Franskir íhaldsmenn ætla að hunsa Gretu Thunberg Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 13:43 Thunberg var boðið á ráðstefnu ungra aðgerðasinna í loftslagsmálum í franska þinginu í dag. Vísir/EPA Hópur hægriöfga- og íhaldsþingmanna á franska þinginu ætla að sniðganga fund þingnefndar með Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkunni sem hefur staðið fyrir skólaverkföllum til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þingmennirnir hafa hæðst að Thunberg á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Þverpólitískur hópur þingmanna bauð Thunberg að koma fyrir þingnefnd í dag. Hún ætlar jafnframt að fylgjast með þingfundi á þingpöllum. Heimsókn Thunberg hugnast ekki þingmönnum úr íhaldsflokkinum Repúblikönunum og hægriöfgaflokknum Þjóðfylkingunni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar ætla þeir að sniðganga táninginn þegar hún heimsækir þingið. „Ég bið félaga mína um að sniðganga Gretu Thunberg. Við þurfum ekki á heimsendaspámönnum að halda,“ tísti Guillaume Larrive sem er framboði til formanns Repúblikananna. „Þið getið ekki fengið Jóhönnu af Örk loftslagsbreytingar í salinn þegar þingið greiðir atkvæði um viðskiptasamning Evrópusambandsins og Kanada,“ sagði Jordan Bardella, Evrópuþingmaður Þjóðfylkingarinnar. Brune Poirson, aðstoðarumhverfisráðherra Frakklands, gaf lítið fyrir gagnrýni hægrimannanna. „Að sniðganga ræðu sextán ára gamallar stúlku, hvað eru þeir hræddir við?“ spurði hann.Skotspónn íhaldsmanna á Íslandi og víðar Thunberg vakti heimsathygli þegar hún fór í svonefnt skólaverkfall fyrir loftslagið, vikuleg mótmæli til að krefjast loftslagsaðgerða, í fyrra. Milljónir barna og ungmenna um allan heim hafa síðan fylgt fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn. Boðskapur Thunberg hefur farið fyrir brjóstið á íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að stöðva loftslagsbreytingar af völdum manna. Hefur hún sætt árásum úr þeim ranni sem hafa stundum beinst að þeirri staðreynd að hún er á einhverfurófi. Íslenskir íhaldsmenn hafa tekið þátt í þeim árásum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu í maí var Thunberg uppnefnd „heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“. Útvarp Saga hafði þá áður birt grein þar sem Thunberg var sögð handbendi George Soros, bandarísk-ungverska auðkýfingsins, sem hefur verið grýla hægriöfgaafla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, vísaði til Thunberg í grein sem hann skrifaði Morgunblaðið í gær. Þar sagði hann kröfur hennar og barna í skólaverkföllum „fullkomlega óraunhæfar“. „Það þora bara fáir að segja það. Það er auðveldara að lofa börnin fyrir framtakið og það að skrópa í skóla,“ skrifaði hann. Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Greta er með Asperger sem hún segir gera það að verkum að hún sjái í gegnum lygar. 24. apríl 2019 11:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Hópur hægriöfga- og íhaldsþingmanna á franska þinginu ætla að sniðganga fund þingnefndar með Gretu Thunberg, sænsku unglingsstúlkunni sem hefur staðið fyrir skólaverkföllum til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þingmennirnir hafa hæðst að Thunberg á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Þverpólitískur hópur þingmanna bauð Thunberg að koma fyrir þingnefnd í dag. Hún ætlar jafnframt að fylgjast með þingfundi á þingpöllum. Heimsókn Thunberg hugnast ekki þingmönnum úr íhaldsflokkinum Repúblikönunum og hægriöfgaflokknum Þjóðfylkingunni. Að sögn Reuters-fréttastofunnar ætla þeir að sniðganga táninginn þegar hún heimsækir þingið. „Ég bið félaga mína um að sniðganga Gretu Thunberg. Við þurfum ekki á heimsendaspámönnum að halda,“ tísti Guillaume Larrive sem er framboði til formanns Repúblikananna. „Þið getið ekki fengið Jóhönnu af Örk loftslagsbreytingar í salinn þegar þingið greiðir atkvæði um viðskiptasamning Evrópusambandsins og Kanada,“ sagði Jordan Bardella, Evrópuþingmaður Þjóðfylkingarinnar. Brune Poirson, aðstoðarumhverfisráðherra Frakklands, gaf lítið fyrir gagnrýni hægrimannanna. „Að sniðganga ræðu sextán ára gamallar stúlku, hvað eru þeir hræddir við?“ spurði hann.Skotspónn íhaldsmanna á Íslandi og víðar Thunberg vakti heimsathygli þegar hún fór í svonefnt skólaverkfall fyrir loftslagið, vikuleg mótmæli til að krefjast loftslagsaðgerða, í fyrra. Milljónir barna og ungmenna um allan heim hafa síðan fylgt fordæmi hennar, þar á meðal íslensk börn. Boðskapur Thunberg hefur farið fyrir brjóstið á íhaldsmönnum víða um heim sem eru andsnúnir aðgerðum til að stöðva loftslagsbreytingar af völdum manna. Hefur hún sætt árásum úr þeim ranni sem hafa stundum beinst að þeirri staðreynd að hún er á einhverfurófi. Íslenskir íhaldsmenn hafa tekið þátt í þeim árásum. Í nafnlausum dálki í Viðskiptablaðinu í maí var Thunberg uppnefnd „heilög Greta“ og hún sökuð um að leiða nýja „barnakrossferð“. Útvarp Saga hafði þá áður birt grein þar sem Thunberg var sögð handbendi George Soros, bandarísk-ungverska auðkýfingsins, sem hefur verið grýla hægriöfgaafla. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, vísaði til Thunberg í grein sem hann skrifaði Morgunblaðið í gær. Þar sagði hann kröfur hennar og barna í skólaverkföllum „fullkomlega óraunhæfar“. „Það þora bara fáir að segja það. Það er auðveldara að lofa börnin fyrir framtakið og það að skrópa í skóla,“ skrifaði hann.
Frakkland Loftslagsmál Tengdar fréttir Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35 Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26 Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Greta er með Asperger sem hún segir gera það að verkum að hún sjái í gegnum lygar. 24. apríl 2019 11:21 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Fjöldi nemenda skellti sér í enn eitt verkfallið fyrir loftslagið Fjöldi ungmenna kom saman á Austurvelli í hádeginu til að minna stjornmálamenn á að grípa til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar séu til að staðið verði við ákvæði Parísarsamkomulagsins. 24. maí 2019 13:35
Fer frá eftir Downs-ummæli um Gretu Thunberg Á Facebook-síðu sænsk forstjóra stóð um Thunberg að hún væri eins nálægt því að vera með Downs-heilkennið og hægt væri að komast. Forstjórinn hefur nú látið af störfum. 24. maí 2019 16:26
Hafa fengið mikla gagnrýni og hótanir Greta er með Asperger sem hún segir gera það að verkum að hún sjái í gegnum lygar. 24. apríl 2019 11:21