Móðir A$AP Rocky segir Svía vilja refsa syni sínum öðrum til viðvörunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júlí 2019 09:29 Renee Black, móðir rapparans A$AP Rocky, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. Vísir/Getty Móðir bandaríska rapparans A$AP Rocky er sannfærð um að sænsk yfirvöld séu óþarflega hörð við son sinn því þau vilji refsa honum öðrum til viðvörunar. Hana grunar að meðferð Svía á rapparanum sé vegna kynþáttafordóma. Dómari í Svíþjóð samþykkti fyrir helgi beiðni saksóknara um að framlengja gæsluvarðhald yfir rapparanum um eina viku. Hann var handtekinn í Stokkhólmi í byrjun júlí grunaður um að hafa, ásamt tveimur öðrum, ráðist á mann þann 30. júní. Myndskeið náðist af árásinni. Rocky og meintir samverkamenn bera fyrir sig að umræddur maður hefði áreitt þá. Rocky hefur nú þegar þurft að aflýsa tólf tónleikum vegna málsins. Renee Black, móðir rapparans, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist fyrir helgi ætla að setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Hann kvaðst hafa rætt málið við bandaríska rapparann Kanye West.Sniðganga Svíþjóð Black segist síður vilja fullyrða um kynþáttafordóma af hálfu sænskra yfirvalda en bætir við að það sé erfitt að hunsa ýmis merki sem bendi til þess. Nokkrir rapparar hafa stigið fram og kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð að öllu leyti og segjast sjálfir ekki ætla að koma fram í Svíþjóð þar til Rocky verður laus allra mála. Rapparinn Slim Jxmmi hefur kallað eftir samstöðu með Rocky og boðar þvingunaraðgerðir. Hann vill að tónlistarmenn hætti við að koma fram á tónleikum í Svíþjóð. Hann segist oft hafa komið fram í Svíþjóð en bætir við að hann muni ekki sækja landið heim fyrr en yfirvöld bæta Rocky skaðann. Bandaríkin Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13 Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Sjá meira
Móðir bandaríska rapparans A$AP Rocky er sannfærð um að sænsk yfirvöld séu óþarflega hörð við son sinn því þau vilji refsa honum öðrum til viðvörunar. Hana grunar að meðferð Svía á rapparanum sé vegna kynþáttafordóma. Dómari í Svíþjóð samþykkti fyrir helgi beiðni saksóknara um að framlengja gæsluvarðhald yfir rapparanum um eina viku. Hann var handtekinn í Stokkhólmi í byrjun júlí grunaður um að hafa, ásamt tveimur öðrum, ráðist á mann þann 30. júní. Myndskeið náðist af árásinni. Rocky og meintir samverkamenn bera fyrir sig að umræddur maður hefði áreitt þá. Rocky hefur nú þegar þurft að aflýsa tólf tónleikum vegna málsins. Renee Black, móðir rapparans, segist vera orðin ráðþrota. Hún hefði haldið að ákall forseta Bandaríkjanna nægði til þess að leysa Rocky úr haldi. Hún hefur aðeins einu sinni náð að tala við Rocky síðan hann var handtekinn en hún segir að hann hafi verið í góðu jafnvægi. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagðist fyrir helgi ætla að setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá A$AP Rocky lausan úr haldi. Hann kvaðst hafa rætt málið við bandaríska rapparann Kanye West.Sniðganga Svíþjóð Black segist síður vilja fullyrða um kynþáttafordóma af hálfu sænskra yfirvalda en bætir við að það sé erfitt að hunsa ýmis merki sem bendi til þess. Nokkrir rapparar hafa stigið fram og kallað eftir sniðgöngu á Svíþjóð að öllu leyti og segjast sjálfir ekki ætla að koma fram í Svíþjóð þar til Rocky verður laus allra mála. Rapparinn Slim Jxmmi hefur kallað eftir samstöðu með Rocky og boðar þvingunaraðgerðir. Hann vill að tónlistarmenn hætti við að koma fram á tónleikum í Svíþjóð. Hann segist oft hafa komið fram í Svíþjóð en bætir við að hann muni ekki sækja landið heim fyrr en yfirvöld bæta Rocky skaðann.
Bandaríkin Lögreglumál Svíþjóð Tónlist Tengdar fréttir Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13 Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45 Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27 Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00 Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið Pub Quiz hvar sem er, hvenær sem er! Lífið samstarf Fleiri fréttir Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Sjá meira
Trump bauðst til að ábyrgjast A$AP Rocky persónulega Fjölmiðlafulltrúi sænska forsætisráðherrans greindi frá því að Löfven hafi í samtali sínu við Trump lagt áherslu á sjálfstæði sænska dómskerfisins og að stjórnvöld geti ekki reynt að hafa áhrif á framgöngu málsins. 20. júlí 2019 19:13
Krefjast þess að fá að halda A$AP Rocky lengur í gæsluvarðhaldi Saksóknarar í Svíþjóð munu að öllum líkindum leggja fram ákæru á hendur rapparanum næsta fimmtudag. 19. júlí 2019 10:45
Gæsluvarðhald yfir A$AP Rocky framlengt A$AP Rocky er grunaður um líkamsárás í Stokkhólmi í lok júní. 19. júlí 2019 14:27
Ætlar að hringja í „hinn hæfileikaríka“ forsætisráðherra Svíþjóðar til að fá A$AP Rocky lausan Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst setja sig í samband við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og reyna að fá bandaríska rapparann A$AP Rocky lausan úr fangelsi í Stokkhólmi. Rapparinn var handtekinn í byrjun júlí grunaður um líkamsárás. 19. júlí 2019 23:00