Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og opinbera sig hvað eftir annað. Nýlegt dæmi er að skyndilega var farið að deila um rétt stjórnvalda til að taka fólk af lífi án dóms og laga. Þetta gerðist eftir að tillaga íslenskra stjórnvalda um óháða rannsókn á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum var samþykkt í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Fyrirfram hefði mátt ætla að óhugsandi væri að einstaklingar hér á landi tækju sér stöðu með stjórnvöldum sem hafa þá markvissu stefnu að myrða þegna sína. En hið ótrúlega gerðist, þegar krafist var rannsóknar yfir þessum stjórnvöldum þá framkallaði það fordæmingu hjá hópi fólks hér á landi.
Ein af reglum réttarríkisins er að allir fái sanngjarna málsmeðferð og það á líka við um þá stórseku. Duterte, hinum alræmda forseta Filippseyja, hefur tekist að snarlækka glæpatíðni í landi sínu með því að láta drepa glæpamennina. Mjög skilvirk aðgerð, eins og öllum ætti að vera ljóst. Þarna er sannarlega unnið samkvæmt lögmálinu: Með illu skal illt út reka.
Það er uggvænlegt að vita af einstaklingum hér á landi sem hlaupa í vörn fyrir forseta Filippseyja og koma skilmerkilega til skila þeirri skoðun sinni að hann hafi verið að vinna þjóðþrifaverk. Þessar raddir koma úr ólíklegustu áttum, jafnvel frá einstaklingum sem ættu að vita svo miklu betur. Þegar þessar raddir enduróma svo skoðanir sínar í fjölmiðlum þá er ekki laust við að fólki bregði. Þetta er málflutningur sem er algjörlega á skjön við þau lögmál sem siðaðar þjóðir viðurkenna.
Eitthvað mikið er að þegar ráðamenn sem æða áfram og skeyta engu um lög og rétt fá hvað eftir annað uppklapp hér á landi frá fólki í valdastöðum. Duterte er ekki eina dæmið um leiðtoga sem skeytir engu um mannréttindi og mannúð. Hinn hugmyndaríki raðlygari Donald Trump er forseti Bandaríkjanna og hatast við alla minnihlutahópa. Nýlega sagði hann að hörundsdökkar þingkonur af erlendum uppruna gætu farið heim til sín ef þeim líkaði ekki staða mála í Bandaríkjunum. Þegar hann vék talinu að einni þeirra á fundi söngluðu stuðningsmenn forsetans: „Sendið hana til baka.“ Þetta var óhuggulegt augnablik múgæsingar sem Trump skapaði sjálfur. Hann og ríkisstjórn hans bera ábyrgð á því að börn flóttamanna eru aðskilin frá foreldrum sínum við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó og geymd í sérstökum búðum þar sem aðstæður eru skelfilegar. Enginn einstaklingur með vott af siðferðiskennd ætti að geta afsakað slíkt, en það vefst samt ekki fyrir einhverjum Íslendingum.
Einn stjórnmálaflokka landsins, Miðflokkurinn, er eins og snýttur út úr nösinni á Trump. Þar eru mini-Trumpar á svo að segja öllum póstum. Þar er þingmaður sem hleypur í vörn fyrir Duterte og þar er formaður sem nýlega gerði lítið úr hinni sænsku Gretu Thunberg í blaðagrein. Áherslur flokksins eru allar æði Trumps-legar. Hættuleg öfl eru á sveimi í íslensku þjóðfélagi og hreiðra um sig á ýmsum stöðum. Viðvörunarljósin blikka.

Viðvörunarljós
Skoðun

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun?
Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar

Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna?
Guðmundur Björnsson skrifar

Við kjósum Kolbrúnu!
Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Sandra B. Franks skrifar

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Guðmundur Einarsson skrifar

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis
Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar

Konur láta lífið og karlar fá knús
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kosningar í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Kynjajafnrétti er mannanna verk
Stella Samúelsdóttir skrifar

Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd
Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar

Baráttan heldur áfram!
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Jafnréttisparadís?
Guðrún Karls Helgudóttir skrifar

Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors
Haraldur Ólafsson skrifar

Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld
Sigvaldi Einarsson skrifar

Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál
Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar

Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd?
Björn B. Björnsson skrifar

Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið?
Magnús Magnússon skrifar

Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels?
Finnur Th. Eiríksson skrifar

10 atriði varðandi símabann í skólum
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn
Viðar Hreinsson skrifar

Tilveran með ADHD
Sigrún V. Heimisdóttir skrifar

Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Inga Hlín Pálsdóttir skrifar

Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!
Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Um ábyrgð sveitarstjórna gagnvart almannahagsmunum
Skírnir Garðarsson skrifar