Hvalshræin á Löngufjörum verða ekki fjarlægð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. júlí 2019 21:00 Teymi á vegum Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnunar flaug í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Löngufjörur þar sem 49 hvali rak á land. Tekin voru sýni úr hvölunum sem nú eru til rannsóknar, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Að óbreyttu verða hvalirnir ekki fjarlægðir, samkvæmt sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun. Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ferðina hafa verið farna þar sem ólík sjónarmið um hvort eitthvað eigi að aðhafast um málið hafi komið fram. „Sumir sögðu að þetta væri algjörlega úr alfaraleið og að hvalirnir mættu bara vera þar sem þeir eru, en við höfðum líka fengið beiðnir um að við hlutuðumst til um að þeir yrðu fjarlægðir,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að strangt til tekið væri það á ábyrgð landeigenda á svæðinu að sjá til þess að hvalirnir yrðu fjarlægðir, ef þeim þá hugnaðist það, en Landhelgisgæslan hafi boðist til þess að fljúga leiðangrinum í einni af þyrlum sínum.Langt frá alfaraleið „Okkar mat er að þetta er það langt í burtu frá alfaraleið að það er langbest að láta hvalhræin vera þar sem þau eru og leyfa bara náttúrunni að sjá um það sem koma skal.“ Hann segir nokkur dýranna hafa verið nokkuð grafin í fjörunni og telur ekki langt þangað til meirihluta dýranna verður alfarið kominn í sandinn. Gunnar segist áætla að af 49 hvölum hafi sex þeirra verið kálfar. Hafrannsóknarstofnun vann nokkra rannsóknarvinnu á svæðinu en meðal annars voru tekin sýni í erfðafræðilegum tilgangi, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Sýni voru tekin úr um tíu hvölum. Gunnar segir staðsetningu hvalrekans vart geta hafa verið heppilegri. Staðsetningin sé úr alfaraleið og náttúruöflin verði fljót að sjá um hræin. „Við fengum yfirflug yfir svæðið og ég fékk það strax á tilfinninguna að úr því að þetta óhapp gerðist, þá gat það ekki komið á hentugri stað en þarna,“ segir Gunnar. Jafnframt segir hann svæðið erfitt yfirferðar. Erfitt sé að komast að svæðinu öðruvísi en á vel búnum bíl, nú eða þá á hestbaki. Eins þurfi fólk að hafa varann á ætli það sér að komast fótgangandi á staðinn.Einstakur fjöldi en engu að síður verða hræin ekki færð „Það einstaka við þetta er fjöldinn. Hefði þetta verið einn stakur hvalur hefði enginn gert neitt, en þar sem þetta er nokkur fjöldi þarf að horfa á þetta með öðrum augum. Hvalirnir eru farnir að rotna og það er komin lykt, hún er bara í þeirri vindátt sem blæs.“ Gunnar segir að þrátt fyrir ábendingar um að fjarlægja þyrfti hvalina hafi opinberum aðilum borið saman um að best væri að aðhafast ekkert með tilliti til flutnings hræjanna. „Lögreglan og Heilbrigðiseftirlitið lögðu sitt mat á þetta, eins og Borgarbyggð, og allir sögðu að best væri að láta þetta vera eins og þetta er.“ Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Teymi á vegum Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnunar flaug í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Löngufjörur þar sem 49 hvali rak á land. Tekin voru sýni úr hvölunum sem nú eru til rannsóknar, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Að óbreyttu verða hvalirnir ekki fjarlægðir, samkvæmt sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun. Gunnar Alexander Ólafsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir ferðina hafa verið farna þar sem ólík sjónarmið um hvort eitthvað eigi að aðhafast um málið hafi komið fram. „Sumir sögðu að þetta væri algjörlega úr alfaraleið og að hvalirnir mættu bara vera þar sem þeir eru, en við höfðum líka fengið beiðnir um að við hlutuðumst til um að þeir yrðu fjarlægðir,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu. Hann segir að strangt til tekið væri það á ábyrgð landeigenda á svæðinu að sjá til þess að hvalirnir yrðu fjarlægðir, ef þeim þá hugnaðist það, en Landhelgisgæslan hafi boðist til þess að fljúga leiðangrinum í einni af þyrlum sínum.Langt frá alfaraleið „Okkar mat er að þetta er það langt í burtu frá alfaraleið að það er langbest að láta hvalhræin vera þar sem þau eru og leyfa bara náttúrunni að sjá um það sem koma skal.“ Hann segir nokkur dýranna hafa verið nokkuð grafin í fjörunni og telur ekki langt þangað til meirihluta dýranna verður alfarið kominn í sandinn. Gunnar segist áætla að af 49 hvölum hafi sex þeirra verið kálfar. Hafrannsóknarstofnun vann nokkra rannsóknarvinnu á svæðinu en meðal annars voru tekin sýni í erfðafræðilegum tilgangi, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Sýni voru tekin úr um tíu hvölum. Gunnar segir staðsetningu hvalrekans vart geta hafa verið heppilegri. Staðsetningin sé úr alfaraleið og náttúruöflin verði fljót að sjá um hræin. „Við fengum yfirflug yfir svæðið og ég fékk það strax á tilfinninguna að úr því að þetta óhapp gerðist, þá gat það ekki komið á hentugri stað en þarna,“ segir Gunnar. Jafnframt segir hann svæðið erfitt yfirferðar. Erfitt sé að komast að svæðinu öðruvísi en á vel búnum bíl, nú eða þá á hestbaki. Eins þurfi fólk að hafa varann á ætli það sér að komast fótgangandi á staðinn.Einstakur fjöldi en engu að síður verða hræin ekki færð „Það einstaka við þetta er fjöldinn. Hefði þetta verið einn stakur hvalur hefði enginn gert neitt, en þar sem þetta er nokkur fjöldi þarf að horfa á þetta með öðrum augum. Hvalirnir eru farnir að rotna og það er komin lykt, hún er bara í þeirri vindátt sem blæs.“ Gunnar segir að þrátt fyrir ábendingar um að fjarlægja þyrfti hvalina hafi opinberum aðilum borið saman um að best væri að aðhafast ekkert með tilliti til flutnings hræjanna. „Lögreglan og Heilbrigðiseftirlitið lögðu sitt mat á þetta, eins og Borgarbyggð, og allir sögðu að best væri að láta þetta vera eins og þetta er.“
Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08