirtækisins Ryan Graves mun láta af störfum sem stjórnarmeðlimur frá og með mánudeginum. 24. maí 2019 22:54 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Uber hættir í Barcelona vegna nýrra reglna Samkvæmt nýju reglunum mega bílstjórar farveitna eins og Uber ekki sækja farþegar fyrr en að minnsta kosti korteri eftir að far er bókað. 31. janúar 2019 11:32 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur segir að komi til þess að farveitur á borð við Uber hefji starfsemi í borginni þurfi að stíga varlega til jarðar. Uber geti bætt nýtingu á hverjum bíl en líka leitt til aukinnar umferðar. „Þetta er svolítið snúið mál og ekki hægt að mála þetta svart og hvítt. Borgarstjórn hefur lýst því yfir að hún styðji að fjöldatakmörkunum á leigubílum verði aflétt. Hins vegar þurfum við að stíga varlega til jarðar þegar kemur að svona fyrirtækjum eins og Uber,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Samkvæmt drögum að frumvarpi að nýjum lögum um leigubifreiðar stendur til að afnema fjöldatakmarkanir á leyfum til leigubílaaksturs. Eru slíkar takmarkanir ekki taldar samrýmast EES-samningnum. Málið er nú til frekari vinnslu hjá stjórnvöldum þar sem meðal annars er unnið úr þeim athugasemdum sem bárust meðan það var til umsagnar í samráðsgátt. Meðal þess sem hefur verið gagnrýnt er að í frumvarpinu sé verið að setja íþyngjandi skilyrði sem komi í veg fyrir að farveitur á borð við Uber geti hafið starfsemi á Íslandi. Sigurborg segist óttast að komi til þess að Uber og sambærileg fyrirtæki hefji rekstur í Reykjavík muni það leiða til aukinnar umferðar. „Það er mjög gott að fá betri nýtingu á hverju farartæki fyrir sig en það er hins vegar ekki gott fyrir borgina og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ef umferðin er að fara að aukast vegna tilkomu þessara fyrirtækja. Það hefur sýnt sig að það hefur gerst í öðrum borgum.“ Fyrir borgina snúist þetta um að minnka umferð til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um minni útblástur. „Þetta snýst líka um betri landnotkun. Það er praktískt fyrir okkur að hafa færri bílastæði og nýta borgina betur. Uber getur hjálpað til við þetta en getur líka aukið umferð. “ Borgin vilji fá fleiri leigubíla þar sem nýting hvers bíls sé mjög góð en huga þurfi vel að því hvernig Uber myndi þróast í borginni.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Leigubílar Reykjavík Samgöngur Tengdar fréttir Fyrsti starfsmaður Uber hættir í stjórn fyrirtækisins Ryan Graves mun láta af störfum sem stjórnarmeðlimur frá og með mánudeginum. 24. maí 2019 22:54 Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02 Uber hættir í Barcelona vegna nýrra reglna Samkvæmt nýju reglunum mega bílstjórar farveitna eins og Uber ekki sækja farþegar fyrr en að minnsta kosti korteri eftir að far er bókað. 31. janúar 2019 11:32 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Fyrsti starfsmaður Uber hættir í stjórn fyrirtækisins Ryan Graves mun láta af störfum sem stjórnarmeðlimur frá og með mánudeginum. 24. maí 2019 22:54
Deilibílaþjónustur fengu kjaftshögg í New York New York varð í gær fyrsta bandaríska stórborgin til að takmarka fjölda bifreiða á vegum deilibílaþjónusta. Fyrirtækjunum verður jafnframt skylt að tryggja ökumönnum sínum lágmarkslaun. 9. ágúst 2018 07:02
Uber hættir í Barcelona vegna nýrra reglna Samkvæmt nýju reglunum mega bílstjórar farveitna eins og Uber ekki sækja farþegar fyrr en að minnsta kosti korteri eftir að far er bókað. 31. janúar 2019 11:32