Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júlí 2019 09:29 Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. Vísir/Getty Móðir bandaríska rapparans A$AP Rocky er sannfærð um að sænsk yfirvöld séu óþarflega hörð við son sinn því þau vilji refsa honum öðrum til viðvörunar. Hana grunar að meðferð Svía á rapparanum sé vegna kynþáttafordóma. Dómari í Svíþjóð samþykkti fyrir helgi beiðni saksóknara um að framlengja gæsluvarðhald yfir rapparanum um eina viku. Hann var handtekinn í Stokkhólmi í byrjun júlí grunaður um að hafa, ásamt tveimur öðrum, ráðist á mann þann 30. júní. Myndskeið náðist af árásinni. Rocky og meintir samverkamenn bera fyrir sig að umræddur maður hefði áreitt þá. Rocky hefur nú þegar þurft að aflýsa tólf tónleikum vegna málsins. Renee Black, móðir rapparans, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist fyrir helgi ætla að setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Hann kvaðst hafa rætt málið við bandaríska rapparann Kanye West.Sniðganga Svíþjóð Black segist síður vilja fullyrða um kynþáttafordóma af hálfu sænskra yfirvalda en bætir við að það sé erfitt að hunsa ýmis merki sem bendi til þess. Nokkrir rapparar hafa stigið fram og kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð að öllu leyti og segjast sjálfir ekki ætla að koma fram í Svíþjóð þar til Rocky verður laus allra mála. Rapparinn Slim Jxmmi hefur kallað eftir samstöðu með Rocky og boðar þvingunaraðgerðir. Hann vill að tónlistarmenn hætti við að koma fram á tónleikum í Svíþjóð. Hann segist oft hafa komið fram í Svíþjóð en bætir við að hann muni ekki sækja landið heim fyrr en yfirvöld bæta Rocky skaðann. Bandaríkin Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13 Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Móðir bandaríska rapparans A$AP Rocky er sannfærð um að sænsk yfirvöld séu óþarflega hörð við son sinn því þau vilji refsa honum öðrum til viðvörunar. Hana grunar að meðferð Svía á rapparanum sé vegna kynþáttafordóma. Dómari í Svíþjóð samþykkti fyrir helgi beiðni saksóknara um að framlengja gæsluvarðhald yfir rapparanum um eina viku. Hann var handtekinn í Stokkhólmi í byrjun júlí grunaður um að hafa, ásamt tveimur öðrum, ráðist á mann þann 30. júní. Myndskeið náðist af árásinni. Rocky og meintir samverkamenn bera fyrir sig að umræddur maður hefði áreitt þá. Rocky hefur nú þegar þurft að aflýsa tólf tónleikum vegna málsins. Renee Black, móðir rapparans, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist fyrir helgi ætla að setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Hann kvaðst hafa rætt málið við bandaríska rapparann Kanye West.Sniðganga Svíþjóð Black segist síður vilja fullyrða um kynþáttafordóma af hálfu sænskra yfirvalda en bætir við að það sé erfitt að hunsa ýmis merki sem bendi til þess. Nokkrir rapparar hafa stigið fram og kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð að öllu leyti og segjast sjálfir ekki ætla að koma fram í Svíþjóð þar til Rocky verður laus allra mála. Rapparinn Slim Jxmmi hefur kallað eftir samstöðu með Rocky og boðar þvingunaraðgerðir. Hann vill að tónlistarmenn hætti við að koma fram á tónleikum í Svíþjóð. Hann segist oft hafa komið fram í Svíþjóð en bætir við að hann muni ekki sækja landið heim fyrr en yfirvöld bæta Rocky skaðann.
Bandaríkin Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13 Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Sjá meira
Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13
Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45
Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00