Nei Netflix! Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. júlí 2019 07:00 Við lifum á tímum þar sem æði margir leggja mikið upp úr því að setja alls kyns lög og reglur til að gera samborgara sína að betri þjóðfélagsþegnum. Forsvarsmenn hinnar gríðarlega vinsælu streymisveitu Netflix lögðu sitt lóð á vogarskálar í þessum efnum þegar þeir gerðu kunnugt að veitan myndi draga úr reykingum í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Forsvarsmennirnir segjast gera sér fulla grein fyrir því að reykingar séu af hinu vonda og geti haft slæm áhrif á áhorfendur. Þessi tilraun Netflix til að ala áhorfendur upp í góðum siðum hefur sem betur fer ekki alls staðar fallið í góðan jarðveg. Danskir framleiðendur og leikstjórar hafa til dæmis hæðst að þessu framtaki, kallað það forsjárhyggju, ritskoðun og hræsni – sem það einmitt er. Reykingar eru ekki í tísku í dag en voru það fyrir nokkrum áratugum. Erfitt er að gera kvikmynd eða sjónvarpsþátt sem gerist á þeim árum án þess að fólk, þar á meðal unglingar, sjáist reykja. Þetta voru tímar þegar þeir sem ekki reyktu voru stimplaðir sem ansi sérsinna og jafnvel andfélagslega sinnaðir. Alls staðar var reykt, meira að segja í flugvélum þar sem farþegar gátu valið um það hvort þeir vildu vera í reyklausu farrými eða farrými þar sem reykingar voru leyfðar. Margt bindindisfólk á tóbak valdi reykplássið því þar var venjulega mun skemmtilegra fólk en á reyklausa farrýminu. Það var þá. Nú er blessunarlega minna um reykingar þótt margir stundi þær enn. Kvikmyndagerðarmenn eiga að hafa listrænt frelsi til að velja hvort þeir sýni þær í myndum sínum. Ef setja á höft á reykingar í leiknu efni þá er spurning hvað glögg augu muni næst sjá sem meinsemd. Áfengi kemur samstundis upp í hugann. Í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum er fólk æði oft að fá sér í glas án þess að því verði meint af. Mjög er hætt við að áhrifagjarnir áhorfendur taki þessari drykkju sem næsta sjálfsögðum hlut og átti sig ekki á að áfengisdrykkja getur leitt einstakling í glötun. Martini-drykkja James Bond er einmitt gott dæmi um áratuga upphafningu á drykkjumenningu. Það fer sæluhrollur um aðdáendur Bond myndanna í hvert sinn sem kappinn segir við barþjóninn: „Shaken, not stirred.“ Hversu margir hafa ekki hermt eftir hetjunni sinni og pantað sér þennan drykk? Og hvað með spilavítin sem persónur í kvikmyndum heimsækja iðulega, jafnvel með þeim árangri að þær vinna fúlgur. Óharðnaðar sálir geta vissulega fengið ranghugmyndir af því áhorfi og þotið í næsta spilakassa. Ef forráðamenn Netflix vilja vera sjálfum sér samkvæmir hljóta þeir að mælast til þess að ef persónur í kvikmyndum sjást í spilavítum þá tapi þær peningunum sínum og séu þannig öðrum víti til varnaðar. Áfram má halda. Við lifum á offitutímum. Í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sjást persónur, unglingar alveg sérstaklega, úða í sig hamborgurum. Þar er greinilega á ferð hylling til offitunnar? Á að láta það óátalið? Netflix hefur sannarlega að mörgu að gæta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Netflix Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum þar sem æði margir leggja mikið upp úr því að setja alls kyns lög og reglur til að gera samborgara sína að betri þjóðfélagsþegnum. Forsvarsmenn hinnar gríðarlega vinsælu streymisveitu Netflix lögðu sitt lóð á vogarskálar í þessum efnum þegar þeir gerðu kunnugt að veitan myndi draga úr reykingum í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Forsvarsmennirnir segjast gera sér fulla grein fyrir því að reykingar séu af hinu vonda og geti haft slæm áhrif á áhorfendur. Þessi tilraun Netflix til að ala áhorfendur upp í góðum siðum hefur sem betur fer ekki alls staðar fallið í góðan jarðveg. Danskir framleiðendur og leikstjórar hafa til dæmis hæðst að þessu framtaki, kallað það forsjárhyggju, ritskoðun og hræsni – sem það einmitt er. Reykingar eru ekki í tísku í dag en voru það fyrir nokkrum áratugum. Erfitt er að gera kvikmynd eða sjónvarpsþátt sem gerist á þeim árum án þess að fólk, þar á meðal unglingar, sjáist reykja. Þetta voru tímar þegar þeir sem ekki reyktu voru stimplaðir sem ansi sérsinna og jafnvel andfélagslega sinnaðir. Alls staðar var reykt, meira að segja í flugvélum þar sem farþegar gátu valið um það hvort þeir vildu vera í reyklausu farrými eða farrými þar sem reykingar voru leyfðar. Margt bindindisfólk á tóbak valdi reykplássið því þar var venjulega mun skemmtilegra fólk en á reyklausa farrýminu. Það var þá. Nú er blessunarlega minna um reykingar þótt margir stundi þær enn. Kvikmyndagerðarmenn eiga að hafa listrænt frelsi til að velja hvort þeir sýni þær í myndum sínum. Ef setja á höft á reykingar í leiknu efni þá er spurning hvað glögg augu muni næst sjá sem meinsemd. Áfengi kemur samstundis upp í hugann. Í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum er fólk æði oft að fá sér í glas án þess að því verði meint af. Mjög er hætt við að áhrifagjarnir áhorfendur taki þessari drykkju sem næsta sjálfsögðum hlut og átti sig ekki á að áfengisdrykkja getur leitt einstakling í glötun. Martini-drykkja James Bond er einmitt gott dæmi um áratuga upphafningu á drykkjumenningu. Það fer sæluhrollur um aðdáendur Bond myndanna í hvert sinn sem kappinn segir við barþjóninn: „Shaken, not stirred.“ Hversu margir hafa ekki hermt eftir hetjunni sinni og pantað sér þennan drykk? Og hvað með spilavítin sem persónur í kvikmyndum heimsækja iðulega, jafnvel með þeim árangri að þær vinna fúlgur. Óharðnaðar sálir geta vissulega fengið ranghugmyndir af því áhorfi og þotið í næsta spilakassa. Ef forráðamenn Netflix vilja vera sjálfum sér samkvæmir hljóta þeir að mælast til þess að ef persónur í kvikmyndum sjást í spilavítum þá tapi þær peningunum sínum og séu þannig öðrum víti til varnaðar. Áfram má halda. Við lifum á offitutímum. Í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum sjást persónur, unglingar alveg sérstaklega, úða í sig hamborgurum. Þar er greinilega á ferð hylling til offitunnar? Á að láta það óátalið? Netflix hefur sannarlega að mörgu að gæta.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun