Ekkert tilboð barst í stærsta brúarverk Vegagerðarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júlí 2019 20:02 Frá smíði bráðabirgðabrúar yfir Steinavötn í Suðursveit í október 2017. Hún verður áfram í notkun enn um sinn á hringveginum. Mynd/Stöð 2. Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. Þetta koma fram í fréttum Stöðvar 2. Smíða átti 102 metra langa brú yfir Steinavötn, í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklum flóðum haustið 2017, en einnig 46 metra brú yfir Fellsá vestast í Suðursveit, til að leysa af einbreiða brú. Þetta var eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, verkefni upp á um einn milljarð króna. Frestur til að skila inn tilboðum rann út klukkan 14 í dag hjá Vegagerðinni en ekkert barst. Sama gerðist í útboði brúar yfir Kvíá í Öræfasveit í síðustu viku.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Einar Árnason.Vegagerðarmenn telja þetta vísbendingu um þenslu á verktakamarkaðnum en einnig geti spilað inn í að brúarsmíði sé mjög sérhæfð. Þá séu verkin fjarri þéttbýlinu og erfiðara að fá mannskap. Vonbrigði? „Ja, ekki stór, þannig séð. Það kemur okkur aðeins á óvart að verktakar séu ekki að sýna meiri áhuga. En á móti kemur að við sýnum því skilning. Þetta er kannski ekki besti tíminn yfir hásumarið að ráðast í svona samninga,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. „Og síðan getur bara verið, eins og ég segi, að menn hafi nóg að gera, - í augnablikinu.“Brúin yfir Steinavötn eyðilagðist í miklum flóðum í septemberlok 2017.Mynd/Stöð 2.Vegfarendur um hringveginn hafa nú í nærri tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn. Óskar vonast til að þessi uppákoma nú valdi ekki miklum töfum en Vegagerðin stefnir að því að bjóða verkið aftur út fljótlega. „Við erum hvergi bangnir og við bjóðum bara út núna í haust. Og ég er alveg viss um að þá fáum við tilboð.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. 29. september 2017 16:08 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40 Umferð hleypt um bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn á morgun Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 3. október 2017 12:59 Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. 29. september 2017 20:00 Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Vegagerðin fékk ekkert tilboð í stærsta brúarútboði ársins, smíði tveggja nýrra brúa yfir Steinavötn og Fellsá á hringveginum í Suðursveit, en tilboðsfrestur rann út í dag. Þetta koma fram í fréttum Stöðvar 2. Smíða átti 102 metra langa brú yfir Steinavötn, í stað þeirrar sem eyðilagðist í miklum flóðum haustið 2017, en einnig 46 metra brú yfir Fellsá vestast í Suðursveit, til að leysa af einbreiða brú. Þetta var eitt stærsta útboðsverk ársins og það langstærsta í brúarsmíði, verkefni upp á um einn milljarð króna. Frestur til að skila inn tilboðum rann út klukkan 14 í dag hjá Vegagerðinni en ekkert barst. Sama gerðist í útboði brúar yfir Kvíá í Öræfasveit í síðustu viku.Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Einar Árnason.Vegagerðarmenn telja þetta vísbendingu um þenslu á verktakamarkaðnum en einnig geti spilað inn í að brúarsmíði sé mjög sérhæfð. Þá séu verkin fjarri þéttbýlinu og erfiðara að fá mannskap. Vonbrigði? „Ja, ekki stór, þannig séð. Það kemur okkur aðeins á óvart að verktakar séu ekki að sýna meiri áhuga. En á móti kemur að við sýnum því skilning. Þetta er kannski ekki besti tíminn yfir hásumarið að ráðast í svona samninga,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. „Og síðan getur bara verið, eins og ég segi, að menn hafi nóg að gera, - í augnablikinu.“Brúin yfir Steinavötn eyðilagðist í miklum flóðum í septemberlok 2017.Mynd/Stöð 2.Vegfarendur um hringveginn hafa nú í nærri tvö ár mátt búa við bráðabirgðabrú yfir Steinavötn. Óskar vonast til að þessi uppákoma nú valdi ekki miklum töfum en Vegagerðin stefnir að því að bjóða verkið aftur út fljótlega. „Við erum hvergi bangnir og við bjóðum bara út núna í haust. Og ég er alveg viss um að þá fáum við tilboð.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hornafjörður Samgöngur Veður Tengdar fréttir Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. 29. september 2017 16:08 Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57 Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40 Umferð hleypt um bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn á morgun Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 3. október 2017 12:59 Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. 29. september 2017 20:00 Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Forsætisráðherra um flóðasvæðin: „Gríðarlega miklar hamfarir“ Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur farið um flóðasvæðin á Suðausturlandi í dag ásamt Jóni Gunnarssyni, samgönguráðherra, og Hreini Haraldssyni, vegamálastjóri. 29. september 2017 16:08
Sjötíu ferjaðir yfir Steinavötn með þyrlu Landhelgisgæslunnar Ákveðið hefur verið að þyrlan verði á Höfn í Hornafirði í nótt eins og þurfa þykir. 28. september 2017 19:57
Hringvegurinn lokaður á tveimur stöðum Búið er að loka fyrir alla umferð yfir brúna á þjóðvegi 1 yfir Steinavötn í Suðursveit. 28. september 2017 10:40
Umferð hleypt um bráðabirgðabrúna yfir Steinavötn á morgun Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga verður opnuð fyrir allri umferð á hádegi á morgun. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku. 3. október 2017 12:59
Þjóðvegurinn lokaður í viku hið minnsta Þjóðvegur 1 er lokaður á tveimur stöðum í kjölfar mikilla vatnavaxta á Suðausturlandi undanfarna daga. Brúin yfir Steinavötn er afar löskuð og verður líklega ekki farið í lagfæringar að sögn Guðmundar Vals Guðmundssonar, forstöðumanns hjá Vegagerðinni. 29. september 2017 20:00
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43
Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14