Vísa kröfu Eflingar til Sambands íslenskra sveitarfélaga Sylvía Hall skrifar 26. júlí 2019 20:50 Í tilkynningu frá Eflingu segir að mikill samhugur hafi verið hjá starfsfólki. Vísir/Egill Fundur bæjarráðs Kópavogs samþykkti í gær að vísa kröfu Eflingar um 105 þúsund króna eingreiðslu til félaga eflingar sem starfa hjá bæjarfélaginu til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Félagsmenn Eflingar afhentu í gær undirskriftalista til bæjarstjórna Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Hörð kjaradeila hefur verið milli verkalýðsfélaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. Vegna tafa á samningsgerð við hið opinbera hafi verið samþykkt að starfsmenn myndu fá greiddar 105 þúsund krónur þann 1. ágúst. Að undanskilinni Reykjavíkurborg, telja verkalýðsfélögin að ekki hafi verið staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Í tilkynningu frá Eflingu segir að mikill samhugur hafi verið hjá starfsfólki. Þrátt fyrir sumarlokanir í skólum og leikskólum bæjarfélaganna hafi safnast töluvert af undirskriftum. Valgerður Árnadóttir, sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar, segir viðbrögð bæjarráðs Kópavogs vera vonbrigði. „Það eru vonbrigði að bæjarstjórn Kópavogsbæjar skuli ekki taka afstöðu með starfsfólki sínu þegar svo mikilvægt kjaramál er tekið fyrir, að þau skuli ekki gæta jöfnuðar meðal starfsfólks síns þar sem ljóst er að sumt starfsfólk mun hljóta þessa greiðslu en aðrir ekki,“ er haft eftir Valgerði í tilkynningu Eflingar. Hún segir það óafsakanlegt að lægst launaða starfsfólki bæjarins séu sendar kaldar kveðjur í sumarfríinu sem bæjarstjórinn sé svo „heppinn að fá að njóta“. Hann hafi ekki verið viðstaddur fundinn. „Hæst launaði bæjarstjóri landsins og þó víða væri leitað getur ekki unað þeim lægst launuðu kjarabót sem þau hafa sannarlega unnið sér inn fyrir.” Kjaramál Kópavogur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00 Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. 11. júlí 2019 12:15 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Fundur bæjarráðs Kópavogs samþykkti í gær að vísa kröfu Eflingar um 105 þúsund króna eingreiðslu til félaga eflingar sem starfa hjá bæjarfélaginu til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Félagsmenn Eflingar afhentu í gær undirskriftalista til bæjarstjórna Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Hörð kjaradeila hefur verið milli verkalýðsfélaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. Vegna tafa á samningsgerð við hið opinbera hafi verið samþykkt að starfsmenn myndu fá greiddar 105 þúsund krónur þann 1. ágúst. Að undanskilinni Reykjavíkurborg, telja verkalýðsfélögin að ekki hafi verið staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Í tilkynningu frá Eflingu segir að mikill samhugur hafi verið hjá starfsfólki. Þrátt fyrir sumarlokanir í skólum og leikskólum bæjarfélaganna hafi safnast töluvert af undirskriftum. Valgerður Árnadóttir, sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar, segir viðbrögð bæjarráðs Kópavogs vera vonbrigði. „Það eru vonbrigði að bæjarstjórn Kópavogsbæjar skuli ekki taka afstöðu með starfsfólki sínu þegar svo mikilvægt kjaramál er tekið fyrir, að þau skuli ekki gæta jöfnuðar meðal starfsfólks síns þar sem ljóst er að sumt starfsfólk mun hljóta þessa greiðslu en aðrir ekki,“ er haft eftir Valgerði í tilkynningu Eflingar. Hún segir það óafsakanlegt að lægst launaða starfsfólki bæjarins séu sendar kaldar kveðjur í sumarfríinu sem bæjarstjórinn sé svo „heppinn að fá að njóta“. Hann hafi ekki verið viðstaddur fundinn. „Hæst launaði bæjarstjóri landsins og þó víða væri leitað getur ekki unað þeim lægst launuðu kjarabót sem þau hafa sannarlega unnið sér inn fyrir.”
Kjaramál Kópavogur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00 Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. 11. júlí 2019 12:15 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00
Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. 11. júlí 2019 12:15