Viðtal við móður Alberts í heild sinni: „Þetta er bara ómannúðlegt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2019 16:10 Sigrún Ólöf, móðir Alberts heitins. Magnús Hlynur „Það er algjört skeytingarleysi í þessum málum. Ég get ekki skilið svona ómannúðleg viðbrögð hjá þjóðfélaginu. Ég bara sætti mig ekki við það lengur. Ég er líka að hugsa börnin og unga fólkið okkar sem er þarna úti og kemur til með að koma. Þetta er bara ómannúðlegt. Við hljótum að hafa einhvern rétt hérna, sem búum hér á þessu landi, höfum fæðst hér og alist hérna upp.“ Þetta segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir, móðir, sem jarðaði 27 ára son sinn í síðustu viku. Albert Ísleifsson, Selfyssingur, leitaði á geðdeild og bað um innlögn og aðstoð en var vísað frá með lyfseðil fyrir pillum. Stuttu síðar lést hann vegna ofneyslu fíkniefna. „Ég er búin að missa son minn sem ég var að endurheimta,“ segir Sigrún í einlægu viðtali. Albert hafði gengið í gegnum súrt og sætt um ævina. Hann byrjaði ungur að neyta fíkniefna en átti alltaf góð tímabil inn á milli. Hann var með athyglisbrest og ofvirkni. Sigrún ákvað að stíga fram í þeim tilgangi að hjálpa öðrum. Það væri anda sonar hennar sem hún segir hafa hjálpað vinum sínum. „Ég hef fengið mörg skilaboð inn á síðuna mína bara undanfarna daga um mörg tilfelli þar sem hann hefur verið að hjálpa vinum.“Viðtalið við Sigrúnu Ólöfu Sigurðardóttur má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Árborg Heilbrigðismál Tengdar fréttir 27 ára karlmaður fékk ekki innlögn á geðdeild og dó í kjölfarið "Ráðamenn eru gjörsamlega dofnir, tilfinningalega dofnir, þeim er nákvæmlega sama um almenning og sérstaklega um þá sem minna mega sín, ég get ekki séð annað. Þetta er bara virðingarleysi, þetta er bara ómannúðlegt, ég er marg búin að segja það“, segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir á Selfossi, sem missti 27 ára son sinn nýlega vegna fíkniefnaneyslu. Hann hafði beðið um innlögn á geðdeild en var synjað. 25. júlí 2019 20:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
„Það er algjört skeytingarleysi í þessum málum. Ég get ekki skilið svona ómannúðleg viðbrögð hjá þjóðfélaginu. Ég bara sætti mig ekki við það lengur. Ég er líka að hugsa börnin og unga fólkið okkar sem er þarna úti og kemur til með að koma. Þetta er bara ómannúðlegt. Við hljótum að hafa einhvern rétt hérna, sem búum hér á þessu landi, höfum fæðst hér og alist hérna upp.“ Þetta segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir, móðir, sem jarðaði 27 ára son sinn í síðustu viku. Albert Ísleifsson, Selfyssingur, leitaði á geðdeild og bað um innlögn og aðstoð en var vísað frá með lyfseðil fyrir pillum. Stuttu síðar lést hann vegna ofneyslu fíkniefna. „Ég er búin að missa son minn sem ég var að endurheimta,“ segir Sigrún í einlægu viðtali. Albert hafði gengið í gegnum súrt og sætt um ævina. Hann byrjaði ungur að neyta fíkniefna en átti alltaf góð tímabil inn á milli. Hann var með athyglisbrest og ofvirkni. Sigrún ákvað að stíga fram í þeim tilgangi að hjálpa öðrum. Það væri anda sonar hennar sem hún segir hafa hjálpað vinum sínum. „Ég hef fengið mörg skilaboð inn á síðuna mína bara undanfarna daga um mörg tilfelli þar sem hann hefur verið að hjálpa vinum.“Viðtalið við Sigrúnu Ólöfu Sigurðardóttur má sjá í heild í spilaranum hér að neðan.
Árborg Heilbrigðismál Tengdar fréttir 27 ára karlmaður fékk ekki innlögn á geðdeild og dó í kjölfarið "Ráðamenn eru gjörsamlega dofnir, tilfinningalega dofnir, þeim er nákvæmlega sama um almenning og sérstaklega um þá sem minna mega sín, ég get ekki séð annað. Þetta er bara virðingarleysi, þetta er bara ómannúðlegt, ég er marg búin að segja það“, segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir á Selfossi, sem missti 27 ára son sinn nýlega vegna fíkniefnaneyslu. Hann hafði beðið um innlögn á geðdeild en var synjað. 25. júlí 2019 20:00 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
27 ára karlmaður fékk ekki innlögn á geðdeild og dó í kjölfarið "Ráðamenn eru gjörsamlega dofnir, tilfinningalega dofnir, þeim er nákvæmlega sama um almenning og sérstaklega um þá sem minna mega sín, ég get ekki séð annað. Þetta er bara virðingarleysi, þetta er bara ómannúðlegt, ég er marg búin að segja það“, segir Sigrún Ólöf Sigurðardóttir á Selfossi, sem missti 27 ára son sinn nýlega vegna fíkniefnaneyslu. Hann hafði beðið um innlögn á geðdeild en var synjað. 25. júlí 2019 20:00