Nýi Herjólfur: Vonandi eru vandamálin frá Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 26. júlí 2019 11:05 Frá fyrstu siglingu Nýja Herjólfs í gær. Vísir/Magnús Hlynur Nýi Herjólfur fór í sína fyrstu siglingu á milli lands og Eyja í gærkvöldi. Siglingin á nýja skipinu á að taka skemmri tíma en á því gamla og segir skipstjóri skipsins að farþegar eigi eftir að finna mestan mun á aðbúnaði um borð. Nýi Herjólfur, sem fengið hefur heitið Herjólfur IV, fór í jómfrúarsiglingu sína frá Vestmannaeyjum og til Landeyjahafnar í gærkvöldi. Fimmhundruð farþegar voru um borð, einn þeirra var Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, sem vonast til að samgöngur á milli lands og Eyja batni til muna.Hvernig gekk þessi fyrsta ferð?„Hún gekk bara frábærlega. Þetta var bara dásamlegt og bara gleðidagur,“ segir Íris.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sést hér önnur frá hægri um borð í Herjólfi í gær.Vísir/Magnús HlynurEr þetta flott og fínt skip?„Glæsilegt skip. Alveg frábært aðstaða um borð. fallegir og stórir gluggar sem er gaman að horfa út um, þannig að þetta er alveg yndislegt,“ segir Íris.Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur Eyjamenn?„Skipið er hannað fyrir höfnina. Við ætlumst til þess að við getum siglt talsvert meira í þessa höfn en við höfum gert,“ segir Íris. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir að nú þegar skipið sé komið í notkun sé vandamál sem upp hafa komið vonandi fyrir bí. „Öllum nýjum skipum fylgja einhverjir „eftirkvillar“ og við erum bara að leysa úr þeim hægt og rólega og ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Að setja nýtt skip í rekstur er töluverður pakki og það er búið að taka langan tíma og þjóðin öll veit hvernig málin voru með þetta skip hér,“ segir Guðbjartur.Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði Eyjamenn hafa beðið lengi eftir skipinu.Vísir/magnús hlynurSkipið mun sigla sjö ferðir á dag, alla daga ársins. Hámarksfarþegafjöldi er 540 og skipið getur tekið 75 bíla, sem eru 30% fleiri bílar en gamli Herjólfur gat tekið. Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði við tímamótin í gær að farþegar skipsins eigi eftir að finna mikinn mun á aðbúnaði. „Við erum búin að bíða lengi eftir skipinu og fólk virðist vera mjög ánægt með nýja fyrirkomulagið og nýja skipið. Þetta er bara skref inn í nútímann, skref inn í nútímann,“ segir Ívar.Eruð þið klárir fyrir Þjóðhátíð?„Við erum klárir fyrir Þjóðhátíð. Við erum að byrja í dag og við munum halda áfram.“ Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Nýi Herjólfur fór í sína fyrstu siglingu á milli lands og Eyja í gærkvöldi. Siglingin á nýja skipinu á að taka skemmri tíma en á því gamla og segir skipstjóri skipsins að farþegar eigi eftir að finna mestan mun á aðbúnaði um borð. Nýi Herjólfur, sem fengið hefur heitið Herjólfur IV, fór í jómfrúarsiglingu sína frá Vestmannaeyjum og til Landeyjahafnar í gærkvöldi. Fimmhundruð farþegar voru um borð, einn þeirra var Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjabæ, sem vonast til að samgöngur á milli lands og Eyja batni til muna.Hvernig gekk þessi fyrsta ferð?„Hún gekk bara frábærlega. Þetta var bara dásamlegt og bara gleðidagur,“ segir Íris.Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sést hér önnur frá hægri um borð í Herjólfi í gær.Vísir/Magnús HlynurEr þetta flott og fínt skip?„Glæsilegt skip. Alveg frábært aðstaða um borð. fallegir og stórir gluggar sem er gaman að horfa út um, þannig að þetta er alveg yndislegt,“ segir Íris.Hverju mun þetta breyta fyrir ykkur Eyjamenn?„Skipið er hannað fyrir höfnina. Við ætlumst til þess að við getum siglt talsvert meira í þessa höfn en við höfum gert,“ segir Íris. Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir að nú þegar skipið sé komið í notkun sé vandamál sem upp hafa komið vonandi fyrir bí. „Öllum nýjum skipum fylgja einhverjir „eftirkvillar“ og við erum bara að leysa úr þeim hægt og rólega og ekkert til þess að hafa áhyggjur af. Að setja nýtt skip í rekstur er töluverður pakki og það er búið að taka langan tíma og þjóðin öll veit hvernig málin voru með þetta skip hér,“ segir Guðbjartur.Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði Eyjamenn hafa beðið lengi eftir skipinu.Vísir/magnús hlynurSkipið mun sigla sjö ferðir á dag, alla daga ársins. Hámarksfarþegafjöldi er 540 og skipið getur tekið 75 bíla, sem eru 30% fleiri bílar en gamli Herjólfur gat tekið. Ívar Torfason skipstjóri Herjólfs sagði við tímamótin í gær að farþegar skipsins eigi eftir að finna mikinn mun á aðbúnaði. „Við erum búin að bíða lengi eftir skipinu og fólk virðist vera mjög ánægt með nýja fyrirkomulagið og nýja skipið. Þetta er bara skref inn í nútímann, skref inn í nútímann,“ segir Ívar.Eruð þið klárir fyrir Þjóðhátíð?„Við erum klárir fyrir Þjóðhátíð. Við erum að byrja í dag og við munum halda áfram.“
Herjólfur Samgöngur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30 Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50 Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Nýi Herjólfur gallaður og þarf í slipp Nýi Herjólfur þarf að fara í slipp á Akureyri í haust eftir að í ljós kom að galli er í stöðugleikaugga skipsins. 19. júlí 2019 13:30
Þurfa að breyta bryggjum fyrir 100 milljónir vegna nýja Herjólfs Ráðist í framkvæmdir í haust. 25. júlí 2019 15:50
Hafnarmannvirkin í Landeyjahöfn og Eyjum enn til skoðunar vegna nýs Herjólfs Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, segist vona að nýr Herjólfur hefji siglingar sem fyrst. 18. júlí 2019 12:37