Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júlí 2019 06:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. Þetta sagði Mueller sjálfur þegar hann kom fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar þingsins í gær. Ekki var ákveðið að ákæra Trump fyrir nokkurn glæp vegna rannsóknarinnar. Er það vegna reglna dómsmálaráðuneytisins um að ekki skuli ákæra forseta Bandaríkjanna. Er Jerry Nadler, Demókrati og formaður nefndarinnar, spurði Mueller hvort hægt væri að ákæra Trump eftir að hann lætur af embætti sagði Mueller svo vera. Trump svaraði fyrir sig á Twitter. „Þannig að Demókratar mega, ólöglega, skálda upp glæp og gera mjög saklausum forseta upp sakir og þegar hann svarar fyrir sig gegn þessari ólöglegu árás á ríkið er hann sakaður um að hindra framgang réttvísinnar? Rangt!“ tísti Trump. Hann hélt áfram og gagnrýndi að Mueller hafi ekki sérstaklega rannsakað Hillary Clinton, keppinaut Trumps árið 2016, James Comey, fyrrverandi alríkislögreglustjóra, Mueller sjálfan og fleiri aðila. „Hvers vegna rannsakaði Robert Mueller ekki hvernig og hvers vegna hin spillta Hillary Clinton eyddi 33.000 tölvupóstum EFTIR að bandaríska þingið STEFNDI henni? Hún hlýtur að vera með FRÁBÆRA lögmenn!“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Yfirheyrðu höfund umdeildrar skýrslu um Trump í sextán tíma Christopher Steele, breskur fyrrverandi njósnari, er sagður hafa veitt innri endurskoðendum bandaríska dómsmálaráðuneytisins nýjar og mikilvægar upplýsingar um upphaf Rússarannsóknarinnar svonefndu. 9. júlí 2019 20:28 Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. Þetta sagði Mueller sjálfur þegar hann kom fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar þingsins í gær. Ekki var ákveðið að ákæra Trump fyrir nokkurn glæp vegna rannsóknarinnar. Er það vegna reglna dómsmálaráðuneytisins um að ekki skuli ákæra forseta Bandaríkjanna. Er Jerry Nadler, Demókrati og formaður nefndarinnar, spurði Mueller hvort hægt væri að ákæra Trump eftir að hann lætur af embætti sagði Mueller svo vera. Trump svaraði fyrir sig á Twitter. „Þannig að Demókratar mega, ólöglega, skálda upp glæp og gera mjög saklausum forseta upp sakir og þegar hann svarar fyrir sig gegn þessari ólöglegu árás á ríkið er hann sakaður um að hindra framgang réttvísinnar? Rangt!“ tísti Trump. Hann hélt áfram og gagnrýndi að Mueller hafi ekki sérstaklega rannsakað Hillary Clinton, keppinaut Trumps árið 2016, James Comey, fyrrverandi alríkislögreglustjóra, Mueller sjálfan og fleiri aðila. „Hvers vegna rannsakaði Robert Mueller ekki hvernig og hvers vegna hin spillta Hillary Clinton eyddi 33.000 tölvupóstum EFTIR að bandaríska þingið STEFNDI henni? Hún hlýtur að vera með FRÁBÆRA lögmenn!“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Yfirheyrðu höfund umdeildrar skýrslu um Trump í sextán tíma Christopher Steele, breskur fyrrverandi njósnari, er sagður hafa veitt innri endurskoðendum bandaríska dómsmálaráðuneytisins nýjar og mikilvægar upplýsingar um upphaf Rússarannsóknarinnar svonefndu. 9. júlí 2019 20:28 Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37
Yfirheyrðu höfund umdeildrar skýrslu um Trump í sextán tíma Christopher Steele, breskur fyrrverandi njósnari, er sagður hafa veitt innri endurskoðendum bandaríska dómsmálaráðuneytisins nýjar og mikilvægar upplýsingar um upphaf Rússarannsóknarinnar svonefndu. 9. júlí 2019 20:28
Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56